Finnst skemmtilegast að elda indverskan mat Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. maí 2015 12:00 Sunna segist alltaf hafa haft áhuga á vísindum og umhverfismálum. vísir/valli Sunna Valgerðardóttir, fréttamaður á RÚV, ákvað á dögunum að skipta um starfsvettvang og hefja störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur. „Ég hafði þörf fyrir að breyta til og takast á við nýjar áskoranir,“ segir hún. Sunna segist alltaf hafa verið áhugamanneskja um orkumál. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á vísindum og umhverfismálum og eftir að ég byrjaði í fréttamennsku áttaði ég mig alltaf betur og betur á mikilvægi þessa málaflokks og þeim tækifærum sem standa Íslandi til boða bæði innanlands sem utan,“ segir hún. Nýja starfið hennar Sunnu felst í samskiptum, bæði innan fyrirtækisins og utan, og samskiptum við fjölmiðla. „Ég verð talsmaður bæði Orkuveitunnar og dótturfélaga Orkuveitunnar. Svo sé ég líka um uppsetningu á grafík og hönnun og fleira,“ segir Sunna. Aðspurð segir hún að það muni örugglega koma að því að hún sakni blaðamennskunnar. „En það er gott. Það er gott að fara glöð,“ segir hún. Helstu áhugamál Sunnu eru matur, garðyrkja, ferðalög og breskir sakamálaþættir. „Mér finnst ægilega gaman að elda og líka ægilega gaman að láta elda fyrir mig,“ segir hún. Aðspurð hvort sé skemmtilegra segir hún að það sé skemmtilegra að elda sjálf og skemmtilegast að elda indverskan mat. Hún segist vera þekkt í tveimur landshlutum fyrir hæfni sína í eldamennsku á indverskum mat – Suður- og Norðurlandi. Spurð út í skemmtilegustu staði sem hún hafi ferðast til segir Sunna að það séu Síle og Fnjóskadalur, en fallegasti staðurinn sé Ásbyrgi. „Ég hef bara einu sinni farið að gráta út af fegurð náttúrunnar og það var í Ásbyrgi,“ segir Sunna. Sunna á son sem heitir Úlfur Bjarni Tulinius og saman eiga þau páfagaukinn Birgittu. Nafnið er heldur óvenjulegt fyrir þær sakir að fuglinn er karlfugl. Sambýlismaður Sunnu er Kolbeinn Óttarsson Proppé blaðamaður. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Sunna Valgerðardóttir, fréttamaður á RÚV, ákvað á dögunum að skipta um starfsvettvang og hefja störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur. „Ég hafði þörf fyrir að breyta til og takast á við nýjar áskoranir,“ segir hún. Sunna segist alltaf hafa verið áhugamanneskja um orkumál. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á vísindum og umhverfismálum og eftir að ég byrjaði í fréttamennsku áttaði ég mig alltaf betur og betur á mikilvægi þessa málaflokks og þeim tækifærum sem standa Íslandi til boða bæði innanlands sem utan,“ segir hún. Nýja starfið hennar Sunnu felst í samskiptum, bæði innan fyrirtækisins og utan, og samskiptum við fjölmiðla. „Ég verð talsmaður bæði Orkuveitunnar og dótturfélaga Orkuveitunnar. Svo sé ég líka um uppsetningu á grafík og hönnun og fleira,“ segir Sunna. Aðspurð segir hún að það muni örugglega koma að því að hún sakni blaðamennskunnar. „En það er gott. Það er gott að fara glöð,“ segir hún. Helstu áhugamál Sunnu eru matur, garðyrkja, ferðalög og breskir sakamálaþættir. „Mér finnst ægilega gaman að elda og líka ægilega gaman að láta elda fyrir mig,“ segir hún. Aðspurð hvort sé skemmtilegra segir hún að það sé skemmtilegra að elda sjálf og skemmtilegast að elda indverskan mat. Hún segist vera þekkt í tveimur landshlutum fyrir hæfni sína í eldamennsku á indverskum mat – Suður- og Norðurlandi. Spurð út í skemmtilegustu staði sem hún hafi ferðast til segir Sunna að það séu Síle og Fnjóskadalur, en fallegasti staðurinn sé Ásbyrgi. „Ég hef bara einu sinni farið að gráta út af fegurð náttúrunnar og það var í Ásbyrgi,“ segir Sunna. Sunna á son sem heitir Úlfur Bjarni Tulinius og saman eiga þau páfagaukinn Birgittu. Nafnið er heldur óvenjulegt fyrir þær sakir að fuglinn er karlfugl. Sambýlismaður Sunnu er Kolbeinn Óttarsson Proppé blaðamaður.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira