Viðskipti innlent

Ný búð tekur við af 10-11 á stúdentagörðunum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá Stúdentagörðunum
Frá Stúdentagörðunum vísir/vilhelm
Stefnt er að því að ný verslun opni á Stúdentagörðum Háskóla Íslands um næstu mánaðarmót. Verslun 10-11 mun víkja og hennar stöðu mun Háskólabúðin taka.



„Þetta var eitt af kosningaloforðum Vöku að fá á garðana verslun sem myndi gera það að raunhæfum möguleika að búa þar og vera bíllaus,“ segir Aron Ólafsson formaður SHÍ. Hingað til hafa stúdentar þurft að ferðast dálítinn spotta til að komast í kjörbúð en sú sem er næst þeim er Melabúðin. Markmiðið að sögn Arons er að byggja upp nokkurskonar lítið sjálfbærnisþorp á háskólasvæðinu.

Stúdentaráðið hafði samband við rekstrarfélagið sem á og rekur 10-11 og voru þeir til í þessa breytingu. Að endingu var skrifað undir samkomulag og líkt og áður segir er stefnt að því að verslunin opni 1. september.

„Verðin í búðinni eiga að vera þannig að þú getir stundað öll þín viðskipti þarna,“ segir Aron. Ekki er enn komið í ljós hver opnunartími nýju verslunarinnar verður. „Þeir munu sjá til hvernig gengur þarna fyrstu vikurnar og kemur nánar í ljós hvernig þetta verður.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×