Sveinn Andri segir hugmyndir Frosta um Landsbankann galnar ingvar haraldsson skrifar 13. apríl 2015 11:49 Sveinn Andri telur hugmyndir Frosta um að gera Landsbankann að samfélagsbanka vart framkvæmanlegar. vísir/vilhelm/pjetur/gva Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir hugmyndir Frosta Sigurjónssonar þingmanns Framsóknarflokksins um að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka galnar og merki um pólitíska geðveiki og fortíðarþráhyggju. Á Landsfundi Framsóknarflokksins um helgina talaði Frosti fyrir því að Landsbankinn yrði áfram í ríkiseigu, rekinn sem samfélagsbanki, sem mynd bjóða bestu kjör á landsvísu án þess þó að vera rekinn með tapi. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið. Sveinn Andri bendir á að þetta myndi rústa samkeppni á bankamarkaði. „Það er morgunljóst að aðrir bankar næðu aldrei að keppa við þennan banka á jafnræðisgrundvelli ef það ætti að niðurgreiða vexti. Ef bankinn ætti ekki að vera rekinn með hagnaði heldur bara á núllinu þá blasir það við að hann myndi bjóða lægri vexti en þeir bankar sem reknir eru með hagnaði. Viðskiptavinir hinna bankanna myndu þá þyrpast að bankanum. Hann hefur takmarkað fé til þess að lána út þar sem það er ekki mikill vaxtamunur hjá honum,“ segir Sveinn Andri. Að mati Sveins Andra kæmi það þá „í hlut kommissara að ákveði hverjir fengju niðurgreidd lán frá bankanum hans Frosta,“ þar sem fé til útlána væri takmarkað. Það væri afturhvarf til fyrri tíma þegar bankarnir skömmtuðu vildarvinum lánsfé.Fjárfesting ríkisins myndi þurrkast út„Þetta er svo galið. Þessir 200 milljarðar sem ríkið setti í bankann myndu þurrkast út á einni nóttu. Í besta falli myndu þeir ekki hafa neinn arð af rekstri bankans eins og hann hefur haft undanfarið. Mesta áhyggjuefnið er að ef þessu yrði hrint í framkvæmd yrði bankinn einskis virði á einni nóttu. Þá myndu menn aldrei geta fengið til baka það sem ríkið hefur lagt í bankann með því að einkavæða bankann síðar. Það er þá bara farið. Það eru náttúrulega svo stórkostlegir fjármunir í þessu,“ segir Sveinn Andri.Stæðist ekki reglur ESB um ríkisaðstoðSveinn Andri bendir einnig á að hugmyndin stæðist ekki samkeppnisreglur ESB. „Eftirlitsstofnun ESA væri kominn á okkur eins og skot. Þetta er skólabókadæmi um ólögmæta ríkisaðstoð þar sem ríkið væri með niðurgreiddum hætti í samkeppni við erlenda og innlenda banka,“ segir Sveinn Andri. Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir hugmyndir Frosta Sigurjónssonar þingmanns Framsóknarflokksins um að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka galnar og merki um pólitíska geðveiki og fortíðarþráhyggju. Á Landsfundi Framsóknarflokksins um helgina talaði Frosti fyrir því að Landsbankinn yrði áfram í ríkiseigu, rekinn sem samfélagsbanki, sem mynd bjóða bestu kjör á landsvísu án þess þó að vera rekinn með tapi. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið. Sveinn Andri bendir á að þetta myndi rústa samkeppni á bankamarkaði. „Það er morgunljóst að aðrir bankar næðu aldrei að keppa við þennan banka á jafnræðisgrundvelli ef það ætti að niðurgreiða vexti. Ef bankinn ætti ekki að vera rekinn með hagnaði heldur bara á núllinu þá blasir það við að hann myndi bjóða lægri vexti en þeir bankar sem reknir eru með hagnaði. Viðskiptavinir hinna bankanna myndu þá þyrpast að bankanum. Hann hefur takmarkað fé til þess að lána út þar sem það er ekki mikill vaxtamunur hjá honum,“ segir Sveinn Andri. Að mati Sveins Andra kæmi það þá „í hlut kommissara að ákveði hverjir fengju niðurgreidd lán frá bankanum hans Frosta,“ þar sem fé til útlána væri takmarkað. Það væri afturhvarf til fyrri tíma þegar bankarnir skömmtuðu vildarvinum lánsfé.Fjárfesting ríkisins myndi þurrkast út„Þetta er svo galið. Þessir 200 milljarðar sem ríkið setti í bankann myndu þurrkast út á einni nóttu. Í besta falli myndu þeir ekki hafa neinn arð af rekstri bankans eins og hann hefur haft undanfarið. Mesta áhyggjuefnið er að ef þessu yrði hrint í framkvæmd yrði bankinn einskis virði á einni nóttu. Þá myndu menn aldrei geta fengið til baka það sem ríkið hefur lagt í bankann með því að einkavæða bankann síðar. Það er þá bara farið. Það eru náttúrulega svo stórkostlegir fjármunir í þessu,“ segir Sveinn Andri.Stæðist ekki reglur ESB um ríkisaðstoðSveinn Andri bendir einnig á að hugmyndin stæðist ekki samkeppnisreglur ESB. „Eftirlitsstofnun ESA væri kominn á okkur eins og skot. Þetta er skólabókadæmi um ólögmæta ríkisaðstoð þar sem ríkið væri með niðurgreiddum hætti í samkeppni við erlenda og innlenda banka,“ segir Sveinn Andri.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent