Stærsti hrygningarstofn þorsks síðan árið 1962 Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2015 21:00 Hrygningarstofn þorsks, mikilvægasta nytjafisks þjóðarinnar, hefur ekki mælst stærri á Íslandsmiðum í 53 ár og ýsan er að rétta úr kútnum. Hafrannsóknastofnun leggur til kvótaaukningu sem gæti aukið útflutningsverðmæti um sextán milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Nú höfum við ekki lengur bara orð sjómannanna fyrir því að fiskimiðin séu full af golþorski. Línuritin sem forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, Jóhann Sigurjónsson, sýndi fréttamönnum í dag gefa sömu mynd og eru sannarlega uppörvandi. „Heilt yfir litið þá er ástand okkar mikilvægustu nytjastofna gott,“ segir Jóhann. Gleðilegustu tíðindin eru af þorskinum, verðmætasta fiskistofni Íslendinga. Línuritið, sem sjá má hér að neðan, sýnir að hrygningarstofninn hefur ekki verið stærri í hálfa öld, raunar þarf að fara aftur til ársins 1962 til að finna dæmi um svo sterkan stofn. „Það sýnir borðleggjandi hvað í raun og veru aðhaldssöm fiskveiðistefna og hófsöm, -eigum við að segja síðastliðin átta ár, - hefur gefið okkur gríðarlega markverðan árangur,“ segir forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.Ástand helstu nytjastofna er gott, að mati Hafrannsóknarstofnunar.Vísir/GVAStofnunin leggur því til að þorskkvótinn verði aukinn úr 216 þúsund tonnum upp í 239 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári eða um 23 þúsund tonn. Fara þarf aftur til ársins 1999 til að finna dæmi um svo mikinn þorskkvóta. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi áætla að þetta þýði fimmtán milljarða króna aukningu gjaldeyristekna af þorski. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra þakkar þetta ábyrgri fiskveiðistjórn. „Við erum að byggja upp stofnana, ólíkt mörgum öðrum svæðum, og þessi sjálfbærni og ábyrgð sem við sýnum við stýringu veiðanna, hún skilar sér og það er auðvitað ánægjulegt,“ segir ráðherrann. Jákvæð tíðindi berast einnig af ýsunni. Loksins kom sterkur ýsuárgangur eftir sex lélega árganga í röð. Þar er því lögð til kvótaaukning, sem gæti þýtt tólfhundruð milljóna króna verðmætaaukningu af ýsu, ofan á búbótina í þorskinum. „Þetta er í það minnsta mjög jákvæð viðbót inn í það góða hagvaxtartímabil sem við erum inni í í augnablikinu,“ segir Sigurður Ingi.Grafík/Tótla Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Hrygningarstofn þorsks, mikilvægasta nytjafisks þjóðarinnar, hefur ekki mælst stærri á Íslandsmiðum í 53 ár og ýsan er að rétta úr kútnum. Hafrannsóknastofnun leggur til kvótaaukningu sem gæti aukið útflutningsverðmæti um sextán milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Nú höfum við ekki lengur bara orð sjómannanna fyrir því að fiskimiðin séu full af golþorski. Línuritin sem forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, Jóhann Sigurjónsson, sýndi fréttamönnum í dag gefa sömu mynd og eru sannarlega uppörvandi. „Heilt yfir litið þá er ástand okkar mikilvægustu nytjastofna gott,“ segir Jóhann. Gleðilegustu tíðindin eru af þorskinum, verðmætasta fiskistofni Íslendinga. Línuritið, sem sjá má hér að neðan, sýnir að hrygningarstofninn hefur ekki verið stærri í hálfa öld, raunar þarf að fara aftur til ársins 1962 til að finna dæmi um svo sterkan stofn. „Það sýnir borðleggjandi hvað í raun og veru aðhaldssöm fiskveiðistefna og hófsöm, -eigum við að segja síðastliðin átta ár, - hefur gefið okkur gríðarlega markverðan árangur,“ segir forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.Ástand helstu nytjastofna er gott, að mati Hafrannsóknarstofnunar.Vísir/GVAStofnunin leggur því til að þorskkvótinn verði aukinn úr 216 þúsund tonnum upp í 239 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári eða um 23 þúsund tonn. Fara þarf aftur til ársins 1999 til að finna dæmi um svo mikinn þorskkvóta. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi áætla að þetta þýði fimmtán milljarða króna aukningu gjaldeyristekna af þorski. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra þakkar þetta ábyrgri fiskveiðistjórn. „Við erum að byggja upp stofnana, ólíkt mörgum öðrum svæðum, og þessi sjálfbærni og ábyrgð sem við sýnum við stýringu veiðanna, hún skilar sér og það er auðvitað ánægjulegt,“ segir ráðherrann. Jákvæð tíðindi berast einnig af ýsunni. Loksins kom sterkur ýsuárgangur eftir sex lélega árganga í röð. Þar er því lögð til kvótaaukning, sem gæti þýtt tólfhundruð milljóna króna verðmætaaukningu af ýsu, ofan á búbótina í þorskinum. „Þetta er í það minnsta mjög jákvæð viðbót inn í það góða hagvaxtartímabil sem við erum inni í í augnablikinu,“ segir Sigurður Ingi.Grafík/Tótla
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira