Viðskipti innlent

Gildi keypti bréf í Marel fyrir 1,5 milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Viðbrögð við uppgjöri Marel hafa verið góð.
Viðbrögð við uppgjöri Marel hafa verið góð. vísir/óli kristján
Gildi lífeyrissjóður keypti tíu milljónir hluta í Marel í dag. Miðað við gengi hluta í Marel við lokun markaða, sem var 145 krónur á hlut, er heildarverðmæti viðskiptanna 1,45 milljarðar hluta. Viðskipti með bréf í Marel í Kauphöll Íslands námu í heild 3,7 milljörðum króna og hækkaði gengi bréfa um 0,69 prósent.

Marel birti ársreikning í gær. Þar kemur fram að tekjur ársins 2014 námu 712,6 milljónum evra, um 107 milljörðum króna, og hækkuðu um 7,7% frá fyrra ári, þegar þær voru 661,5 milljón evra. Hagnaður á árinu 2014 nam 11,7, milljónum evra, eða 1755 milljónum króna. Hann var 20,6 milljónir árið á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×