Stór misskilningur Frosti Logason skrifar 18. júní 2015 10:07 Það er ýmsu misjöfnu haldið fram um trúarbrögð þessa dagana. Sumt er gáfulegt og annað ekki. Einhverjir telja nú allt í einu mjög ósennilegt að það hafi verið sjálfur skaparinn sem færði okkur trúarrit á borð við Biblíuna og Kóraninn. Það þykir mér undarleg afstaða. Sumir halda því fram að siðferði okkar sé fyrst og fremst sótt í þá tíma sem við lifum hverju sinni en ekki í þann stein sem boðorðin tíu voru meitluð í og sendur okkur mönnunum af himnum ofan í gegnum spámanninn Móses. Siðferðiskennd sprettur hins vegar ekki upp úr tómarúmi og þrátt fyrir að mannkyninu hafi tekist að sverta ímynd trúarinnar þá er þar auðvitað ekki við Guð að sakast. Margir hafa reynt að nota krossferðirnar, spænska rannsóknarréttinn, kúgun kvenna, mannfórnir og nornabrennur sem rök gegn Guði og trúarbrögðum. En þar er augljóslega mikill misskilningur á ferðinni. Rétt eins og ofsóknir kristinna manna gegn samkynhneigðum síðastliðin tvöþúsund ár. Bara stór misskilningur. En ef við hefðum ekki Biblíuna sem þann skýra leiðarvísi í lífi okkar sem hún er þá hefðum við til að mynda ekki hugmynd um hvernig við ættum að bregðast við þegar við sæjum nágranna okkar sinna garðvinnu á sunnudögum. Slík vinna er samkvæmt ritningunni með öllu bönnuð enda hvíldardagurinn heilagur og viðurlögin við slíku broti skýr. Þar dugir ekkert minna en dauðarefsing. Sjálfum þykja mér það frekar augljós sannindi að enginn annar en ástríkur skapari himins og jarðar gæti hafa skrifað texta á borð við þann sem finna má í heilögum ritningum abrahamísku trúarbragðanna. Ef það væri ekki raunin mætti halda því fram að ófullkomnir, afbrýðisamir, kvenfyrirlítandi, hommahatandi, ofbeldishneigðir og gramir karlmenn hefðu verið þar að verki. Ekki mundi upplýst fólk á tuttugustu og fyrstu öldinni byggja líf sitt á slíkum boðskap. Er það nokkuð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Það er ýmsu misjöfnu haldið fram um trúarbrögð þessa dagana. Sumt er gáfulegt og annað ekki. Einhverjir telja nú allt í einu mjög ósennilegt að það hafi verið sjálfur skaparinn sem færði okkur trúarrit á borð við Biblíuna og Kóraninn. Það þykir mér undarleg afstaða. Sumir halda því fram að siðferði okkar sé fyrst og fremst sótt í þá tíma sem við lifum hverju sinni en ekki í þann stein sem boðorðin tíu voru meitluð í og sendur okkur mönnunum af himnum ofan í gegnum spámanninn Móses. Siðferðiskennd sprettur hins vegar ekki upp úr tómarúmi og þrátt fyrir að mannkyninu hafi tekist að sverta ímynd trúarinnar þá er þar auðvitað ekki við Guð að sakast. Margir hafa reynt að nota krossferðirnar, spænska rannsóknarréttinn, kúgun kvenna, mannfórnir og nornabrennur sem rök gegn Guði og trúarbrögðum. En þar er augljóslega mikill misskilningur á ferðinni. Rétt eins og ofsóknir kristinna manna gegn samkynhneigðum síðastliðin tvöþúsund ár. Bara stór misskilningur. En ef við hefðum ekki Biblíuna sem þann skýra leiðarvísi í lífi okkar sem hún er þá hefðum við til að mynda ekki hugmynd um hvernig við ættum að bregðast við þegar við sæjum nágranna okkar sinna garðvinnu á sunnudögum. Slík vinna er samkvæmt ritningunni með öllu bönnuð enda hvíldardagurinn heilagur og viðurlögin við slíku broti skýr. Þar dugir ekkert minna en dauðarefsing. Sjálfum þykja mér það frekar augljós sannindi að enginn annar en ástríkur skapari himins og jarðar gæti hafa skrifað texta á borð við þann sem finna má í heilögum ritningum abrahamísku trúarbragðanna. Ef það væri ekki raunin mætti halda því fram að ófullkomnir, afbrýðisamir, kvenfyrirlítandi, hommahatandi, ofbeldishneigðir og gramir karlmenn hefðu verið þar að verki. Ekki mundi upplýst fólk á tuttugustu og fyrstu öldinni byggja líf sitt á slíkum boðskap. Er það nokkuð?
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun