Mitt óbætanlega tjón í Tyrklandi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 21. mars 2015 07:00 Ég mun aldrei bíða þess bætur að hafa farið til hinnar dásamlegur borgar Istanbúl fyrir sautján árum. Með reglulegu millibili horfi ég raunamæddur í spegilinn og óska þess að hafa aldrei stigið þar fæti. Ég vann í Aþenu um þær mundir og þegar ég fékk vikufrí ákvað ég að setja brækur og bol í poka, hoppa upp í lest og taka stefnuna norðaustur. Var ég undir svo miklum áhrifum frá Sigurði A. Magnússyni að ég tók þokkadís á löpp í Þessalóníku, þar sem ég hafði stutta viðdvöl. Sagðist hún ætla að koma á eftir mér til Istanbúl að nokkrum dögum liðnum. Í lestinni frá Þessalóníku til Istanbúl var mikið fjör enda full lest af ungu fólki. Ákvað góður hópur að leita að hóteli í sameiningu og halda svo hópinn í borginni. Ég fékk síðan bakþanka, aldrei þessu vant, og ákvað að stinga þetta fólk af enda átti ég von á þokkadísinni frá Þessalóníku sem ég vildi njóta í einrúmi. Svo féll fyrra gengi. Aldrei kom þokkadísin, kannski sem betur fer því ég fékk matareitrun og var því fjarri góðu gamni. Svo varð ég vitni að ástaratlotum samkynhneigða móttökustjórans á hótelinu sem gerði mig að óþægilegu vitni. Var viðmót hans eftir það þvílíkt að ég taldi hann helst vilja koma mér fyrir kattarnef. Ég opnaði því glugga og faldi koddann fyrir svefninn. Til að pússa af mér alla ólukkuna ákvað ég að fara til rakara og láta hann snoða af mér lokkana sem í þá daga minntu á Alexander mikla. Þegar búið var að snoða mig og nudda, tók rakarinn upp kveikjara, leysti gas í eyrun á mér og kveikti í svo ég lyktaði eins og sviðahaus. Varð þetta til að örva hárvöxtinn í eyrunum, sem er ekki gott. Enn í dag sprettur þaðan brúskur mikill ef ég hef ekki snör handtök. Ef ég gleymi mér í nokkra daga verð ég síðhærður um eyrun. Er þetta heldur neyðarlegt þar sem hárvöxtur er með minnsta móti víðast annars staðar á höfðinu. Eina meðalið er að grípa í Hamskiptin eftir Franz Kafka og hugsa með sér að þetta gæti svo sem verið verra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Ég mun aldrei bíða þess bætur að hafa farið til hinnar dásamlegur borgar Istanbúl fyrir sautján árum. Með reglulegu millibili horfi ég raunamæddur í spegilinn og óska þess að hafa aldrei stigið þar fæti. Ég vann í Aþenu um þær mundir og þegar ég fékk vikufrí ákvað ég að setja brækur og bol í poka, hoppa upp í lest og taka stefnuna norðaustur. Var ég undir svo miklum áhrifum frá Sigurði A. Magnússyni að ég tók þokkadís á löpp í Þessalóníku, þar sem ég hafði stutta viðdvöl. Sagðist hún ætla að koma á eftir mér til Istanbúl að nokkrum dögum liðnum. Í lestinni frá Þessalóníku til Istanbúl var mikið fjör enda full lest af ungu fólki. Ákvað góður hópur að leita að hóteli í sameiningu og halda svo hópinn í borginni. Ég fékk síðan bakþanka, aldrei þessu vant, og ákvað að stinga þetta fólk af enda átti ég von á þokkadísinni frá Þessalóníku sem ég vildi njóta í einrúmi. Svo féll fyrra gengi. Aldrei kom þokkadísin, kannski sem betur fer því ég fékk matareitrun og var því fjarri góðu gamni. Svo varð ég vitni að ástaratlotum samkynhneigða móttökustjórans á hótelinu sem gerði mig að óþægilegu vitni. Var viðmót hans eftir það þvílíkt að ég taldi hann helst vilja koma mér fyrir kattarnef. Ég opnaði því glugga og faldi koddann fyrir svefninn. Til að pússa af mér alla ólukkuna ákvað ég að fara til rakara og láta hann snoða af mér lokkana sem í þá daga minntu á Alexander mikla. Þegar búið var að snoða mig og nudda, tók rakarinn upp kveikjara, leysti gas í eyrun á mér og kveikti í svo ég lyktaði eins og sviðahaus. Varð þetta til að örva hárvöxtinn í eyrunum, sem er ekki gott. Enn í dag sprettur þaðan brúskur mikill ef ég hef ekki snör handtök. Ef ég gleymi mér í nokkra daga verð ég síðhærður um eyrun. Er þetta heldur neyðarlegt þar sem hárvöxtur er með minnsta móti víðast annars staðar á höfðinu. Eina meðalið er að grípa í Hamskiptin eftir Franz Kafka og hugsa með sér að þetta gæti svo sem verið verra.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun