Skattrannsóknarstjóri legst yfir nýkeypt gögn Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 10. júní 2015 06:00 Bryndís Kristjánsdóttir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur gengið frá kaupum á gögnum með upplýsingum sem tengja Íslendinga við 400 til 500 félög í skattaskjólum. Gögnin, sem greiddar voru um 30 milljónir króna fyrir eða 200 þúsund evrur, komu til landsins á föstudag. „Nú er verið að fara yfir gögnin og skoða hvernig lagt verður upp með næstu skref í málinu svo farsælast verði,“ segir Bryndís. Skattrannsóknarstjóri fékk sýnishorn af þessum gögnum í fyrravor og eftir að hafa farið yfir þau í fyrrasumar var fjármálaráðuneytinu send greinargerð í september síðastliðnum. Það var mat skattrannsóknarstjóra að sýnishornin gæfu vísbendingar um skattaundanskot. „Í sýnishornunum sem við fengum kom fram að sumt var talið fram og gert réttilega en annað ekki.“ Ríkisstjórnin samþykkti í apríl síðastliðnum aukafjárveitingu til að fjármagna kaup á gögnunum. Embætti skattrannsóknarstjóra hefur enn ekki fengið öll viðbótargögn frá Bretlandi sem beðið hefur verið eftir vegna rannsókna á skattaundanskotum. Bresk yfirvöld sendu skattrannsóknarstjóra í fyrra lista með nöfnum tíu Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur gengið frá kaupum á gögnum með upplýsingum sem tengja Íslendinga við 400 til 500 félög í skattaskjólum. Gögnin, sem greiddar voru um 30 milljónir króna fyrir eða 200 þúsund evrur, komu til landsins á föstudag. „Nú er verið að fara yfir gögnin og skoða hvernig lagt verður upp með næstu skref í málinu svo farsælast verði,“ segir Bryndís. Skattrannsóknarstjóri fékk sýnishorn af þessum gögnum í fyrravor og eftir að hafa farið yfir þau í fyrrasumar var fjármálaráðuneytinu send greinargerð í september síðastliðnum. Það var mat skattrannsóknarstjóra að sýnishornin gæfu vísbendingar um skattaundanskot. „Í sýnishornunum sem við fengum kom fram að sumt var talið fram og gert réttilega en annað ekki.“ Ríkisstjórnin samþykkti í apríl síðastliðnum aukafjárveitingu til að fjármagna kaup á gögnunum. Embætti skattrannsóknarstjóra hefur enn ekki fengið öll viðbótargögn frá Bretlandi sem beðið hefur verið eftir vegna rannsókna á skattaundanskotum. Bresk yfirvöld sendu skattrannsóknarstjóra í fyrra lista með nöfnum tíu Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira