Viðskipti innlent

Eigendur Lebowski bar vilja opna fyrsta gin og tónik bar landsins

Bjarki Ármannsson skrifar
Óli Már Ólason og Arnar Þór Gíslason, eigendur Lebowski bar.
Óli Már Ólason og Arnar Þór Gíslason, eigendur Lebowski bar. Vísir/Pjetur
Áform eru uppi um að opna fyrsta sérhæfða gin og tónik bar landsins. Sjálfsagt munu margir vínáhugamenn taka hugmyndinni fagnandi en drykkurinn er einn sá vinsælasti á skemmtistöðum landsins.

Að því er Viðskiptablaðið greinir frá er verkefnið enn á hugmyndastigi, en félagið Blautur ehf. hefur skráð ginandtonicbar.is sem vörumerki hjá Einkaleyfastofu. Félagið á og rekur skemmtistaðinn Lebowski bar á Laugavegi.

„Ég held að það sé alltaf markaður fyrir góða bari, sérstaklega þá sem hafa algjöra sérstöðu og reyna að gera út á að skapa eitthvað nýtt,“ segir Arnar Þór Gíslason, forsvarsmaður félagsins, í samtali við Viðskiptablaðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×