Viðskipti innlent

Íslandsbanki úthlutar styrkjum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Íslandsbanki styrkir frumkvöðla á sviði orku og sjávarútvegs ár hvert.
Íslandsbanki styrkir frumkvöðla á sviði orku og sjávarútvegs ár hvert. mynd/íslandsbanki
Sjö fyrirtæki fengu á þriðjudag styrk úr frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Heildarupphæð styrkja nam tíu milljónum króna.

Alls bárust þrjátíu umsóknir um styrk.

Sex fyrirtæki fengu styrk. Þau heita Opitog, XRG Power, Loki Geothermal, Laki, Orkey og Breki.

Auk þeirra fékk verkefnið Aðkoma kvenna í sjávarútvegi styrk.

Sjóðurinn er fjármagnaður með því að leggja til 0,1 prósent af Vaxtasprota, sem er einn af sparnaðarreikningum bankans. Sjóðurinn styrkir verkefni í orku og sjávarútvegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×