365 tapaði 1,4 milljörðum á síðasta ári Sæunn Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2015 15:45 Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segir ánægjulegt að fyrsti helmingur ársins 2015 sýni góðan visnúning í rekstri. Vísir/Daníel 365 tapaði tæplega 1,4 milljörðum á síðasta ári. Tekjur voru rúmir 10 milljarðar og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði fyrir einskiptisliði nam 644 milljónum króna. Viðsnúningur varð á árinu en hagnaðar af rekstri fyrstu sex mánuði ársins 2015 nam 106 milljónum króna. Sala jókst um 24 prósent á fyrri árshelmingi 2015 og námu tekjur 5,6 milljarður króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 574 milljónum króna, samanborið við 218 milljónir króna á fyrri árshelmingi 2014. EBITDA sem hlutfall af tekjum var 10,2 prósent, samanborið við 4,8 prósent árið áður. „Það er ánægjulegt að fyrsti helmingur ársins 2015 sýni góðan viðsnúning í rekstri miðað við fyrra ár. Árið 2014 var um margt sérstakt. 365 hafði þá ný hafið starfsemi á fjarskiptamarkaði, sem hafði tímabundið í för með sér aukin kostnað fyrir félagið. Tekjuvöxtur var töluverður eða 13% í áskriftarsölu sjónvarps, auglýsingasala var undir væntingum en jókst um 3%, fjarskiptatekjur jukust umtalsvert eða um 877% milli ára í kjölfar sameiningar við Tal,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri í tilkynningu. „Mörgum mikilvægum verkefnum lauk á síðasta ári sem styrktu rekstrargrundvöll 365 til lengri tíma. Þar ber fyrst að telja sameining við Tal sem rennir enn frekari stoðum undir fjarskiptarekstur félagsins. Gengið var frá endurfjármögnun félagsins og á árinu voru sameinaðir A- og B-flokkar hlutafjár og hlutafé aukið í nýjum B-flokki hlutafjár um 445 millj.kr. Jafnframt var gripið til umfangsmikilla hagræðingaraðgerða, skorið niður í mannahaldi og yfirstjórn sem og kostnaðarlækkunum náð fram í samningum við birgja. Fleiri áfangar náðust sem stuðla að betri afkomu á þessu ári. Þar má helst nefna að Stöð 2 er nú heimili HBO sem tryggir aðgang að besta sjónvarps efni í heimi , markaðssérfræðingum og tengslaneti HBO. Maraþon var bætt við sem aukinni þjónustu við áskrifendur. Sjónvarpsfréttir, Bylgjan og visir.is hafa styrkt sig í samkeppni gagnvart helstu keppinautum.“ Þá litu breytingar á Fréttablaðinu dagsljósið í ágúst og hefur þeim verið vel tekið. Þá verður í ríkari mæli horft til vandaðra innlendrar dagskrágerðar á miðlum 365 og hefur Jón Gnarr verið ráðinn til að fylgja því eftir. Horfur í rekstri eru góðar en seinni hluti ársins er að jafnaði betri en fyrri. Félagið mun áfram kynna heimilum landsins frábær tilboð í fjarskiptum,“ segir Sævar. 365 er útgefandi Vísis. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
365 tapaði tæplega 1,4 milljörðum á síðasta ári. Tekjur voru rúmir 10 milljarðar og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði fyrir einskiptisliði nam 644 milljónum króna. Viðsnúningur varð á árinu en hagnaðar af rekstri fyrstu sex mánuði ársins 2015 nam 106 milljónum króna. Sala jókst um 24 prósent á fyrri árshelmingi 2015 og námu tekjur 5,6 milljarður króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 574 milljónum króna, samanborið við 218 milljónir króna á fyrri árshelmingi 2014. EBITDA sem hlutfall af tekjum var 10,2 prósent, samanborið við 4,8 prósent árið áður. „Það er ánægjulegt að fyrsti helmingur ársins 2015 sýni góðan viðsnúning í rekstri miðað við fyrra ár. Árið 2014 var um margt sérstakt. 365 hafði þá ný hafið starfsemi á fjarskiptamarkaði, sem hafði tímabundið í för með sér aukin kostnað fyrir félagið. Tekjuvöxtur var töluverður eða 13% í áskriftarsölu sjónvarps, auglýsingasala var undir væntingum en jókst um 3%, fjarskiptatekjur jukust umtalsvert eða um 877% milli ára í kjölfar sameiningar við Tal,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri í tilkynningu. „Mörgum mikilvægum verkefnum lauk á síðasta ári sem styrktu rekstrargrundvöll 365 til lengri tíma. Þar ber fyrst að telja sameining við Tal sem rennir enn frekari stoðum undir fjarskiptarekstur félagsins. Gengið var frá endurfjármögnun félagsins og á árinu voru sameinaðir A- og B-flokkar hlutafjár og hlutafé aukið í nýjum B-flokki hlutafjár um 445 millj.kr. Jafnframt var gripið til umfangsmikilla hagræðingaraðgerða, skorið niður í mannahaldi og yfirstjórn sem og kostnaðarlækkunum náð fram í samningum við birgja. Fleiri áfangar náðust sem stuðla að betri afkomu á þessu ári. Þar má helst nefna að Stöð 2 er nú heimili HBO sem tryggir aðgang að besta sjónvarps efni í heimi , markaðssérfræðingum og tengslaneti HBO. Maraþon var bætt við sem aukinni þjónustu við áskrifendur. Sjónvarpsfréttir, Bylgjan og visir.is hafa styrkt sig í samkeppni gagnvart helstu keppinautum.“ Þá litu breytingar á Fréttablaðinu dagsljósið í ágúst og hefur þeim verið vel tekið. Þá verður í ríkari mæli horft til vandaðra innlendrar dagskrágerðar á miðlum 365 og hefur Jón Gnarr verið ráðinn til að fylgja því eftir. Horfur í rekstri eru góðar en seinni hluti ársins er að jafnaði betri en fyrri. Félagið mun áfram kynna heimilum landsins frábær tilboð í fjarskiptum,“ segir Sævar. 365 er útgefandi Vísis.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira