Fjárfestar kaupa í Alvogen Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. júní 2015 10:30 Róbert Wessman sem verður áfram forstjóri fyrirtækisins segir það mikla viðurkenningu að fá jafn öfluga fjárfestingasjóði til liðs við Alvogen. Vísir/Vilhelm Hluthafahópur, undir forystu alþjóðlegu fjárfestingasjóðanna CVC Capital Partners og Temasek, hefur keypt meirihluta í bandaríska lyfjafyrirtækinu Alvogen. Kaupverðið er ekki gefið upp, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins miðast heildarvirði Alvogen í þessum viðskiptum við 270 milljarða króna. Alþjóðlegar höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi og Róbert Wessman er forstjóri þess. Hann verður áfram leiðandi hlutahafi. Á Íslandi starfa um 80 manns á vegum Alvogen og það vinnur nú að byggingu nýs Hátækniseturs í Vatnsmýri. Alvogen er í dag starfandi í 35 löndum og hjá fyrirtækinu starfa um 2.300 starfsmenn. Róbert Wessman sem verður áfram forstjóri fyrirtækisins segir það mikla viðurkenningu að fá jafn öfluga fjárfestingasjóði til liðs við Alvogen. „Þeir hafa trú á okkar framtíðarsýn, þ.e. að byggja upp leiðandi fyrirtæki í heiminum á okkar sviði. Þessir sjóðir hafa skuldbundið sig til að styðja við framtíðarvöxt Alvogen með þekkingu sinni og fjármagni,“ segir Róbert. Alvogen hefur ekki gefið út rekstrartekjur sínar en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru tekjur fyrirtækisins yfir 100 milljarðar króna á þessu ári og rekstrarhagnaður um 30 milljarðar króna. Fjárfestingasjóðirnir CVC og Temasek eru í hópi stærstu fjárfestingasjóða í heiminum í dag og nema heildarumsvif þeirra um 290 milljörðum bandaríkjadala eða um 38 þúsund milljörðum íslenskra króna. „Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mikill undanfarin sex ár og erlendir fjárfestingasjóðir og önnur lyfjafyrirtæki fylgst náið með Alvogen. Innkoma nýrra hluthafa mun styðja enn frekar við okkar framtíðarsýn og styðja við framtíðarvöxt fyrirtækisins. Þessir sjóðir sjá hversu góðum árangri við höfum náð á skömmum tíma, en það sem ræður þó mestu um þeirra ákvörðun að fjárfesta í Alvogen nú er trú þeirra á lykilstjórnendum félagsins og okkar framtíðarsýn,“ útskýrir Róbert. Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira
Hluthafahópur, undir forystu alþjóðlegu fjárfestingasjóðanna CVC Capital Partners og Temasek, hefur keypt meirihluta í bandaríska lyfjafyrirtækinu Alvogen. Kaupverðið er ekki gefið upp, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins miðast heildarvirði Alvogen í þessum viðskiptum við 270 milljarða króna. Alþjóðlegar höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi og Róbert Wessman er forstjóri þess. Hann verður áfram leiðandi hlutahafi. Á Íslandi starfa um 80 manns á vegum Alvogen og það vinnur nú að byggingu nýs Hátækniseturs í Vatnsmýri. Alvogen er í dag starfandi í 35 löndum og hjá fyrirtækinu starfa um 2.300 starfsmenn. Róbert Wessman sem verður áfram forstjóri fyrirtækisins segir það mikla viðurkenningu að fá jafn öfluga fjárfestingasjóði til liðs við Alvogen. „Þeir hafa trú á okkar framtíðarsýn, þ.e. að byggja upp leiðandi fyrirtæki í heiminum á okkar sviði. Þessir sjóðir hafa skuldbundið sig til að styðja við framtíðarvöxt Alvogen með þekkingu sinni og fjármagni,“ segir Róbert. Alvogen hefur ekki gefið út rekstrartekjur sínar en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru tekjur fyrirtækisins yfir 100 milljarðar króna á þessu ári og rekstrarhagnaður um 30 milljarðar króna. Fjárfestingasjóðirnir CVC og Temasek eru í hópi stærstu fjárfestingasjóða í heiminum í dag og nema heildarumsvif þeirra um 290 milljörðum bandaríkjadala eða um 38 þúsund milljörðum íslenskra króna. „Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mikill undanfarin sex ár og erlendir fjárfestingasjóðir og önnur lyfjafyrirtæki fylgst náið með Alvogen. Innkoma nýrra hluthafa mun styðja enn frekar við okkar framtíðarsýn og styðja við framtíðarvöxt fyrirtækisins. Þessir sjóðir sjá hversu góðum árangri við höfum náð á skömmum tíma, en það sem ræður þó mestu um þeirra ákvörðun að fjárfesta í Alvogen nú er trú þeirra á lykilstjórnendum félagsins og okkar framtíðarsýn,“ útskýrir Róbert.
Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira