Viðskipti innlent

Landsvirkjun neitar að gefa upp kostnað við sæstreng

ingvar haraldsson skrifar
vísir/vilhelm
Landsvirkjun vill ekki gefa upp hver kostnaður fyrirtækisins hefur verið við könnun á lagningu hagkvæmi sæstrengs til Bretlands. Þetta kemur fram í svari Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðarráðherra við fyrirspurn Ásmundar Friðrikssonar á Alþingi.

Ásmundur vildi fá að vita sundurliðaðan kostnað við verkefnið frá 2009 sundurliðað eftir kostnaði innan Landsvirkjunar og utanaðkomandi ráðgjafar. Þá vildi Ásmundur fá að vita hve marga fundi Landsvirkjun hafi átt með breskum fyrirtækjum og stjórnvöldum og við hverja hefði verið rætt við. Auk þess vildi Ásmundur fá að vita feðrakostnað við fundina og hve margir ynnu beint við skoðun á hagkvæmi lagningu sæstrengs hjá Landsvirkjun.

Landsvirkjun gaf ráðherra upp þær skýringar að upplýsingar um markaðssetningu fyrirtækisins til einstakra fyrirtækja, iðngreina eða markaðssvæða og fundi því tengdu væru að jafnaði of viðkvæmar til þess að gera þær opinberar. Því hyggðist Landsvirkjun ekki veita umbeðnar upplýsingar.

Þá sagði Landsvirkjun að þar sem ýmis vinna við hagkvæmni lagningar sæstrengs myndi nýtast fyrirtækinu fyrirtækinu í framtíðinni væri ekki rétt að einangraðan kostnað við verkefnið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×