Viðskipti innlent

Greiða hluthöfum 2,5 milljarða

jón hákon halldórsson skrifar
Björgólfur Jóhannsson. Forstjórinn segir afkomu fyrirtækisins betri en áætlanir hafi gert ráð fyrir.
Björgólfur Jóhannsson. Forstjórinn segir afkomu fyrirtækisins betri en áætlanir hafi gert ráð fyrir. fréttablaðiðVAlli
Stjórn Icelandair Group leggur til að félagið greiði hluthöfum samtals 2,5 milljarða í arð á árinu 2015. Það samsvarar 0,5 krónum á hvern hlut.

Hagnaður Icelandair nam 66,5 milljónum dala eftir skatta á síðasta ári, eða 8,7 milljörðum króna. Hagnaðurinn jókst um 10 milljónir dala frá fyrra ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

EBITDA á síðasta ári nam 154,3 milljónum dollara, eða 20 milljörðum króna, samanborið við 143,7 milljónir dollara árið 2013.

Rekstrartekjur jukust um 9% á milli ára. EBITDA á fjórða ársfjórðungi var neikvæð um 1,5 milljón USD og lækkaði um 8,3 milljónir USD á milli ára.

Eiginfjárhlutfall 43% í árslok 2014 samanborið við 42% í árslok 2013.

„Afkoma ársins 2014 er betri en áætlanir stjórnenda gerðu ráð fyrir í upphafi árs og EBITDA ársins er við efri mörk síðustu afkomuspár félagsins,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í afkomutilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×