Viðskipti innlent

Smávægilegar breytingar hafa áhrif á upplifun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristján Geir Gunnarsson
Kristján Geir Gunnarsson
„Það krefst mikilliar vinnu að byggju upp vörumerki og halda því við. Smávægilegar breytingar geta haft áhrif á það hvernig upplifun neytandans á vörumerkinu er,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Nóa Síríus, en á fimmtudag verður hann einn fyrirlesara á Markaðsráðstefnu Ímark, sem ber yfirskriftina Skilar stefnufesta vörumerkja meiri árangri?

Kristján fer í erindi sínu yfir uppbyggingu og viðhald Síríus Konsum vörumerkisins en súkkulaði undir merkjum Konsum kom á markað fyrir 82 árum eða árið 1933. Kristján segir að engar breytingar verið gerðar á innihaldi vörunnar síðan hún kom á markað. „Eins höfum við haldið í gamlar hefðir þegar kemur að markaðssetningu hennar og virkar það mjög vel,“ segir Kristján.

Ásamt Kristjáni munu þeir Peter Scanlon yfirmaður markaðsmála hjá Firefox, Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju og Nick Gorgoliona vörumerkastjóri hjá Vodafone UK vera með erindi á ráðstefnunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×