Viðskipti innlent

Sena hagnast um 144 milljónir

ingvar haraldsson skrifar
Nær tuttugu þúsund manns voru viðstaddir tónleika Justins Timberlake í Kórnum á síðasta ári. Sena flutti tónlistarmanninn til landsins.
Nær tuttugu þúsund manns voru viðstaddir tónleika Justins Timberlake í Kórnum á síðasta ári. Sena flutti tónlistarmanninn til landsins. vísir/andri marínó
Viðsnúningur varð í rekstri Senu sem hagnaðist um 144 milljónir króna á síðasta ári en félagið tapaði 126 milljónum króna árið 2013.

Stærstur hluti tekna Senu er tilkominn vegna heildsölu eða 1,2 milljarðar af 2,7 milljarða rekstrartekjum. Fyrirtækið er rétthafi og dreifingaraðili fjölda innlendra og erlendra kvikmynda og tónlistar auk tölvuleikja hér á landi.

Tekjur Senu af rekstri kvikmyndahúsanna Smárabíós, Háskólabíós og Borgarbíós á Akureyri námu 871 milljón króna.

Sena flutti inn Justin Timberlake

Þá nær tvöfölduðust tekjur vegna viðburða milli ára og námu 330 milljónum króna en Sena flutti tónlistarmanninn Justin Timberlake til landsins í ágúst á síðasta ári.

Eignir Senu nema 1,1 milljarði króna og eigið fé 549 milljónum króna. Handbært fé frá rekstri nam 143 milljónum króna í fyrra.

Þá kemur einnig fram í ársreikningi félagsins að það hafi selt leikfangadeild sína fyrr á þessu ári en Sena hefur m.a. flutt inn Playmobil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×