Viðskipti innlent

Amazon stefnir þeim sem skrifa gervi umsagnir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jeff Bezos, framkvæmdastjóri Amazon.
Jeff Bezos, framkvæmdastjóri Amazon. Vísir/AFP
Amazon ætlar að stefna yfir 1000 manns sem hafa skrifað gervi umsagnir á síðuna. Talsmenn Amazon segja að verið sé að eyðileggja orðspor vörumerkisins með röngum og villandi umsögnum sem seljendur varanna hafa greitt fyrir til að auka söluna. 

Þetta kemur í kjölfar þess að Amazon kærði fjölda vefsíða í apríl fyrir að selja gervi umsagnir. Amazon hefur sagt að fólkið sem það sé að ákæra veiti gervi umsagnir fyrir eins lítið og 5 dollara, jafnvirði rúmlega 600 króna, fyrir fimm stjörnu umsögn fyrir vöruna. Talsmenn Amazon segja að þessar umsagnir hafi þau áhrif að viðskiptavinir muni treysta síðunni minna, og að þetta hafi skemmandi áhrif á orðspor Amazon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×