Makríll fyrir Úkraínumenn skapar vinnuna á Þingeyri Kristján Már Unnarsson skrifar 19. ágúst 2015 20:23 Blússandi gangur er nú í makrílfrystingu á Þingeyri, unnið tólf tíma á dag og einnig um helgar, - allt fyrir Úkraínumarkað. Innflutningsbann Rússa truflar því ekki fiskvinnslu í Dýrafirði, eins og stefnir í víða annars staðar á landinu. „Það er vertíð. Mikil vinna, sjö til sjö, laugardaga og sunnudaga. Það er brjálað að gera,“ segir Sigríður Kristín Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Íslensks sjávarfangs á Þingeyri, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þarna vinna þrjátíu manns, baki brotnu, þessa dagana við að frysta makríl. Hún vonast til að lokun Rússlandsmarkaðar trufli ekki starfsemina, því þessi makríll er á leið annað; til Úkraínu. Makrílvinnslan er raunar bara tímabundin, þrjá mánuði yfir sumarið. Níu mánuði ársins eiga þorskur, ýsa, ufsi og aðrar bolfisktegundir að skapa störfin.Þingeyri í veðurblíðunni í gær. Kirkjustaðurinn Mýrar sést handan Dýrafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það blés ekki byrlega fyrir byggðinni á Þingeyri þegar Vísir hf. ákvað að hætta fiskvinnslu þar fyrir ári. Það hefur hins vegar heldur betur ræst úr. Fyrirtækið Íslenskt sjávarfang keypti eignirnar, endurvakti reksturinn í vor og fjölgaði starfsmönnum um helming. „Við vorum heppin, vona ég, að Íslenskt sjávarfang kom með starfsemi sína hér á Þingeyri. Þannig að við erum bara bjartsýn,“ segir Sigríður og spyr hvort Þingeyri yrði annars sumarbústaðabyggð. Athygli vekur hátt hlutfall Íslendinga en um helmingur starfsmanna eru íslenskir. „Það stefna nú voða margir í borgina, af okkar unga fólki. En okkar sérstaða er að það eru Íslendingar ennþá á Þingeyri,“ segir Sigríður Kristín. Tengdar fréttir Sársaukafull aðgerð en óumflýjanleg Af um 180 starfsmönnum Vísis hf., á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi eru tíu atvinnulausir eftir að starfsemin var flutt til Grindavíkur fyrir réttu ári. Pétur H. Pálsson segir að tækniþróun og ytri aðstæður hafa gert aðgerðina óumflýjanlega. 27. mars 2015 07:00 Telur Byggðastofnun geta leyst vanda Flateyrar og Þingeyrar Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir hugmyndir um að binda kvóta við einstaka sjávarbyggðir ekki nýjar að nálinni. 13. janúar 2015 19:58 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
Blússandi gangur er nú í makrílfrystingu á Þingeyri, unnið tólf tíma á dag og einnig um helgar, - allt fyrir Úkraínumarkað. Innflutningsbann Rússa truflar því ekki fiskvinnslu í Dýrafirði, eins og stefnir í víða annars staðar á landinu. „Það er vertíð. Mikil vinna, sjö til sjö, laugardaga og sunnudaga. Það er brjálað að gera,“ segir Sigríður Kristín Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Íslensks sjávarfangs á Þingeyri, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þarna vinna þrjátíu manns, baki brotnu, þessa dagana við að frysta makríl. Hún vonast til að lokun Rússlandsmarkaðar trufli ekki starfsemina, því þessi makríll er á leið annað; til Úkraínu. Makrílvinnslan er raunar bara tímabundin, þrjá mánuði yfir sumarið. Níu mánuði ársins eiga þorskur, ýsa, ufsi og aðrar bolfisktegundir að skapa störfin.Þingeyri í veðurblíðunni í gær. Kirkjustaðurinn Mýrar sést handan Dýrafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það blés ekki byrlega fyrir byggðinni á Þingeyri þegar Vísir hf. ákvað að hætta fiskvinnslu þar fyrir ári. Það hefur hins vegar heldur betur ræst úr. Fyrirtækið Íslenskt sjávarfang keypti eignirnar, endurvakti reksturinn í vor og fjölgaði starfsmönnum um helming. „Við vorum heppin, vona ég, að Íslenskt sjávarfang kom með starfsemi sína hér á Þingeyri. Þannig að við erum bara bjartsýn,“ segir Sigríður og spyr hvort Þingeyri yrði annars sumarbústaðabyggð. Athygli vekur hátt hlutfall Íslendinga en um helmingur starfsmanna eru íslenskir. „Það stefna nú voða margir í borgina, af okkar unga fólki. En okkar sérstaða er að það eru Íslendingar ennþá á Þingeyri,“ segir Sigríður Kristín.
Tengdar fréttir Sársaukafull aðgerð en óumflýjanleg Af um 180 starfsmönnum Vísis hf., á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi eru tíu atvinnulausir eftir að starfsemin var flutt til Grindavíkur fyrir réttu ári. Pétur H. Pálsson segir að tækniþróun og ytri aðstæður hafa gert aðgerðina óumflýjanlega. 27. mars 2015 07:00 Telur Byggðastofnun geta leyst vanda Flateyrar og Þingeyrar Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir hugmyndir um að binda kvóta við einstaka sjávarbyggðir ekki nýjar að nálinni. 13. janúar 2015 19:58 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
Sársaukafull aðgerð en óumflýjanleg Af um 180 starfsmönnum Vísis hf., á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi eru tíu atvinnulausir eftir að starfsemin var flutt til Grindavíkur fyrir réttu ári. Pétur H. Pálsson segir að tækniþróun og ytri aðstæður hafa gert aðgerðina óumflýjanlega. 27. mars 2015 07:00
Telur Byggðastofnun geta leyst vanda Flateyrar og Þingeyrar Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir hugmyndir um að binda kvóta við einstaka sjávarbyggðir ekki nýjar að nálinni. 13. janúar 2015 19:58