Stofnandi Þríhnúka kaupir Arion banka út Ingvar Haraldsson skrifar 12. október 2015 07:00 Þríhnúkagígur hefur verið eftirsóttur ferðamannastaður síðustu ár. fréttablaðið/vilhelm Björn Ólafsson, einn stofnenda ferðaþjónustunnar við Þríhnúkagíg, hefur fengið samþykkt kauptilboð á 18,6 prósenta hlut Stefnis, dótturfélags Arion banka, í Þríhnúkum ehf. Björn á fyrir 10,5 prósenta hlut í félaginu sem staðið hefur að undirbúningi fyrir hellaferðir í Þríhnúkagíg. Í samþykktum Þríhnúka eru ákvæði um að félagið sjálft og hluthafar þessi fái forkaupsrétt að öllum hlutabréfum í félaginu áður en þau eru seld. Reykjavíkurborg og Kópavogsbær sem bæði eiga 13,9 prósenta hlut í félaginu hyggjast ekki nýta sér forkaupsrétt sinn. Bæjarlögmaður Kópavogs segir í umsögn sinni til bæjarráðs Kópavogs að vandséð sé að kaup á frekari eignarhlut í Þríhnúkum stæðust sveitarstjórnarlög þar sem fjárfesting hefði ekki sama samfélagslega gildi og hún hefði haft þegar bærinn keypti hlut í félaginu árið 2012. Félagið standi nú tryggari fótum en þegar upprunalegu kaupin áttu sér stað. Vika er þar til að forkaupsréttur hluthafa rennur út, að sögn Björns.Björn ÓlafssonAnnað félag, 3H Travel ehf. í eigu Björns og annarra stofnaðila Þríhnúka hefur séð um hellaferðir í Þríhnúkagíg þar sem hluthafar Þríhnúka vildu ekki taka þá fjárhagslegu áhættu sem fylgdi slíkri ferðaþjónustu. Hins vegar sé markmiðið að Þríhnúkar fái varanlegt rekstrarleyfi fyrir hellaferðum og taki við rekstrinum. Þá verði farið í myndarlega uppbyggingu á svæðinu, að sögn Björns. Síðustu áætlanir um uppbyggingu við Þríhnúkagíg hljóðuðu upp á fjárfestingu upp á um tvo milljarða króna. Hins vegar hafi það tafist þar sem svæðið sé á forræði margra aðila, að sögn Björns. Hann segir svæðið heyra undir forsætisráðuneytið, Kópavogsbæ, Heilbrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar auk Umhverfisstofnunar. Fyrst þurfi deiluskipulagslýsingu fyrir svæðið og í kjölfarið að auglýsa það til nýtingar. Björn segir uppbygginguna hafa tekið mun lengri tíma en hann hafi haldið í upphafi. „Þegar við stofnuðum þetta 2004 hélt ég kannski að það yrðu fimm ár, en nú eru að verða komin tólf ár,“ segir hann. 3H Travel bauð upp á hellaferðir í fjórða sinn í sumar en Björn segir reksturinn hafa verið viðunandi. Félagið hagnaðist um 8,3 milljónir króna bæði árin 2013 og 2014 samkvæmt ársreikningum þess. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Björn Ólafsson, einn stofnenda ferðaþjónustunnar við Þríhnúkagíg, hefur fengið samþykkt kauptilboð á 18,6 prósenta hlut Stefnis, dótturfélags Arion banka, í Þríhnúkum ehf. Björn á fyrir 10,5 prósenta hlut í félaginu sem staðið hefur að undirbúningi fyrir hellaferðir í Þríhnúkagíg. Í samþykktum Þríhnúka eru ákvæði um að félagið sjálft og hluthafar þessi fái forkaupsrétt að öllum hlutabréfum í félaginu áður en þau eru seld. Reykjavíkurborg og Kópavogsbær sem bæði eiga 13,9 prósenta hlut í félaginu hyggjast ekki nýta sér forkaupsrétt sinn. Bæjarlögmaður Kópavogs segir í umsögn sinni til bæjarráðs Kópavogs að vandséð sé að kaup á frekari eignarhlut í Þríhnúkum stæðust sveitarstjórnarlög þar sem fjárfesting hefði ekki sama samfélagslega gildi og hún hefði haft þegar bærinn keypti hlut í félaginu árið 2012. Félagið standi nú tryggari fótum en þegar upprunalegu kaupin áttu sér stað. Vika er þar til að forkaupsréttur hluthafa rennur út, að sögn Björns.Björn ÓlafssonAnnað félag, 3H Travel ehf. í eigu Björns og annarra stofnaðila Þríhnúka hefur séð um hellaferðir í Þríhnúkagíg þar sem hluthafar Þríhnúka vildu ekki taka þá fjárhagslegu áhættu sem fylgdi slíkri ferðaþjónustu. Hins vegar sé markmiðið að Þríhnúkar fái varanlegt rekstrarleyfi fyrir hellaferðum og taki við rekstrinum. Þá verði farið í myndarlega uppbyggingu á svæðinu, að sögn Björns. Síðustu áætlanir um uppbyggingu við Þríhnúkagíg hljóðuðu upp á fjárfestingu upp á um tvo milljarða króna. Hins vegar hafi það tafist þar sem svæðið sé á forræði margra aðila, að sögn Björns. Hann segir svæðið heyra undir forsætisráðuneytið, Kópavogsbæ, Heilbrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar auk Umhverfisstofnunar. Fyrst þurfi deiluskipulagslýsingu fyrir svæðið og í kjölfarið að auglýsa það til nýtingar. Björn segir uppbygginguna hafa tekið mun lengri tíma en hann hafi haldið í upphafi. „Þegar við stofnuðum þetta 2004 hélt ég kannski að það yrðu fimm ár, en nú eru að verða komin tólf ár,“ segir hann. 3H Travel bauð upp á hellaferðir í fjórða sinn í sumar en Björn segir reksturinn hafa verið viðunandi. Félagið hagnaðist um 8,3 milljónir króna bæði árin 2013 og 2014 samkvæmt ársreikningum þess.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira