Jólin koma snemma hjá körfuboltafólkinu í ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2015 07:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Vísir/Daníel Síðasta haust söðlaði körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson um og samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Solna Vikings. Sigurður, sem er 26 ára, lék með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi áður en hann fór til Svíþjóðar en miðherjinn sterki varð tvisvar Íslandsmeistari með Grindvíkingum og einu sinni með Keflvíkingum. Þegar Fréttablaðið heyrði í Sigurði í gær var hann á leið á æfingu, en í kvöld mætir Solna Jämtland Basket á heimavelli í lokaumferð sænsku deildarinnar. Úrslitin í leiknum skipta Sigurð og félaga í sjálfu sér engu máli en ljóst er að Solna endar deildarkeppnina í 7. sæti. Ellefu lið eru í deildinni en átta þeirra komast í úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. Þar mætir Solna annaðhvort Norrköping Dolphins eða Södertäjle Kings en liðin mætast í lokaumferðinni í kvöld.Ágæt staða miðað við aðstæður Sigurður segir gengi Solna í vetur að mestu vera í takti við væntingar fyrir tímabilið. „Þetta hefur verið upp og niður, það hefur gengið ágætlega og svo ekki neitt,“ sagði Sigurður en Solna tapaði til að mynda fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu og þá tapaði liðið fimm leikjum í röð í janúar og byrjun febrúar. Víkingarnir hafa hins vegar verið á ágætis róli á síðustu vikum og hafa unnið fimm af síðustu átta leikjum sínum. „Ég vil alltaf vinna alla leiki en ég var ekki alveg viss við hverju ég átti að búast þegar ég kom hingað. En ef maður lítur á fjárhagslegt bolmagn liðsins, meiðslin og Kanavandræðin sem við höfum lent í, þá held ég að 7. sætið sé ásættanlegt,“ sagði Sigurður en Víkingarnir skiptu þrisvar um bandarískan leikmann á tímabilinu og þá var Alexander Lindqvist, einn sterkasti leikmaður liðsins, frá í einn og hálfan mánuð vegna meiðsla.Æfingar tvisvar á dag Sigurður segir að munurinn á sænsku og íslensku deildinni sé talsverður og jafnvel meiri en hann bjóst við. „Það er auðvitað meiri atvinnumannabragur á þessu hérna. Við æfum tvisvar á dag og síðan eru fundir fyrir leiki. Þetta er skrefi fyrir ofan íslenska boltann og deildin er betri. Það er meiri peningur í spilunum hér og þar af leiðandi betri leikmenn,“ sagði Sigurður sem var fljótur að laga sig að nýjum aðstæðum í nýju landi. „Þetta er aðeins hraðari og skipulagðari bolti en heima. En leikkerfin eru ekki ósvipuð þeim sem ég hef spilað áður svo ég var mjög fljótur að komast inn í hlutina hér. Maður þurfti aðallega að venjast því að spila með nýjum leikmönnum.“ Sigurður er nokkuð ánægður með eigin frammistöðu á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en Ísfirðingurinn er með 9,3 stig, 5,5 fráköst og 1,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Þá er hann með 57,9% skotnýtingu inni í teig, sem er sú besta í liði Sundsvall.Mikið að gerast í sumar Líkt og svo margir íslenskir leikmenn hefur Sigurður annað augað á landsliðinu en fram undan er stærsta sumar í sögu landsliðsins. Ísland keppir að sjálfsögðu á Smáþjóðaleikunum sem verða haldnir hér á landi í byrjun júní og í september er svo komið að Euro Basket, þar sem Ísland verður í fyrsta sinn á meðal þátttökuþjóða. „Það er mikið að gerast í sumar; Smáþjóðaleikar, æfingaleikir og svo koma jólin snemma í ár,“ sagði Sigurður léttur en hann stefnir á að halda sæti sínu í landsliðinu og fara með til Berlínar þar sem riðill Íslands verður spilaður. Íslenska liðið dróst í sannkallaðan dauðariðil, með gestgjöfunum Þjóðverjum, Tyrklandi, Spáni, Ítalíu og Serbíu. Körfubolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Síðasta haust söðlaði körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson um og samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Solna Vikings. Sigurður, sem er 26 ára, lék með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi áður en hann fór til Svíþjóðar en miðherjinn sterki varð tvisvar Íslandsmeistari með Grindvíkingum og einu sinni með Keflvíkingum. Þegar Fréttablaðið heyrði í Sigurði í gær var hann á leið á æfingu, en í kvöld mætir Solna Jämtland Basket á heimavelli í lokaumferð sænsku deildarinnar. Úrslitin í leiknum skipta Sigurð og félaga í sjálfu sér engu máli en ljóst er að Solna endar deildarkeppnina í 7. sæti. Ellefu lið eru í deildinni en átta þeirra komast í úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. Þar mætir Solna annaðhvort Norrköping Dolphins eða Södertäjle Kings en liðin mætast í lokaumferðinni í kvöld.Ágæt staða miðað við aðstæður Sigurður segir gengi Solna í vetur að mestu vera í takti við væntingar fyrir tímabilið. „Þetta hefur verið upp og niður, það hefur gengið ágætlega og svo ekki neitt,“ sagði Sigurður en Solna tapaði til að mynda fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu og þá tapaði liðið fimm leikjum í röð í janúar og byrjun febrúar. Víkingarnir hafa hins vegar verið á ágætis róli á síðustu vikum og hafa unnið fimm af síðustu átta leikjum sínum. „Ég vil alltaf vinna alla leiki en ég var ekki alveg viss við hverju ég átti að búast þegar ég kom hingað. En ef maður lítur á fjárhagslegt bolmagn liðsins, meiðslin og Kanavandræðin sem við höfum lent í, þá held ég að 7. sætið sé ásættanlegt,“ sagði Sigurður en Víkingarnir skiptu þrisvar um bandarískan leikmann á tímabilinu og þá var Alexander Lindqvist, einn sterkasti leikmaður liðsins, frá í einn og hálfan mánuð vegna meiðsla.Æfingar tvisvar á dag Sigurður segir að munurinn á sænsku og íslensku deildinni sé talsverður og jafnvel meiri en hann bjóst við. „Það er auðvitað meiri atvinnumannabragur á þessu hérna. Við æfum tvisvar á dag og síðan eru fundir fyrir leiki. Þetta er skrefi fyrir ofan íslenska boltann og deildin er betri. Það er meiri peningur í spilunum hér og þar af leiðandi betri leikmenn,“ sagði Sigurður sem var fljótur að laga sig að nýjum aðstæðum í nýju landi. „Þetta er aðeins hraðari og skipulagðari bolti en heima. En leikkerfin eru ekki ósvipuð þeim sem ég hef spilað áður svo ég var mjög fljótur að komast inn í hlutina hér. Maður þurfti aðallega að venjast því að spila með nýjum leikmönnum.“ Sigurður er nokkuð ánægður með eigin frammistöðu á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en Ísfirðingurinn er með 9,3 stig, 5,5 fráköst og 1,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Þá er hann með 57,9% skotnýtingu inni í teig, sem er sú besta í liði Sundsvall.Mikið að gerast í sumar Líkt og svo margir íslenskir leikmenn hefur Sigurður annað augað á landsliðinu en fram undan er stærsta sumar í sögu landsliðsins. Ísland keppir að sjálfsögðu á Smáþjóðaleikunum sem verða haldnir hér á landi í byrjun júní og í september er svo komið að Euro Basket, þar sem Ísland verður í fyrsta sinn á meðal þátttökuþjóða. „Það er mikið að gerast í sumar; Smáþjóðaleikar, æfingaleikir og svo koma jólin snemma í ár,“ sagði Sigurður léttur en hann stefnir á að halda sæti sínu í landsliðinu og fara með til Berlínar þar sem riðill Íslands verður spilaður. Íslenska liðið dróst í sannkallaðan dauðariðil, með gestgjöfunum Þjóðverjum, Tyrklandi, Spáni, Ítalíu og Serbíu.
Körfubolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira