Virði Icelandair Group margfaldast jón hákon halldórsson skrifar 9. apríl 2015 07:30 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group „Það er mikið talað um það hvort við séum komin á endimörk stækkunar. Hvort við getum haldið áfram að vaxa svona og svarið er já. Það getum við gert,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, á Kauphallardögum Arion banka í gær. Björgólfur sagði að Icelandair Group væri með tiltölulega lítið hlutfall af markaðnum sem ferðast milli Evrópu og Ameríku. „Og við höfum töluverð tækifæri í að ná stærri köku þar,“ sagði hann. Gjörbylting hefur orðið á rekstri Icelandair Group frá árinu 2010. Það sést kannski best á því að rekstrartekjur félagsins hafa aukist um 65 prósent, farið úr 92 milljörðum króna (673 milljónum dala) í 152 milljarða króna (1.113 milljónir dala). EBITDA hefur aukist um 50 prósent á sama tíma, farið úr 14,1 milljarði króna (103 milljónum dollara) í 21 milljarð króna (154 milljónir dollara). Auknar tekjur fyrirtækisins, segir Björgólfur mega einkum rekja til vaxtar í flutningum. Leiga á vélum hefði snarminnkað á þessum sama tíma. Björgólfur sagði að virði félagsins á þessum tíma hefði aukist um rúm 500 prósent, en það var tæpir 108 milljarðar króna í gær. Að sögn Björgólfs hefur Icelandair fjölgað áfangastöðum verulega á undanförnum árum. Þeir voru 27 árið 2010 en verða 39 í ár. Aukin umsvif á árinu 2015 megi aftur á móti að mestu leyti rekja til aukins framboðs á þá staði sem félagið hefur verið að fljúga til. Björgólfur segir að Icelandair sé lykillinn að stækkun móðurfélagsins Icelandair Group en fleiri þættir hafi gengið vel. „Við höfum aldrei séð slíka nýtingu á hótelherbergjum hjá okkur í rekstri,“ segir Björgólfur. Nýting á hótelum hafi farið úr 52 prósentum árið 2011 í 75 prósent á fyrsta ársfjórðungi nú. „Þetta skiptir alveg gríðarlegu máli fyrir afkomu þessarar starfsemi. Það er afskaplega mikilvægt að ná að nýta allt árið. Það er það sem við höfum verið að vinna í sem er lykilatriði til þess að bæta afkomuna,“ segir Björgólfur. Hann getur þess að rekstur Flugfélags Íslands hafi aftur á móti verið erfiður í vetur. Farþegum hafi fækkað. „Við skrifum það töluvert mikið á veðurfarið. Það er búið að vera hreint með ólíkindum hvað við höfum þurft að fella niður mikið af ferðum, bæði innanlands og til Grænlands,“ segir Björgólfur. Hann býst við því að sjá breytingar þar á næstu misserum. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
„Það er mikið talað um það hvort við séum komin á endimörk stækkunar. Hvort við getum haldið áfram að vaxa svona og svarið er já. Það getum við gert,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, á Kauphallardögum Arion banka í gær. Björgólfur sagði að Icelandair Group væri með tiltölulega lítið hlutfall af markaðnum sem ferðast milli Evrópu og Ameríku. „Og við höfum töluverð tækifæri í að ná stærri köku þar,“ sagði hann. Gjörbylting hefur orðið á rekstri Icelandair Group frá árinu 2010. Það sést kannski best á því að rekstrartekjur félagsins hafa aukist um 65 prósent, farið úr 92 milljörðum króna (673 milljónum dala) í 152 milljarða króna (1.113 milljónir dala). EBITDA hefur aukist um 50 prósent á sama tíma, farið úr 14,1 milljarði króna (103 milljónum dollara) í 21 milljarð króna (154 milljónir dollara). Auknar tekjur fyrirtækisins, segir Björgólfur mega einkum rekja til vaxtar í flutningum. Leiga á vélum hefði snarminnkað á þessum sama tíma. Björgólfur sagði að virði félagsins á þessum tíma hefði aukist um rúm 500 prósent, en það var tæpir 108 milljarðar króna í gær. Að sögn Björgólfs hefur Icelandair fjölgað áfangastöðum verulega á undanförnum árum. Þeir voru 27 árið 2010 en verða 39 í ár. Aukin umsvif á árinu 2015 megi aftur á móti að mestu leyti rekja til aukins framboðs á þá staði sem félagið hefur verið að fljúga til. Björgólfur segir að Icelandair sé lykillinn að stækkun móðurfélagsins Icelandair Group en fleiri þættir hafi gengið vel. „Við höfum aldrei séð slíka nýtingu á hótelherbergjum hjá okkur í rekstri,“ segir Björgólfur. Nýting á hótelum hafi farið úr 52 prósentum árið 2011 í 75 prósent á fyrsta ársfjórðungi nú. „Þetta skiptir alveg gríðarlegu máli fyrir afkomu þessarar starfsemi. Það er afskaplega mikilvægt að ná að nýta allt árið. Það er það sem við höfum verið að vinna í sem er lykilatriði til þess að bæta afkomuna,“ segir Björgólfur. Hann getur þess að rekstur Flugfélags Íslands hafi aftur á móti verið erfiður í vetur. Farþegum hafi fækkað. „Við skrifum það töluvert mikið á veðurfarið. Það er búið að vera hreint með ólíkindum hvað við höfum þurft að fella niður mikið af ferðum, bæði innanlands og til Grænlands,“ segir Björgólfur. Hann býst við því að sjá breytingar þar á næstu misserum.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent