Viðskipti innlent

Ætla að lækka vöruverð

Samúel Karl Ólason skrifar
IKEA á Íslandi mun lækka vöruverð um 2,8 prósent.
IKEA á Íslandi mun lækka vöruverð um 2,8 prósent. Vísir/Stefán
IKEA á Íslandi mun lækka vöruverð um 2,8 prósent. Þar að auki mun fyrirtækið skuldbinda sig til að halda sama verðinu á þeim vörum sem verða í nýju vörulista til ágústloka 2016. Þrjár ástæður eru sagðar vera fyrir þessari lækkun.

Fyrst er að gengi krónunnar hefur styrkst gagnvart evru og því sé innflutningur hagstæðari. Önnur er að kjarasamningar hafi verið betri en talið var og sú þriðja er að aukinn ferðamannastraumur hefur styrkt verslanir í landinu töluvert.

Þetta kemur fram í umfjöll Morgunblaðsins í dag.

Þar skorar Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á verslunina í landinu, að fylgja fordæmi IKEA. Hann segir þá búa við sömu efnahagslegu aðstæður og að það sé sameiginleg ábyrgð forsvarsmanna verslunar að koma í veg fyrir að verðbólgan komist á fullt skrið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×