Hámark huggulegheitanna Sara McMahon skrifar 6. janúar 2015 07:00 Ég eyddi áramótunum norður í landi. Nánar tiltekið á Akureyri. Ég átti einstaklega huggulega viku í Eyjafirðinum og mig langar mikið að fara aftur og vera dálítið lengur. Miklu lengur – Akureyri er bara svo déskoti laglegur og kósí bær. Til dæmis vaknaði ég á nýju ári við það að bærinn var þakinn léttum og dúnmjúkum púðursnjó. Það hreyfði ekki vind og kyrrðin var alltumlykjandi. Ég skellti mér auðvitað í göngutúr og á leið minni mætti ég mörgum heimamanninum sem var annað hvort að viðra hundinn sinn eða í stafgöngu. Allir buðu þeir góðan dag og óskuðu mér gleðilegs nýs árs – og ég þeim á móti. (Hraust og viðkunnanlegt fólk!). Svo skemmir ekki fyrir að á Akureyri tekur það mann einungis tíu mínútur að skjótast upp á skíðasvæðið og það var aldrei röð í stólalyftuna. Akureyringar virðast líka vera sérlega skynsamir því þeir voru allir með hjálm þegar þeir renndu sér á skíðum. Eini einstaklingurinn í öllu Hlíðarfjalli með óvarið höfuð var ég; aulinn að sunnan. Svo get ég sagt ykkur að leigubílarnir á Akureyri eru breyttir jeppar á 33 tommum! Enda dugir ekkert minna í fannferginu fyrir norðan! Menningarlífið á Akureyri er einnig fjölskrúðugt og þar má finna ógrynnin öll af söfnum: Leikfangasýningu, Flugsafn Íslands, mótorhjólasafn, Minjasafnið, Nonnahús og Iðnaðarsafnið, svo fátt eitt sé nefnt. En það skemmtilegasta við Akureyri er líklega hinn skýri og dásamlegi norðlenski hreimur. Hámark huggulegheitanna var að sitja þögul sem gröfin í stólalyftunni og hlýða á norðlenska sessunauta mína ræða daginn og veginn með þessum fallega hreim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun
Ég eyddi áramótunum norður í landi. Nánar tiltekið á Akureyri. Ég átti einstaklega huggulega viku í Eyjafirðinum og mig langar mikið að fara aftur og vera dálítið lengur. Miklu lengur – Akureyri er bara svo déskoti laglegur og kósí bær. Til dæmis vaknaði ég á nýju ári við það að bærinn var þakinn léttum og dúnmjúkum púðursnjó. Það hreyfði ekki vind og kyrrðin var alltumlykjandi. Ég skellti mér auðvitað í göngutúr og á leið minni mætti ég mörgum heimamanninum sem var annað hvort að viðra hundinn sinn eða í stafgöngu. Allir buðu þeir góðan dag og óskuðu mér gleðilegs nýs árs – og ég þeim á móti. (Hraust og viðkunnanlegt fólk!). Svo skemmir ekki fyrir að á Akureyri tekur það mann einungis tíu mínútur að skjótast upp á skíðasvæðið og það var aldrei röð í stólalyftuna. Akureyringar virðast líka vera sérlega skynsamir því þeir voru allir með hjálm þegar þeir renndu sér á skíðum. Eini einstaklingurinn í öllu Hlíðarfjalli með óvarið höfuð var ég; aulinn að sunnan. Svo get ég sagt ykkur að leigubílarnir á Akureyri eru breyttir jeppar á 33 tommum! Enda dugir ekkert minna í fannferginu fyrir norðan! Menningarlífið á Akureyri er einnig fjölskrúðugt og þar má finna ógrynnin öll af söfnum: Leikfangasýningu, Flugsafn Íslands, mótorhjólasafn, Minjasafnið, Nonnahús og Iðnaðarsafnið, svo fátt eitt sé nefnt. En það skemmtilegasta við Akureyri er líklega hinn skýri og dásamlegi norðlenski hreimur. Hámark huggulegheitanna var að sitja þögul sem gröfin í stólalyftunni og hlýða á norðlenska sessunauta mína ræða daginn og veginn með þessum fallega hreim.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun