Orsök og afleiðing Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. maí 2015 07:00 Ekki verður deilt um mikilvægi upplýsingatækni í nútímasamfélaginu. Tölvur, snjalltæki og rafræn samskipti snerta orðið velflesta þætti mannlegrar tilveru. Hér á landi hefur líka sprottið upp margvísleg verðmæt starfsemi tengd þessum iðnaði, svo sem á sviði hugbúnaðargerðar og gagnavistunar. Um leið er mikil samkeppni á milli landa í að laða til sín fyrirtæki í upplýsingatæknigeira. Tækifærin eru augljóslega mikil þegar að baki útflutningstölum er þjónusta og hugbúnaður sem byggir á hugviti. Þá þarf nefnilega ekki að kosta til stórfé í að sækja og vinna hráefni, eða ganga á auðlindir náttúrunnar. Ávinningurinn, þegar hlutir ganga upp, getur svo verið verulegur. Í frétt á forsíðu blaðsins í dag er upplýst að eitt farsælasta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni, tölvuleikjaframleiðandinn CCP, skoði nú alvarlega að flytja starfsemi sína úr landi. Vænlegir kostir fyrir nýjar höfuðstöðvar eru fjölmargir, enda hafa forsvarsmenn fyrirtækisins oft greint frá því áður að reglulega hafi samband við fyrirtækið fulltrúar landa og borga sem geri sér sérstakt far um að laða til sín starfsemi af þessum toga. Á þeim lista eru bæði Írland og Kanada, þar sem fyrirtækjum og starfsfólki þess býðst margvísleg aðstoð og ívilnun, hvort sem það er skattafsláttur, aðstaða eða annað. Hér spila gjaldeyrishöftin örugglega inn í, en meira þarf til. Fyrirtæki í upplýsingatæknigeira hafa nefnilega á annan áratug kallað á markvissa stefnumörkun stjórnvalda og úrbætur á rekstrarumhverfi því sem þeim er hér boðið. Þannig eru nú um tíu ár síðan Samtök iðnaðarins gerðu stjórnvöldum beint tilboð um uppbyggingu geirans þannig að tífalda mætti af honum gjaldeyristekjurnar á fimm árum eða svo. Síðan tók við uppgangur fjármálageirans (og hrun) og áhugi var lítill á að styðja við upplýsingatæknigeirann. Í ágætu erindi sem Sæmundur Sæmundsson, þá forstjóri Teris, flutti á ráðstefnu Skýrslutæknifélagsins um stöðu UT-iðnaðar í apríl 2008 benti hann á að samkeppnin myndi bara aukast og alþjóðavæðingin banka á fleiri dyr. „Aðgangur að öðrum mörkuðum er akvegur í báðar áttir,“ sagði hann þá. Því má furðu sæta að stjórnvöld hafi allan þennan tíma ekki í neinu brugðist við ákalli upplýsingatæknifyrirtækjanna um úrbætur eða stefnumörkun. Hér eru til dæmis við lýði hindranir í vegi fyrirtækja sem sækja vilja sér sérfræðimenntað starfsfólk frá löndum utan EES. Þar hafa fyrirtæki á borð við CCP rekist á veggi. Þá hefur ekki gengið eftir að fá hér löggjöf um gagnaver breytt þannig að rekstur hér búi við svipað umhverfi og til dæmis gerist í Finnlandi. Þá lenda fyrirtæki í óþarfa flækjum eigi þau viðskipti við lönd sem Ísland hefur ekki undirritað við tvísköttunarsamning. Lönd sem Ísland á í samkeppni við afgreiða endurgreiðslur vegna slíkra viðskipta á innan við viku, meðan fyrirtæki hér þurfa að bíða í heilt ár. Heimatilbúin ljón í vegi upplýsingatæknifyrirtækja hefði maður haldið að auðvelt ætti að vera að losna við og er þá eftir allt tal um fyrirgreiðslu. Afleiðingar aðgerðaleysisins liggja fyrir og raunverulegum verðmætum glutrað niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Ekki verður deilt um mikilvægi upplýsingatækni í nútímasamfélaginu. Tölvur, snjalltæki og rafræn samskipti snerta orðið velflesta þætti mannlegrar tilveru. Hér á landi hefur líka sprottið upp margvísleg verðmæt starfsemi tengd þessum iðnaði, svo sem á sviði hugbúnaðargerðar og gagnavistunar. Um leið er mikil samkeppni á milli landa í að laða til sín fyrirtæki í upplýsingatæknigeira. Tækifærin eru augljóslega mikil þegar að baki útflutningstölum er þjónusta og hugbúnaður sem byggir á hugviti. Þá þarf nefnilega ekki að kosta til stórfé í að sækja og vinna hráefni, eða ganga á auðlindir náttúrunnar. Ávinningurinn, þegar hlutir ganga upp, getur svo verið verulegur. Í frétt á forsíðu blaðsins í dag er upplýst að eitt farsælasta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni, tölvuleikjaframleiðandinn CCP, skoði nú alvarlega að flytja starfsemi sína úr landi. Vænlegir kostir fyrir nýjar höfuðstöðvar eru fjölmargir, enda hafa forsvarsmenn fyrirtækisins oft greint frá því áður að reglulega hafi samband við fyrirtækið fulltrúar landa og borga sem geri sér sérstakt far um að laða til sín starfsemi af þessum toga. Á þeim lista eru bæði Írland og Kanada, þar sem fyrirtækjum og starfsfólki þess býðst margvísleg aðstoð og ívilnun, hvort sem það er skattafsláttur, aðstaða eða annað. Hér spila gjaldeyrishöftin örugglega inn í, en meira þarf til. Fyrirtæki í upplýsingatæknigeira hafa nefnilega á annan áratug kallað á markvissa stefnumörkun stjórnvalda og úrbætur á rekstrarumhverfi því sem þeim er hér boðið. Þannig eru nú um tíu ár síðan Samtök iðnaðarins gerðu stjórnvöldum beint tilboð um uppbyggingu geirans þannig að tífalda mætti af honum gjaldeyristekjurnar á fimm árum eða svo. Síðan tók við uppgangur fjármálageirans (og hrun) og áhugi var lítill á að styðja við upplýsingatæknigeirann. Í ágætu erindi sem Sæmundur Sæmundsson, þá forstjóri Teris, flutti á ráðstefnu Skýrslutæknifélagsins um stöðu UT-iðnaðar í apríl 2008 benti hann á að samkeppnin myndi bara aukast og alþjóðavæðingin banka á fleiri dyr. „Aðgangur að öðrum mörkuðum er akvegur í báðar áttir,“ sagði hann þá. Því má furðu sæta að stjórnvöld hafi allan þennan tíma ekki í neinu brugðist við ákalli upplýsingatæknifyrirtækjanna um úrbætur eða stefnumörkun. Hér eru til dæmis við lýði hindranir í vegi fyrirtækja sem sækja vilja sér sérfræðimenntað starfsfólk frá löndum utan EES. Þar hafa fyrirtæki á borð við CCP rekist á veggi. Þá hefur ekki gengið eftir að fá hér löggjöf um gagnaver breytt þannig að rekstur hér búi við svipað umhverfi og til dæmis gerist í Finnlandi. Þá lenda fyrirtæki í óþarfa flækjum eigi þau viðskipti við lönd sem Ísland hefur ekki undirritað við tvísköttunarsamning. Lönd sem Ísland á í samkeppni við afgreiða endurgreiðslur vegna slíkra viðskipta á innan við viku, meðan fyrirtæki hér þurfa að bíða í heilt ár. Heimatilbúin ljón í vegi upplýsingatæknifyrirtækja hefði maður haldið að auðvelt ætti að vera að losna við og er þá eftir allt tal um fyrirgreiðslu. Afleiðingar aðgerðaleysisins liggja fyrir og raunverulegum verðmætum glutrað niður.
Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason Skoðun
Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason Skoðun