Bláa lónið verður að fordæmi í Níkaragva Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Morten Nygart Telur Ísland vera Houston jarðvarmans.fréttablaðið/stefán Danski athafnamaðurinn Morten Nygart, sem rekur fyrirtækið Global 2020 ásamt Scarlett eiginkonu sinni, telur raunhæft að byggja upp ferðamannaaðstöðu í Níkaragva með Bláa lónið á Íslandi sem fyrirmynd. Scarlett er frá Níkaragva, en þau hjónin hafa verið ráðgjafar stjórnvalda í landinu á sviði endurnýjanlegrar orku. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í nóvember viljayfirlýsingu af hálfu Íslands um að efla samstarf við Níkaragva á sviði hagnýtingar endurnýtanlegra orkugjafa. Viljayfirlýsingin felur í sér að löndin tvö muni efla samvinnu sín á milli, m.a. hvað varðar þekkingu á sviði endurnýjanlegrar orku. Viljayfirlýsingin, sem er á milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og ráðuneytis orku- og námumála í Níkaragva, var undirrituð að viðstöddum Daniel Ortega, forseta landsins. Morten Nygart segir í samtali við Markaðinn að mikill árangur hafi náðst í Níkaragva á sviði endurnýjanlegrar raforku. Nú sé verið að huga að því hvar í heiminum þekking á sviði jarðvarma sé sem mest. „Og við segjum að Ísland sé eins og Houston jarðvarmans,“ segir Nygart. Hann segist strax hafa sett sig í samband við Hákon Gunnarsson, stofnanda Gekon, sem átti frumkvæði að klasasamstarfi innan jarðvarmageirans. „Við sáum hvernig orkan var notuð á margvíslegan hátt og við sáum margar hugmyndir um notkun hennar í annars stigs framleiðslu,“ segir Nygart. Hann tekur fram að þar eigi hann meðal annars við í fiskeldi, í Bláa lóninu og á fleiri vegu. „Það var mögnuð lífsreynsla að sjá þetta,“ segir hann. Nygart segist einnig hafa hitt fólk frá Íslenska sjávarklasanum og þar væri hugsunin sú sama. Að nýta náttúrugæði til þess að framleiða margvíslega hluti. Nygart segist vilja nýta þetta íslenska hugvit til að stofna auðlindagarð í Níkaragva sem yrði byggður eftir íslensku hugviti. Eftir að viljayfirlýsingin var undirrituð í nóvember sé hann núna hingað kominn til þess að komast að því hverjir hafi áhuga á að taka þátt í þessu verkefni. „Við getum ekki þrýst á alla. Við getum ekki skuldbundið alla en við verðum að sjá hvaða viðbrögð við fáum og upp að hvaða marki þessi fyrirtæki vilja taka þátt. Það er svolítil ráðgáta því það er misjafnt hvað fólk vill,“ segir Nygart. Hann segist gera sér grein fyrir að Íslendingar geti ekki farið í miklar fjárfestingar í þessum verkefnum. „Þeir hafa þekkingu og tíma og það er vilji til að taka þátt, ekki með peningum heldur öðrum hætti. Og það er það sem við viljum og vonumst eftir. En það þýðir auðvitað að við verðum að finna fjárfesta annars staðar,“ segir hann. Fjármagnsins verði síðan leitað annars staðar í Evrópu og sennilegast Bandaríkjunum líka. Nygart sér fyrir sér að Íslendingar vinni að þessum verkefnum í Níkaragva. „Helst bara Íslendingar því hugmyndin er að flytja íslenska þekkingu til Níkaragva. Augljóslega eru Íslendingar ekki eina fólkið með flottar hugmyndir en þeir hafa sýnt það að þeir geta gert hluti á þessu sviði sem engir aðrir hafa gert. Það eina sem verður ekki hluti af þessu verkefni er íslenska krónan,“ segir Nygart í kaldhæðni. Hann telur raunhæft að byggja upp Bláa lónið. „Já, algjörlega, það er væntanlega eitt af því sem mun byggjast upp fyrst,“ segir hann. Nygart segist hafa verið í sambandi við Albert Albertsson, hjá HS Orku, vegna lónsins. „Hann fór með okkur til Níkaragva og hann hefur sýnt þessu verkefni mikinn áhuga,“ segir Nygart. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Danski athafnamaðurinn Morten Nygart, sem rekur fyrirtækið Global 2020 ásamt Scarlett eiginkonu sinni, telur raunhæft að byggja upp ferðamannaaðstöðu í Níkaragva með Bláa lónið á Íslandi sem fyrirmynd. Scarlett er frá Níkaragva, en þau hjónin hafa verið ráðgjafar stjórnvalda í landinu á sviði endurnýjanlegrar orku. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í nóvember viljayfirlýsingu af hálfu Íslands um að efla samstarf við Níkaragva á sviði hagnýtingar endurnýtanlegra orkugjafa. Viljayfirlýsingin felur í sér að löndin tvö muni efla samvinnu sín á milli, m.a. hvað varðar þekkingu á sviði endurnýjanlegrar orku. Viljayfirlýsingin, sem er á milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og ráðuneytis orku- og námumála í Níkaragva, var undirrituð að viðstöddum Daniel Ortega, forseta landsins. Morten Nygart segir í samtali við Markaðinn að mikill árangur hafi náðst í Níkaragva á sviði endurnýjanlegrar raforku. Nú sé verið að huga að því hvar í heiminum þekking á sviði jarðvarma sé sem mest. „Og við segjum að Ísland sé eins og Houston jarðvarmans,“ segir Nygart. Hann segist strax hafa sett sig í samband við Hákon Gunnarsson, stofnanda Gekon, sem átti frumkvæði að klasasamstarfi innan jarðvarmageirans. „Við sáum hvernig orkan var notuð á margvíslegan hátt og við sáum margar hugmyndir um notkun hennar í annars stigs framleiðslu,“ segir Nygart. Hann tekur fram að þar eigi hann meðal annars við í fiskeldi, í Bláa lóninu og á fleiri vegu. „Það var mögnuð lífsreynsla að sjá þetta,“ segir hann. Nygart segist einnig hafa hitt fólk frá Íslenska sjávarklasanum og þar væri hugsunin sú sama. Að nýta náttúrugæði til þess að framleiða margvíslega hluti. Nygart segist vilja nýta þetta íslenska hugvit til að stofna auðlindagarð í Níkaragva sem yrði byggður eftir íslensku hugviti. Eftir að viljayfirlýsingin var undirrituð í nóvember sé hann núna hingað kominn til þess að komast að því hverjir hafi áhuga á að taka þátt í þessu verkefni. „Við getum ekki þrýst á alla. Við getum ekki skuldbundið alla en við verðum að sjá hvaða viðbrögð við fáum og upp að hvaða marki þessi fyrirtæki vilja taka þátt. Það er svolítil ráðgáta því það er misjafnt hvað fólk vill,“ segir Nygart. Hann segist gera sér grein fyrir að Íslendingar geti ekki farið í miklar fjárfestingar í þessum verkefnum. „Þeir hafa þekkingu og tíma og það er vilji til að taka þátt, ekki með peningum heldur öðrum hætti. Og það er það sem við viljum og vonumst eftir. En það þýðir auðvitað að við verðum að finna fjárfesta annars staðar,“ segir hann. Fjármagnsins verði síðan leitað annars staðar í Evrópu og sennilegast Bandaríkjunum líka. Nygart sér fyrir sér að Íslendingar vinni að þessum verkefnum í Níkaragva. „Helst bara Íslendingar því hugmyndin er að flytja íslenska þekkingu til Níkaragva. Augljóslega eru Íslendingar ekki eina fólkið með flottar hugmyndir en þeir hafa sýnt það að þeir geta gert hluti á þessu sviði sem engir aðrir hafa gert. Það eina sem verður ekki hluti af þessu verkefni er íslenska krónan,“ segir Nygart í kaldhæðni. Hann telur raunhæft að byggja upp Bláa lónið. „Já, algjörlega, það er væntanlega eitt af því sem mun byggjast upp fyrst,“ segir hann. Nygart segist hafa verið í sambandi við Albert Albertsson, hjá HS Orku, vegna lónsins. „Hann fór með okkur til Níkaragva og hann hefur sýnt þessu verkefni mikinn áhuga,“ segir Nygart.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira