Grátt gaman í bíó Hildur Sverrisdóttir skrifar 14. febrúar 2015 07:00 Það er gott að fá að upplifa kraft og stemningu sem maður trúir einlægt að geti flutt fjöll. Í gær gerðist það til dæmis í Hörpu þar sem 2.500 manns dönsuðu gegn kynbundnu ofbeldi, sem er því miður enn ein stærsta váin sem við búum við í þessum heimi. Ég verð þó stundum hugsi yfir því hvort fókusinn á það sem við köllum kynbundið ofbeldi sé of víðtækur. Þegar ég kastaði mæðinni eftir dansinn sá ég á vefnum hvatningu til að sniðganga kvikmyndina 50 gráir skuggar og var það rökstutt að með því að sjá myndina væri verið að styðja við ofbeldi. Nú hef ég hvorki séð myndina né lesið bækurnar sem hún byggir á en þykist vita nógu mikið um efnistökin til að hafa á þessu skoðun. Ég tel í besta falli ósanngjarnt og í versta falli hættulegt að leyfa sér að fullyrða að skáldskapur sem þessi hvetji til þess glæps sem hvers kyns ofbeldi er. Bækurnar og myndin eru skáldverk, ekki heimildarmynd eða leiðbeiningarbæklingur um eitt eða neitt frekar en annar skáldskapur. Hins vegar hafa þessi verk notið gríðarlegra vinsælda – sérstaklega hjá konum. Líklega af því að þau ýta undir fantasíur sem rannsóknir sýna að eru algengar. Það er staðreynd að margar konur hafa gaman, sama af hvaða ástæðum það er, af þessari afþreyingu. Þegar það er staðreynd er miklu nær að nota tækifærið og ræða opinskátt og heiðarlega um hvar skilin á milli skemmtunar og ofbeldis liggja, í staðinn fyrir að afneita, þagga, sniðganga og helst banna. Af hverju að gera lítið úr fólki sem hefur gaman af tilteknum skáldskap með því að stimpla það sem stuðningsmenn ofbeldis ef það horfir á bíómynd? Á skömmin að liggja þar? Á hún ekki alfarið að liggja hjá þeim sem beita ofbeldi? Fólk á að mega hafa gaman af því sem mörgum öðrum finnst framandi, skrítið, óþægilegt eða jafnvel ógeðslegt – svo lengi sem enginn er auðvitað þvingaður til að gera neitt sem hann hefur ekki samþykkt – því það er ofbeldi. Annað ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Það er gott að fá að upplifa kraft og stemningu sem maður trúir einlægt að geti flutt fjöll. Í gær gerðist það til dæmis í Hörpu þar sem 2.500 manns dönsuðu gegn kynbundnu ofbeldi, sem er því miður enn ein stærsta váin sem við búum við í þessum heimi. Ég verð þó stundum hugsi yfir því hvort fókusinn á það sem við köllum kynbundið ofbeldi sé of víðtækur. Þegar ég kastaði mæðinni eftir dansinn sá ég á vefnum hvatningu til að sniðganga kvikmyndina 50 gráir skuggar og var það rökstutt að með því að sjá myndina væri verið að styðja við ofbeldi. Nú hef ég hvorki séð myndina né lesið bækurnar sem hún byggir á en þykist vita nógu mikið um efnistökin til að hafa á þessu skoðun. Ég tel í besta falli ósanngjarnt og í versta falli hættulegt að leyfa sér að fullyrða að skáldskapur sem þessi hvetji til þess glæps sem hvers kyns ofbeldi er. Bækurnar og myndin eru skáldverk, ekki heimildarmynd eða leiðbeiningarbæklingur um eitt eða neitt frekar en annar skáldskapur. Hins vegar hafa þessi verk notið gríðarlegra vinsælda – sérstaklega hjá konum. Líklega af því að þau ýta undir fantasíur sem rannsóknir sýna að eru algengar. Það er staðreynd að margar konur hafa gaman, sama af hvaða ástæðum það er, af þessari afþreyingu. Þegar það er staðreynd er miklu nær að nota tækifærið og ræða opinskátt og heiðarlega um hvar skilin á milli skemmtunar og ofbeldis liggja, í staðinn fyrir að afneita, þagga, sniðganga og helst banna. Af hverju að gera lítið úr fólki sem hefur gaman af tilteknum skáldskap með því að stimpla það sem stuðningsmenn ofbeldis ef það horfir á bíómynd? Á skömmin að liggja þar? Á hún ekki alfarið að liggja hjá þeim sem beita ofbeldi? Fólk á að mega hafa gaman af því sem mörgum öðrum finnst framandi, skrítið, óþægilegt eða jafnvel ógeðslegt – svo lengi sem enginn er auðvitað þvingaður til að gera neitt sem hann hefur ekki samþykkt – því það er ofbeldi. Annað ekki.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun