Kínverjar kaupa þriðjungshlut í CRI Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. júlí 2015 07:00 Verðmæti hlutar Geely Group í CRI er yfir sex milljarðar króna. Kínverska félagið hyggst nýta tækni CRI til bílaframleiðslu sinnar, bæði í Kína og víðar um hei,. vísir/gva Kínverska fjárfestingarfélagið Geely Group hefur keypt hlut í fyrirtækinu Carbon Recycling Intarnational (CRI). Kaupverðið er 45,5 milljónir dollara, eða rúmlega sex milljarðar íslenskra króna. Ekki hefur verið gefið upp hve stóran hlut kínverska félagið eignast, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hann um þriðjungur. CRI verður enn í meirihlutaeigu Íslendinga. Tilkynnt var um kaupin á blaðamannafundi í Hörpu í gær. Fjárfestingin felst bæði í beinu kaupframlagi og einnig frekari kaupum á hlutabréfum yfir þriggja ára tímabil. „Geely hefur skuldbundið sig til að ná markmiðum til lengri tíma um að draga alveg úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda með fjölbreyttum tækninýjungum, til dæmis endurnýjanlegu metanóli sem orkugjafa á bifreiðar,“ segir Li Shufu, stjórnarformaður Geely Group. „Þessi fjárfesting mun byggja á þeirri metanóltækni sem við búum yfir í dag sem gerir okkur auðveldara að taka upp nýja tækni til að efla þessa starfsemi í Kína.“ Li Shufu segir að þessi fjárfesting geri félaginu kleift að koma upp hágæða metanóltækni í Evrópu. CRI hafi getið sér gott orð þegar kemur að endurnýjanlegu metanóli. „Ég er mjög spenntur yfir að vinna með þeim. Þetta er mikilvægt tákn um alþjóðlega skuldbindingu Geely Group þegar kemur að sjálfbærni.“ KC Tran, stjórnarformaður CRI, var ekki síður ánægður með kaupin. „Það er sönn ánægja að fá Geely Group um borð sem hluthafa og í stjórn. Geely Group hefur, samhliða vaxandi hefðbundinni bílaframleiðslu, verið í fararbroddi í nýrri tækni varðandi orkumál og eru einn af lykilaðlum sem munu móta framtíð bílageirans.“ Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Kínverska fjárfestingarfélagið Geely Group hefur keypt hlut í fyrirtækinu Carbon Recycling Intarnational (CRI). Kaupverðið er 45,5 milljónir dollara, eða rúmlega sex milljarðar íslenskra króna. Ekki hefur verið gefið upp hve stóran hlut kínverska félagið eignast, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hann um þriðjungur. CRI verður enn í meirihlutaeigu Íslendinga. Tilkynnt var um kaupin á blaðamannafundi í Hörpu í gær. Fjárfestingin felst bæði í beinu kaupframlagi og einnig frekari kaupum á hlutabréfum yfir þriggja ára tímabil. „Geely hefur skuldbundið sig til að ná markmiðum til lengri tíma um að draga alveg úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda með fjölbreyttum tækninýjungum, til dæmis endurnýjanlegu metanóli sem orkugjafa á bifreiðar,“ segir Li Shufu, stjórnarformaður Geely Group. „Þessi fjárfesting mun byggja á þeirri metanóltækni sem við búum yfir í dag sem gerir okkur auðveldara að taka upp nýja tækni til að efla þessa starfsemi í Kína.“ Li Shufu segir að þessi fjárfesting geri félaginu kleift að koma upp hágæða metanóltækni í Evrópu. CRI hafi getið sér gott orð þegar kemur að endurnýjanlegu metanóli. „Ég er mjög spenntur yfir að vinna með þeim. Þetta er mikilvægt tákn um alþjóðlega skuldbindingu Geely Group þegar kemur að sjálfbærni.“ KC Tran, stjórnarformaður CRI, var ekki síður ánægður með kaupin. „Það er sönn ánægja að fá Geely Group um borð sem hluthafa og í stjórn. Geely Group hefur, samhliða vaxandi hefðbundinni bílaframleiðslu, verið í fararbroddi í nýrri tækni varðandi orkumál og eru einn af lykilaðlum sem munu móta framtíð bílageirans.“
Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira