Olíuverð rýkur upp: Búist við frekari hækkunum Sæunn Gísladóttir skrifar 2. september 2015 09:00 Almennt kostar sú vinnsla sem nauðsynleg er til að uppfylla olíuþörf heimsins 50-70 dali á hverja tunnu. Vísir/NordicPhotos/getty Frá fimmtudeginum í síðustu viku hefur olíuverð að jafnaði hækkað um 25%. Í gær var Nymex October West Texas Intermediate vísitalan, sem mælir olíuverð í Bandaríkjunum, 48,9 Bandaríkjadalir þegar hún náði hæstu hæðum. Á mánudaginn hafði hún hins vegar hækkað um 8,8% upp í 49,2 dali. ICE October Brent, alþjóðleg vísitala olíuverðs sem skráð er í London, mældist hæst 53,5 dalir í gær en lokaði í 50,3 dölum. Hún hafði hækkað um 8,2% upp í 54,2 dali á mánudaginn. Reuters greindi frá því að hækkunin síðastliðna daga væri sú mesta sem hefði orðið á þremur dögum í einu í 25 ár. Fyrir viku náði olíuverð hins vegar lægstu lægðum í sex og hálft ár. Brent October, sem selst hafði á 115 dali í júní 2014, var komið niður í 46,41 dali. Enn er óljóst hvað hefur valdið hækkuninni. Forsvarsmenn Organization of the Petroleum Exporting Countries (OPEC), sem framleiðir 40% af olíu heimsins, segjast nú tilbúnir til að ræða við aðra hráolíuframleiðendur um að ná „sanngjörnu“ olíuverði og telja sérfræðingar að það gæti hafa haft áhrif á hækkun verðlagsins. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og orkubloggari, segir erfitt að benda á nákvæma ástæðu sveiflunnar, margt komi þar til. „Það er svo sem ekki hægt að fullyrða um það, en sveiflurnar undanfarið hafa kannski ráðist dálítið af því hversu trúaðir menn eru á að olíuframboð frá Íran muni aukast hratt. Þeir sem trúa á að framboð af olíu frá Íran muni aukast hratt vegna kjarnorkusamningsins milli Bandaríkjanna og Írans veðja á lágt olíuverð, þeir sem telja að þetta muni gerast hægar trúa því að olíuverð sé búið að ná ákveðnu lágmarki og hækki. Svo blandast inn í þetta líka efnahagsþróunin í Kína, hvort hún sé að fara að hægja aðeins meira á sér eða hvort hún sé búin að ná ákveðnum lágpunkti,“ segir Ketill. Hann bendir einnig á að hversu mikið olíuframboð verði í Bandaríkjunum á næstu mánuðum spili einnig inn í. „Þar hefur olíuvinnsla aukist mjög mikið á síðustu árum, en svo þegar olíuverð lækkaði þá hægði mjög mikið á þeirri aukningu, það fór að hætta að borga sig að bora nýja brunna. Þegar olíuverð hækkar svona er ein ástæða þess að eftirspurn í Bandaríkjunum eftir innflutningi kunni að aukast,“ segir Ketill. Aðspurður segist Ketill ekki geta spáð um hvernig olíuverð muni þróast á næstunni. „Það að ætla að spá um olíuverð er eins og að spá um hvaða númer komi upp á rúllettu í Las Vegas. Sveiflurnar til skemmri tíma eru alltaf svo miklar,“ segir Ketill. Hann bendir þó á að menn ákveði ekki að sækja olíu í jörðu nema þeir trúi að þeir muni fá það verð sem nauðsynlegt er til að fjármagna þá vinnslu. Hins vegar er mismunandi hvað það verð er, það getur til að mynda verið mjög lágt í Sádi-Arabíu. „En ef þarf að sækja nýja olíu, þá kemur að því að olíuverð fari að hækka því almennt séð kostar sú vinnsla sem nauðsynleg er til að uppfylla olíuþörf heimsins að minnsta kosti 50-70 dali á hverja tunnu. Það er algjört lágmark, svo eru mörg verkefni sem geta verið mun dýrari. Á endanum fer olíuverðið upp í 70-80 dali, það er alveg öruggt, við bara vitum ekki hvort það gerist eftir nokkra mánuði eða dregst í nokkur ár,“ segir Ketill. Hann telur þó að það geti verið langt í að við sjáum 100 dala olíu því að þegar olíuverð byrjar að hækka verður aukið framboð sem getur mögulega haldið aftur af frekari hækkun. „En þetta er allt mjög óvíst. Næstu árin verður olíuverð kannski lágt en ómögulegt er að segja hversu lágt það verður,“ segir Ketill að lokum. Tengdar fréttir Olíverð hefur hækkað um 25% Olíverð hefur hækkað töluvert á undanförnum dögum eftir að hafa náð lægðum í síðustu viku. 1. september 2015 11:42 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Frá fimmtudeginum í síðustu viku hefur olíuverð að jafnaði hækkað um 25%. Í gær var Nymex October West Texas Intermediate vísitalan, sem mælir olíuverð í Bandaríkjunum, 48,9 Bandaríkjadalir þegar hún náði hæstu hæðum. Á mánudaginn hafði hún hins vegar hækkað um 8,8% upp í 49,2 dali. ICE October Brent, alþjóðleg vísitala olíuverðs sem skráð er í London, mældist hæst 53,5 dalir í gær en lokaði í 50,3 dölum. Hún hafði hækkað um 8,2% upp í 54,2 dali á mánudaginn. Reuters greindi frá því að hækkunin síðastliðna daga væri sú mesta sem hefði orðið á þremur dögum í einu í 25 ár. Fyrir viku náði olíuverð hins vegar lægstu lægðum í sex og hálft ár. Brent October, sem selst hafði á 115 dali í júní 2014, var komið niður í 46,41 dali. Enn er óljóst hvað hefur valdið hækkuninni. Forsvarsmenn Organization of the Petroleum Exporting Countries (OPEC), sem framleiðir 40% af olíu heimsins, segjast nú tilbúnir til að ræða við aðra hráolíuframleiðendur um að ná „sanngjörnu“ olíuverði og telja sérfræðingar að það gæti hafa haft áhrif á hækkun verðlagsins. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og orkubloggari, segir erfitt að benda á nákvæma ástæðu sveiflunnar, margt komi þar til. „Það er svo sem ekki hægt að fullyrða um það, en sveiflurnar undanfarið hafa kannski ráðist dálítið af því hversu trúaðir menn eru á að olíuframboð frá Íran muni aukast hratt. Þeir sem trúa á að framboð af olíu frá Íran muni aukast hratt vegna kjarnorkusamningsins milli Bandaríkjanna og Írans veðja á lágt olíuverð, þeir sem telja að þetta muni gerast hægar trúa því að olíuverð sé búið að ná ákveðnu lágmarki og hækki. Svo blandast inn í þetta líka efnahagsþróunin í Kína, hvort hún sé að fara að hægja aðeins meira á sér eða hvort hún sé búin að ná ákveðnum lágpunkti,“ segir Ketill. Hann bendir einnig á að hversu mikið olíuframboð verði í Bandaríkjunum á næstu mánuðum spili einnig inn í. „Þar hefur olíuvinnsla aukist mjög mikið á síðustu árum, en svo þegar olíuverð lækkaði þá hægði mjög mikið á þeirri aukningu, það fór að hætta að borga sig að bora nýja brunna. Þegar olíuverð hækkar svona er ein ástæða þess að eftirspurn í Bandaríkjunum eftir innflutningi kunni að aukast,“ segir Ketill. Aðspurður segist Ketill ekki geta spáð um hvernig olíuverð muni þróast á næstunni. „Það að ætla að spá um olíuverð er eins og að spá um hvaða númer komi upp á rúllettu í Las Vegas. Sveiflurnar til skemmri tíma eru alltaf svo miklar,“ segir Ketill. Hann bendir þó á að menn ákveði ekki að sækja olíu í jörðu nema þeir trúi að þeir muni fá það verð sem nauðsynlegt er til að fjármagna þá vinnslu. Hins vegar er mismunandi hvað það verð er, það getur til að mynda verið mjög lágt í Sádi-Arabíu. „En ef þarf að sækja nýja olíu, þá kemur að því að olíuverð fari að hækka því almennt séð kostar sú vinnsla sem nauðsynleg er til að uppfylla olíuþörf heimsins að minnsta kosti 50-70 dali á hverja tunnu. Það er algjört lágmark, svo eru mörg verkefni sem geta verið mun dýrari. Á endanum fer olíuverðið upp í 70-80 dali, það er alveg öruggt, við bara vitum ekki hvort það gerist eftir nokkra mánuði eða dregst í nokkur ár,“ segir Ketill. Hann telur þó að það geti verið langt í að við sjáum 100 dala olíu því að þegar olíuverð byrjar að hækka verður aukið framboð sem getur mögulega haldið aftur af frekari hækkun. „En þetta er allt mjög óvíst. Næstu árin verður olíuverð kannski lágt en ómögulegt er að segja hversu lágt það verður,“ segir Ketill að lokum.
Tengdar fréttir Olíverð hefur hækkað um 25% Olíverð hefur hækkað töluvert á undanförnum dögum eftir að hafa náð lægðum í síðustu viku. 1. september 2015 11:42 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Olíverð hefur hækkað um 25% Olíverð hefur hækkað töluvert á undanförnum dögum eftir að hafa náð lægðum í síðustu viku. 1. september 2015 11:42