Viðskipti innlent

Árleg heimild lífeyrissjóðana nánast fullnýtt

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út greinargerð um framgang áætlunar um losun hafta.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út greinargerð um framgang áætlunar um losun hafta. Vísir/E.ól.
Á tveimur mánuðum hefur Seðlabankinn veitt þeim lífeyrissjóðum sem sótt hafa um undanþágu til að fjárfesta erlendis heimild sem nemur tæpum 9,4 milljörðum króna, en árleg heimild nemur 10 milljörðum. Þetta kemur fram í nýrri greinargerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framgang áætlunar um losun hafta.

Þann 15. júlí tilkynnti Seðlabankinn áform bankans um að veita lífeyrissjóðum, ásamt öðrum innlendum vörsluaðilum séreignarlífeyrissparnaðar, undanþágu frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, til fjárfestinga í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri. Fyrir liggur að samanlagt mun heimild þessara aðila nema 10 milljörðum króna og hefur fjárfestingarheimildinni verið skipt á milli þeirra með þeim hætti að annars vegar hefur verið horft til stærðar sem fengið hefur 70% vægi og hins vegar til hreins innstreymis sem fengið hefur 30% vægi.

Útreikningurinn byggir á upplýsingum úr nýjustu ársreikningabók Fjármálaeftirlitsins um lífeyrissjóði, þ.e. tölum frá árinu 2013, og munu undanþágur miðast við að heimild hvers aðila gildi til loka þessa almanaksárs. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×