Viðskipti innlent

Lögmaður Björgólfs vill ekki taka við stefnunni

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Reimar Pétursson
Reimar Pétursson
„[R]eynt hefur verið án árangurs síðastliðnar tvær vikur að birta stefnu í hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor fyrir Björgólfi hér á landi,“ segir í bréfi sem stjórn málsóknarfélagsins gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni sendi á félagsmenn í gær.

Félagar saka Björgólf um að hafa með komið í veg fyrir að hluthafar fengju upplýsingar um lánveitingar tengdar honum og að hafa brotið gegn reglum um yfirtökuskyldu.



Björgólfur Thor Björgólfsson
Fréttastofa DV greindi frá málinu á fimmtudag og staðfestir stjórn félagsins þá frétt í bréfinu. Þá segir einnig í bréfinu að reynt hafi verið að fá lögmann Björgólfs, Reimar Pétursson, til að árita stefnuna. „Reimar hafnaði því sem verður að teljast mjög óvanalegt,“ segir í bréfinu.

„Ég tjái mig ekki um mál sem ég er að reka,“ segir Reimar í samtali við Fréttablaðið. Hann segist hafa verið úti á landi og hafa því ekki heyrt fréttir af málinu.

Ef ekki tekst að birta Björgólfi stefnuna verður hún birt í Lögbirtingablaðinu í haust og málið svo þingfest í lok október fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

„Vissulega yrði það til hægðarauka ef Björgólfur Thor gæfi sig fram eða ef lögmaður hans samþykkti að árita stefnuna en að öðrum kosti verður stefnan birt fyrir Björgólfi í Bretlandi eða í Lögbirtingablaðinu.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×