Seðlabankastjóri trúir ekki á kraftaverk Heimir Már Pétursson skrifar 19. ágúst 2015 19:30 Seðlabankinn byggir ekki peningastefnu sína á kraftaverkum heldur raunverulegum hagtölum að sögn seðlabankastjóra, en bankinn hækkaði vexti sína í dag vegna vaxandi verðbólgu. Ýmis hagstæð skilyrði eins og styrking krónunnar og lágt olíuverð ættu hins vegar að leiða til verðlækkana. Í forsendum Seðlabankans fyrir hækkun stýrivaxta í dag um 0,5 prósentustig og jafnvel enn frekari hækkunum í haust er gert ráð fyrir að verðbólga verði orðin um 4 prósent snemma á næsta ári og verði fjögur til fjögur komma fimm prósent á næstu tveimur árum. Á sama tíma er margt í álþjóðaumhverfinu íslensku efnahagslífi mjög hagstætt. Svo virðist sem Seðlabankinn sé að lýsa allt öðrum raunveruleika en blasir við þegar hann talar um aukið atvinnuleysi og hækkar vexti. Það er aukin eftirspurn eftir erlendu vinnuafli í landinu, það vantar fólk í vinnu alls staðar og stór aðili eins og IKEA sem ákveður verðlag sitt til eins árs hefur ákveðið að lækka verð um 2,8 prósent. „Já, þetta eru auðvitað einstök dæmi sem þú nefnir. En við þurfum náttúrlega að horfa á heildarmyndina. Það eru líka önnur dæmi sem eru í gangi því miður. Ef það væri þannig að það yrðu engar verðhækkanir í framhaldi af þessum kjarasamningum þegar launakostnaður er að hækka um 10 prósent á einu ári þá er það mikið kraftaverk. Við getum ekki byggt okkar stefnu á kraftaverkum en ef það raungerist munu vextirnir hækka minna en ella,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hins vegar viðurkenni bankinn að mikil óvissa ríki um þróun mála, m.a. um í hvaða mæli launahækkunum verði hleypt út í verðlag og hvað fækkun starfsmanna verði stór hluti af hagræðingu fyrirtækja til að mæta launahækkunum og til að auka framleiðni. „Við skulum síðan bara sjá hvað raunveruleikinn skilar okkur í tölum og heildstæðu mati á næstunni. En við teljum því miður að það séu verulegar líkur á því að verðbólgan fari hér upp á næstu mánuðum,“ segir Már. Seðlabankinn byggir vaxtaákvarðanir sínar að hluta til á könnun á þeim væntingum sem atvinnulífið í heild hefur. Már segir hagtölur einnig sýna krafti í hagkerfinu og vaxandi spennu sem sögulega séð hafi alltaf leitt til verðbólgu. En í þessari óvissu má spyrja hvort kemur á undan eggið eða hænan; eða hvort Seðlabankinn sé e.t.v. að kalla fram verðbólgu með vaxtahækkunum sínum? „Þetta er náttúrlega ef og sé og mundi átján skotta hundi spurning hjá þér og við getum alltaf velt því fyrir okkur. Við skulum bara sjá hvað gerist á næstu mánuðum. Ef það sem þú ert að segja rætist; þá hefur kraftaverkið gerst og þá þarft þú ekki að hafa áhyggjur af vöxtunum í framhaldinu,“ segir Már Guðmundsson. Tengdar fréttir Stýrivextir hækkaðir um 0,5 prósent Seðlabankinn segir verðbólguhorfur hafa versnað vegna nýgerðra kjarasamninga. 19. ágúst 2015 09:00 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Seðlabankinn byggir ekki peningastefnu sína á kraftaverkum heldur raunverulegum hagtölum að sögn seðlabankastjóra, en bankinn hækkaði vexti sína í dag vegna vaxandi verðbólgu. Ýmis hagstæð skilyrði eins og styrking krónunnar og lágt olíuverð ættu hins vegar að leiða til verðlækkana. Í forsendum Seðlabankans fyrir hækkun stýrivaxta í dag um 0,5 prósentustig og jafnvel enn frekari hækkunum í haust er gert ráð fyrir að verðbólga verði orðin um 4 prósent snemma á næsta ári og verði fjögur til fjögur komma fimm prósent á næstu tveimur árum. Á sama tíma er margt í álþjóðaumhverfinu íslensku efnahagslífi mjög hagstætt. Svo virðist sem Seðlabankinn sé að lýsa allt öðrum raunveruleika en blasir við þegar hann talar um aukið atvinnuleysi og hækkar vexti. Það er aukin eftirspurn eftir erlendu vinnuafli í landinu, það vantar fólk í vinnu alls staðar og stór aðili eins og IKEA sem ákveður verðlag sitt til eins árs hefur ákveðið að lækka verð um 2,8 prósent. „Já, þetta eru auðvitað einstök dæmi sem þú nefnir. En við þurfum náttúrlega að horfa á heildarmyndina. Það eru líka önnur dæmi sem eru í gangi því miður. Ef það væri þannig að það yrðu engar verðhækkanir í framhaldi af þessum kjarasamningum þegar launakostnaður er að hækka um 10 prósent á einu ári þá er það mikið kraftaverk. Við getum ekki byggt okkar stefnu á kraftaverkum en ef það raungerist munu vextirnir hækka minna en ella,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hins vegar viðurkenni bankinn að mikil óvissa ríki um þróun mála, m.a. um í hvaða mæli launahækkunum verði hleypt út í verðlag og hvað fækkun starfsmanna verði stór hluti af hagræðingu fyrirtækja til að mæta launahækkunum og til að auka framleiðni. „Við skulum síðan bara sjá hvað raunveruleikinn skilar okkur í tölum og heildstæðu mati á næstunni. En við teljum því miður að það séu verulegar líkur á því að verðbólgan fari hér upp á næstu mánuðum,“ segir Már. Seðlabankinn byggir vaxtaákvarðanir sínar að hluta til á könnun á þeim væntingum sem atvinnulífið í heild hefur. Már segir hagtölur einnig sýna krafti í hagkerfinu og vaxandi spennu sem sögulega séð hafi alltaf leitt til verðbólgu. En í þessari óvissu má spyrja hvort kemur á undan eggið eða hænan; eða hvort Seðlabankinn sé e.t.v. að kalla fram verðbólgu með vaxtahækkunum sínum? „Þetta er náttúrlega ef og sé og mundi átján skotta hundi spurning hjá þér og við getum alltaf velt því fyrir okkur. Við skulum bara sjá hvað gerist á næstu mánuðum. Ef það sem þú ert að segja rætist; þá hefur kraftaverkið gerst og þá þarft þú ekki að hafa áhyggjur af vöxtunum í framhaldinu,“ segir Már Guðmundsson.
Tengdar fréttir Stýrivextir hækkaðir um 0,5 prósent Seðlabankinn segir verðbólguhorfur hafa versnað vegna nýgerðra kjarasamninga. 19. ágúst 2015 09:00 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Stýrivextir hækkaðir um 0,5 prósent Seðlabankinn segir verðbólguhorfur hafa versnað vegna nýgerðra kjarasamninga. 19. ágúst 2015 09:00