Jólin koma snemma hjá körfuboltafólkinu í ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2015 07:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Vísir/Daníel Síðasta haust söðlaði körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson um og samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Solna Vikings. Sigurður, sem er 26 ára, lék með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi áður en hann fór til Svíþjóðar en miðherjinn sterki varð tvisvar Íslandsmeistari með Grindvíkingum og einu sinni með Keflvíkingum. Þegar Fréttablaðið heyrði í Sigurði í gær var hann á leið á æfingu, en í kvöld mætir Solna Jämtland Basket á heimavelli í lokaumferð sænsku deildarinnar. Úrslitin í leiknum skipta Sigurð og félaga í sjálfu sér engu máli en ljóst er að Solna endar deildarkeppnina í 7. sæti. Ellefu lið eru í deildinni en átta þeirra komast í úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. Þar mætir Solna annaðhvort Norrköping Dolphins eða Södertäjle Kings en liðin mætast í lokaumferðinni í kvöld.Ágæt staða miðað við aðstæður Sigurður segir gengi Solna í vetur að mestu vera í takti við væntingar fyrir tímabilið. „Þetta hefur verið upp og niður, það hefur gengið ágætlega og svo ekki neitt,“ sagði Sigurður en Solna tapaði til að mynda fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu og þá tapaði liðið fimm leikjum í röð í janúar og byrjun febrúar. Víkingarnir hafa hins vegar verið á ágætis róli á síðustu vikum og hafa unnið fimm af síðustu átta leikjum sínum. „Ég vil alltaf vinna alla leiki en ég var ekki alveg viss við hverju ég átti að búast þegar ég kom hingað. En ef maður lítur á fjárhagslegt bolmagn liðsins, meiðslin og Kanavandræðin sem við höfum lent í, þá held ég að 7. sætið sé ásættanlegt,“ sagði Sigurður en Víkingarnir skiptu þrisvar um bandarískan leikmann á tímabilinu og þá var Alexander Lindqvist, einn sterkasti leikmaður liðsins, frá í einn og hálfan mánuð vegna meiðsla.Æfingar tvisvar á dag Sigurður segir að munurinn á sænsku og íslensku deildinni sé talsverður og jafnvel meiri en hann bjóst við. „Það er auðvitað meiri atvinnumannabragur á þessu hérna. Við æfum tvisvar á dag og síðan eru fundir fyrir leiki. Þetta er skrefi fyrir ofan íslenska boltann og deildin er betri. Það er meiri peningur í spilunum hér og þar af leiðandi betri leikmenn,“ sagði Sigurður sem var fljótur að laga sig að nýjum aðstæðum í nýju landi. „Þetta er aðeins hraðari og skipulagðari bolti en heima. En leikkerfin eru ekki ósvipuð þeim sem ég hef spilað áður svo ég var mjög fljótur að komast inn í hlutina hér. Maður þurfti aðallega að venjast því að spila með nýjum leikmönnum.“ Sigurður er nokkuð ánægður með eigin frammistöðu á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en Ísfirðingurinn er með 9,3 stig, 5,5 fráköst og 1,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Þá er hann með 57,9% skotnýtingu inni í teig, sem er sú besta í liði Sundsvall.Mikið að gerast í sumar Líkt og svo margir íslenskir leikmenn hefur Sigurður annað augað á landsliðinu en fram undan er stærsta sumar í sögu landsliðsins. Ísland keppir að sjálfsögðu á Smáþjóðaleikunum sem verða haldnir hér á landi í byrjun júní og í september er svo komið að Euro Basket, þar sem Ísland verður í fyrsta sinn á meðal þátttökuþjóða. „Það er mikið að gerast í sumar; Smáþjóðaleikar, æfingaleikir og svo koma jólin snemma í ár,“ sagði Sigurður léttur en hann stefnir á að halda sæti sínu í landsliðinu og fara með til Berlínar þar sem riðill Íslands verður spilaður. Íslenska liðið dróst í sannkallaðan dauðariðil, með gestgjöfunum Þjóðverjum, Tyrklandi, Spáni, Ítalíu og Serbíu. Körfubolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Síðasta haust söðlaði körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson um og samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Solna Vikings. Sigurður, sem er 26 ára, lék með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi áður en hann fór til Svíþjóðar en miðherjinn sterki varð tvisvar Íslandsmeistari með Grindvíkingum og einu sinni með Keflvíkingum. Þegar Fréttablaðið heyrði í Sigurði í gær var hann á leið á æfingu, en í kvöld mætir Solna Jämtland Basket á heimavelli í lokaumferð sænsku deildarinnar. Úrslitin í leiknum skipta Sigurð og félaga í sjálfu sér engu máli en ljóst er að Solna endar deildarkeppnina í 7. sæti. Ellefu lið eru í deildinni en átta þeirra komast í úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. Þar mætir Solna annaðhvort Norrköping Dolphins eða Södertäjle Kings en liðin mætast í lokaumferðinni í kvöld.Ágæt staða miðað við aðstæður Sigurður segir gengi Solna í vetur að mestu vera í takti við væntingar fyrir tímabilið. „Þetta hefur verið upp og niður, það hefur gengið ágætlega og svo ekki neitt,“ sagði Sigurður en Solna tapaði til að mynda fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu og þá tapaði liðið fimm leikjum í röð í janúar og byrjun febrúar. Víkingarnir hafa hins vegar verið á ágætis róli á síðustu vikum og hafa unnið fimm af síðustu átta leikjum sínum. „Ég vil alltaf vinna alla leiki en ég var ekki alveg viss við hverju ég átti að búast þegar ég kom hingað. En ef maður lítur á fjárhagslegt bolmagn liðsins, meiðslin og Kanavandræðin sem við höfum lent í, þá held ég að 7. sætið sé ásættanlegt,“ sagði Sigurður en Víkingarnir skiptu þrisvar um bandarískan leikmann á tímabilinu og þá var Alexander Lindqvist, einn sterkasti leikmaður liðsins, frá í einn og hálfan mánuð vegna meiðsla.Æfingar tvisvar á dag Sigurður segir að munurinn á sænsku og íslensku deildinni sé talsverður og jafnvel meiri en hann bjóst við. „Það er auðvitað meiri atvinnumannabragur á þessu hérna. Við æfum tvisvar á dag og síðan eru fundir fyrir leiki. Þetta er skrefi fyrir ofan íslenska boltann og deildin er betri. Það er meiri peningur í spilunum hér og þar af leiðandi betri leikmenn,“ sagði Sigurður sem var fljótur að laga sig að nýjum aðstæðum í nýju landi. „Þetta er aðeins hraðari og skipulagðari bolti en heima. En leikkerfin eru ekki ósvipuð þeim sem ég hef spilað áður svo ég var mjög fljótur að komast inn í hlutina hér. Maður þurfti aðallega að venjast því að spila með nýjum leikmönnum.“ Sigurður er nokkuð ánægður með eigin frammistöðu á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en Ísfirðingurinn er með 9,3 stig, 5,5 fráköst og 1,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Þá er hann með 57,9% skotnýtingu inni í teig, sem er sú besta í liði Sundsvall.Mikið að gerast í sumar Líkt og svo margir íslenskir leikmenn hefur Sigurður annað augað á landsliðinu en fram undan er stærsta sumar í sögu landsliðsins. Ísland keppir að sjálfsögðu á Smáþjóðaleikunum sem verða haldnir hér á landi í byrjun júní og í september er svo komið að Euro Basket, þar sem Ísland verður í fyrsta sinn á meðal þátttökuþjóða. „Það er mikið að gerast í sumar; Smáþjóðaleikar, æfingaleikir og svo koma jólin snemma í ár,“ sagði Sigurður léttur en hann stefnir á að halda sæti sínu í landsliðinu og fara með til Berlínar þar sem riðill Íslands verður spilaður. Íslenska liðið dróst í sannkallaðan dauðariðil, með gestgjöfunum Þjóðverjum, Tyrklandi, Spáni, Ítalíu og Serbíu.
Körfubolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira