Sitt hvað er orð og gjörðir Skjóðan skrifar 2. september 2015 09:00 Seðlabankinn hækkar vexti að sögn til að stemma stigu við vaxandi verðbólgu í kjölfar kjarasamninga. Þó er verðbólga lág og fyrirtækin í landinu hafa sum hver lækkað verð vegna þess að kjarasamningarnir eru þeim léttbærari en búist hafði verið við. Erlendis hafa hrávörur lækkað og með styrkingu krónunnar lækka innfluttar vörur. Sé verðbólguógnin raunveruleg stafar hún aðallega af hækkandi fasteignaverði. Þá ber svo við að Seðlabankinn auglýsir Hildu, dótturfélag Eignarhaldsfélags Seðlabankans, til sölu. Inni í Hildu eru 364 fasteignir, sem metnar eru á 6,6 milljarða. Með því að gefa almenningi í landinu kost á að kaupa þessar fasteignir, sem að drjúgum hluta eru íbúðir, getur Seðlabankinn dregið úr þenslu á fasteignamarkaði og hamlað gegn verðbólgu án þess að nota vaxtatækið. En Seðlabankinn gefur íslenskum almenningi ekki kost á að kaupa þessar íbúðir. Félagið skal selt í heilu lagi og þeir einir fá að bjóða í það sem geta sýnt fram á að þeir eigi 750 milljónir til að fjárfesta fyrir. Það verða því eingöngu fjárfestingafélög, lífeyrissjóðir og auðkýfingar sem verða boðnir að borðinu. Þessir aðilar hagnast ekki mest á að selja litlar íbúðir til ungra Íslendinga, eins og mest er þörf fyrir, heldur með því að útbúa gistirými fyrir erlenda ferðamenn og lúxusíbúðir fyrir hina efnameiri. Þessi söluaðferð Seðlabankans kann að hámarka söluverð eignasafnsins til bankans en gengur beint gegn því markmiði bankans að halda verðbólgu í skefjum. Hlutverk Seðlabankans er alls ekki að hagnast sem mest á eignasölu heldur er hans fyrsta og mikilvægasta verkefni að halda verðbólgu lágri. Fjármálaráðherra hlýtur að kalla eftir skýringum seðlabankastjóra á því hvers vegna bankinn vinnur beint gegn lögbundnu verðbólgumarkmiði með eignasölu á sama tíma og vextir á Íslandi eru margfaldir á við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík segist vilja auka framboð á litlum, ódýrum íbúðum til að létta húsnæðisvanda ungs fólks. Samt rekur meirihlutinn grimma tekjuöflunarstefnu við sölu á íbúðalóðum, stefnu sem gengur þvert gegn því markmiði að auka framboð á ódýrum, litlum íbúðum. Borgarstjórinn gengur svo langt að ætla að brúa mikinn hallarekstur borgarinnar á fyrri hluta ársins með tekjum af lóðasölu. Tekjur af lóðasölu eru eins skiptis tekjur, sem ekki er hægt að nota til niðurgreiðslu á viðvarandi taprekstri, auk þess sem slík tekjuöflun gengur þvert gegn yfirlýstum markmiðum meirihlutans um aukið framboð á litlum og ódýrari íbúðum fyrir ungt fólk í borginni. Það er greinilega sitt hvað orð og gjörðir hinna háu herra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Sjá meira
Seðlabankinn hækkar vexti að sögn til að stemma stigu við vaxandi verðbólgu í kjölfar kjarasamninga. Þó er verðbólga lág og fyrirtækin í landinu hafa sum hver lækkað verð vegna þess að kjarasamningarnir eru þeim léttbærari en búist hafði verið við. Erlendis hafa hrávörur lækkað og með styrkingu krónunnar lækka innfluttar vörur. Sé verðbólguógnin raunveruleg stafar hún aðallega af hækkandi fasteignaverði. Þá ber svo við að Seðlabankinn auglýsir Hildu, dótturfélag Eignarhaldsfélags Seðlabankans, til sölu. Inni í Hildu eru 364 fasteignir, sem metnar eru á 6,6 milljarða. Með því að gefa almenningi í landinu kost á að kaupa þessar fasteignir, sem að drjúgum hluta eru íbúðir, getur Seðlabankinn dregið úr þenslu á fasteignamarkaði og hamlað gegn verðbólgu án þess að nota vaxtatækið. En Seðlabankinn gefur íslenskum almenningi ekki kost á að kaupa þessar íbúðir. Félagið skal selt í heilu lagi og þeir einir fá að bjóða í það sem geta sýnt fram á að þeir eigi 750 milljónir til að fjárfesta fyrir. Það verða því eingöngu fjárfestingafélög, lífeyrissjóðir og auðkýfingar sem verða boðnir að borðinu. Þessir aðilar hagnast ekki mest á að selja litlar íbúðir til ungra Íslendinga, eins og mest er þörf fyrir, heldur með því að útbúa gistirými fyrir erlenda ferðamenn og lúxusíbúðir fyrir hina efnameiri. Þessi söluaðferð Seðlabankans kann að hámarka söluverð eignasafnsins til bankans en gengur beint gegn því markmiði bankans að halda verðbólgu í skefjum. Hlutverk Seðlabankans er alls ekki að hagnast sem mest á eignasölu heldur er hans fyrsta og mikilvægasta verkefni að halda verðbólgu lágri. Fjármálaráðherra hlýtur að kalla eftir skýringum seðlabankastjóra á því hvers vegna bankinn vinnur beint gegn lögbundnu verðbólgumarkmiði með eignasölu á sama tíma og vextir á Íslandi eru margfaldir á við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík segist vilja auka framboð á litlum, ódýrum íbúðum til að létta húsnæðisvanda ungs fólks. Samt rekur meirihlutinn grimma tekjuöflunarstefnu við sölu á íbúðalóðum, stefnu sem gengur þvert gegn því markmiði að auka framboð á ódýrum, litlum íbúðum. Borgarstjórinn gengur svo langt að ætla að brúa mikinn hallarekstur borgarinnar á fyrri hluta ársins með tekjum af lóðasölu. Tekjur af lóðasölu eru eins skiptis tekjur, sem ekki er hægt að nota til niðurgreiðslu á viðvarandi taprekstri, auk þess sem slík tekjuöflun gengur þvert gegn yfirlýstum markmiðum meirihlutans um aukið framboð á litlum og ódýrari íbúðum fyrir ungt fólk í borginni. Það er greinilega sitt hvað orð og gjörðir hinna háu herra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Sjá meira