Vilja að Fjármálaeftirlitið kanni hvort stjórnendur banka og kortafyrirtækja séu vanhæfir Sæunn Gísladóttir skrifar 22. september 2015 14:56 Jóhannes Ingi Kolbeinsson er framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Vísir/Arnþór Birkisson Kortaþjónustan sendi í dag Fjármálaeftirlitinu erindi þar sem farið er fram á að FME kanni hæfi nafngreindra stjórnenda fjármálafyrirtækjanna Borgunar, Valitors, Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka. Telur Kortaþjónustan að stjórnendurnir uppfylli ekki hæfisskilyrði laga um fjármálafyrirtæki þar sem þeir stýrðu fyrirtækjunum þegar þar voru ástunduð samkeppnislagabrot gagnvart Kortaþjónustunni, og stýra þeim enn. Stjórnendurnir hafa viðurkennt lögbrotin, sem voru gróf, langvarandi og með því markmiði að skerða samkeppnishæfni Kortaþjónustunnar, segir í tilkynningu frá Kortaþjónustunni. Lög um fjármálafyrirtæki setja ákveðin skilyrði fyrir hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja. Umrædd samkeppnislagabrot voru mjög alvarleg, umfangsmikil og áttu sér stað yfir langt tímabil samkvæmt ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins. Kortaþjónustan telur því fullt tilefni til að Fjármálaeftirlitið kanni hvort aðkoma viðkomandi stjórnenda að brotunum geri þá óhæfa til að stýra fjármálafyrirtækjum. Í erindinu er meðal annars vakin athygli á að brotin hafi skaðað viðkomandi fjármálafyrirtæki stórkostlega þar sem samanlagðar sektargreiðslur vegna brotanna nema samtals 2.855 milljónum króna. Jafnframt er bent á að Samkeppniseftirlitið hafi gert sátt við fjármálafyrirtækin, sem stjórnendur þeirra skrifuðu upp á, þar sem þau viðurkenndu lögbrotin en um leið var samið um að Samkeppniseftirlitið myndi ekki kæra viðkomandi stjórnendur til lögreglu. Telur Kortaþjónustan að þótt stjórnendurnir hafi þannig getað samið sig frá ákæru eigi Fjármálaeftirlitið engu að síður að endurmeta hæfi þeirra og koma í veg fyrir að umrætt fólk, sem augljóslega hefði verið hægt að dæma fyrir brot á samkeppnislögum og jafnvel almennum hegningarlögum, stýri fjármálafyrirtækjum. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Kortaþjónustan sendi í dag Fjármálaeftirlitinu erindi þar sem farið er fram á að FME kanni hæfi nafngreindra stjórnenda fjármálafyrirtækjanna Borgunar, Valitors, Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka. Telur Kortaþjónustan að stjórnendurnir uppfylli ekki hæfisskilyrði laga um fjármálafyrirtæki þar sem þeir stýrðu fyrirtækjunum þegar þar voru ástunduð samkeppnislagabrot gagnvart Kortaþjónustunni, og stýra þeim enn. Stjórnendurnir hafa viðurkennt lögbrotin, sem voru gróf, langvarandi og með því markmiði að skerða samkeppnishæfni Kortaþjónustunnar, segir í tilkynningu frá Kortaþjónustunni. Lög um fjármálafyrirtæki setja ákveðin skilyrði fyrir hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja. Umrædd samkeppnislagabrot voru mjög alvarleg, umfangsmikil og áttu sér stað yfir langt tímabil samkvæmt ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins. Kortaþjónustan telur því fullt tilefni til að Fjármálaeftirlitið kanni hvort aðkoma viðkomandi stjórnenda að brotunum geri þá óhæfa til að stýra fjármálafyrirtækjum. Í erindinu er meðal annars vakin athygli á að brotin hafi skaðað viðkomandi fjármálafyrirtæki stórkostlega þar sem samanlagðar sektargreiðslur vegna brotanna nema samtals 2.855 milljónum króna. Jafnframt er bent á að Samkeppniseftirlitið hafi gert sátt við fjármálafyrirtækin, sem stjórnendur þeirra skrifuðu upp á, þar sem þau viðurkenndu lögbrotin en um leið var samið um að Samkeppniseftirlitið myndi ekki kæra viðkomandi stjórnendur til lögreglu. Telur Kortaþjónustan að þótt stjórnendurnir hafi þannig getað samið sig frá ákæru eigi Fjármálaeftirlitið engu að síður að endurmeta hæfi þeirra og koma í veg fyrir að umrætt fólk, sem augljóslega hefði verið hægt að dæma fyrir brot á samkeppnislögum og jafnvel almennum hegningarlögum, stýri fjármálafyrirtækjum.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira