Viðskipti innlent

Hæstu meðallaun landsins hjá Stálskipum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Útgerðarfyrirtæki vega hátt á lista Frjálsrar Verslunar yfir hæstu meðallaunin.
Útgerðarfyrirtæki vega hátt á lista Frjálsrar Verslunar yfir hæstu meðallaunin. Vísir/Stefán
Hæstu meðallaun landsins hjá fyrirtæki eru hjá fyrirtækinu Stálskip ehf., en þau nema 21 milljón króna á ári. Meðalstarfsmannafjöldi hjá fyrirtækinu er þrír. Þetta kemur fram í tímariti Frjálsrar Verslunar um 300 stærstu fyrirtæki landsins.

Næst á eftir fylgir fyrirtækið Brim þar sem meðallaun eru 19,3 milljónir og svo Júpiter rekstrarfélag þar sem meðallaun nema 19,2 milljónum króna.

Hér fyrir neðan má sjá topp 10 listann og meðalfjölda starfsmanna.

1. Stálskip, 21 milljón (3)

2. Brim, 19,3 milljónir (142)

3. Júpiter rekstrarfélag, 19,3 milljónir (5)

4. Stefnir, 18,9 milljónir (22)

5. Bergur-Huginn, 16,8 milljónir (31)

6. Gjögur, 16,3 milljónir (90)

7. Eskja, 15,7 milljónir (104)

8. Bjarnar, 15,6 milljónir (11)

9. Loftleiðir Icelandic, 15,5 milljónir (11)

10. Framtakssjóður Íslands, 15,5 milljónir (7)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×