Eiginmaðurinn er myndarlegri í eldhúsinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. júlí 2015 07:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur starfað hjá Ríkissaksóknara í tvö ár. fréttablaðið/ernir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst. Hún er aðstoðarsaksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, þar sem hún hefur starfað í tvö ár. Hún vann áður sem aðstoðarmaður dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur og hefur einnig starfað við saksókn fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Þorbjörg lauk laganámi frá Háskóla Íslands og LL.M.-gráðu frá Columbia-háskóla í New York árið 2011. Þorbjörg segir að reynslan úr starfi sínu í réttarkerfinu muni nýtast í nýja starfinu. „Í málflutningi er ákveðin þungamiðja starfsins að greina kjarna máls og rökstyðja niðurstöðuna að því loknu. Góður lögfræðingur þarf að að geta fært rök fyrir máli sínu munnlega og skriflega,“ segir Þorbjörg. „Það var jafnframt dýrmæt reynsla að upplifa kennsluna í Columbia. Markmiðið var að kenna laganemum að beita þekkingu og mikil áhersla var lögð á raunhæf verkefni fremur en hefðbundna fyrirlestra. Þá var mikil áhersla lögð á samspil lögfræði við aðrar fræðigreinar.“ Starf sviðsstjóra er starf við stjórnun og stefnumótun lagadeildarinnar og yfirumsjón með námskeiðum. Þorbjörg segir að námið í lagadeildinni á Bifröst sé mjög spennandi og að til standi að halda uppbyggingunni áfram. Deildin hafi undanfarið markað sér sérstöðu með nútímalegum kennsluháttum og sterkum alþjóðlegum tengslum og nú með því að boðið verður upp á laganám samhliða vinnu og laganám í fjarkennslu. Nemendum sé að fjölga mikið. Þorbjörg segir að fyrir sér sé lögfræði ekki einungis atvinna heldur líka mikið áhugamál. „Lögfræðin hefur opnað á skemmtileg störf og tengist öllum hliðum samfélagsins og fléttast inn í allt daglegt líf,“ segir hún. Utan vinnu finnst Þorbjörgu skemmtilegt að bjóða fólki heim í mat. Þorbjörg er gift Ágústi Ólafi Ágústssyni, lögfræðingi og hagfræðingi. „Undanfarið hefur hann verið myndarlegri en ég í eldhúsinu en ég hef verið hjálparhella og er dugleg að klára matinn minn,“ segir Þorbjörg. „Við höfum mjög gaman af því að fá vini heim í mat.“ Þorbjörg byrjar í nýja starfinu þann 1. ágúst. Næstu dagana verða Þorbjörg og fjölskylda hennar aftur á móti í sumarleyfi í París. Fjölskyldan skipti á húsum við franska fjölskyldu. „Við hlökkum til að endurnýja kynnin við sólina,“ segir Þorbjörg. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst. Hún er aðstoðarsaksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, þar sem hún hefur starfað í tvö ár. Hún vann áður sem aðstoðarmaður dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur og hefur einnig starfað við saksókn fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Þorbjörg lauk laganámi frá Háskóla Íslands og LL.M.-gráðu frá Columbia-háskóla í New York árið 2011. Þorbjörg segir að reynslan úr starfi sínu í réttarkerfinu muni nýtast í nýja starfinu. „Í málflutningi er ákveðin þungamiðja starfsins að greina kjarna máls og rökstyðja niðurstöðuna að því loknu. Góður lögfræðingur þarf að að geta fært rök fyrir máli sínu munnlega og skriflega,“ segir Þorbjörg. „Það var jafnframt dýrmæt reynsla að upplifa kennsluna í Columbia. Markmiðið var að kenna laganemum að beita þekkingu og mikil áhersla var lögð á raunhæf verkefni fremur en hefðbundna fyrirlestra. Þá var mikil áhersla lögð á samspil lögfræði við aðrar fræðigreinar.“ Starf sviðsstjóra er starf við stjórnun og stefnumótun lagadeildarinnar og yfirumsjón með námskeiðum. Þorbjörg segir að námið í lagadeildinni á Bifröst sé mjög spennandi og að til standi að halda uppbyggingunni áfram. Deildin hafi undanfarið markað sér sérstöðu með nútímalegum kennsluháttum og sterkum alþjóðlegum tengslum og nú með því að boðið verður upp á laganám samhliða vinnu og laganám í fjarkennslu. Nemendum sé að fjölga mikið. Þorbjörg segir að fyrir sér sé lögfræði ekki einungis atvinna heldur líka mikið áhugamál. „Lögfræðin hefur opnað á skemmtileg störf og tengist öllum hliðum samfélagsins og fléttast inn í allt daglegt líf,“ segir hún. Utan vinnu finnst Þorbjörgu skemmtilegt að bjóða fólki heim í mat. Þorbjörg er gift Ágústi Ólafi Ágústssyni, lögfræðingi og hagfræðingi. „Undanfarið hefur hann verið myndarlegri en ég í eldhúsinu en ég hef verið hjálparhella og er dugleg að klára matinn minn,“ segir Þorbjörg. „Við höfum mjög gaman af því að fá vini heim í mat.“ Þorbjörg byrjar í nýja starfinu þann 1. ágúst. Næstu dagana verða Þorbjörg og fjölskylda hennar aftur á móti í sumarleyfi í París. Fjölskyldan skipti á húsum við franska fjölskyldu. „Við hlökkum til að endurnýja kynnin við sólina,“ segir Þorbjörg.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira