Ofbeldisbörn María Elísabet Bragadóttir skrifar 11. desember 2015 07:00 Varð óvart vitni að prívatsamtali tveggja manneskja á götuhorni um daginn. Setningarnar sem flugu á milli voru upp á líf og dauða. – Hvað gerist ef ég sting þessu í hjartað á þér? – Ég dey! Ég dey strax. Þetta voru tvö börn. Annað þeirra þungvopnað. Lúffuklæddar hendur kreistu risavaxið grýlukerti. Var tvístígandi yfir því hvort þarna væri á ferðinni forhert ofbeldisbarn. Augnabliki síðar kútveltust þau hlæjandi um í snjóskafli og engin illska sveif yfir vötnum. En barnæskan er auðvitað ekki dans á dúnmjúkum rósablöðum. Þótt þú bannir barninu þínu að horfa á ofbeldismyndir mun það finna leiðir til að kanna myrkari lendur hugans. Sem barn reyndi ég að horfa reglulega á bannaðar myndir. Forvitnilegt að spá í þann tvískinnung að ofbeldi á spólu var forboðið en ef það var í bók var það dúndurfínt. Þess vegna mátti ég lesa Grimms-ævintýrin þótt leitun sé að svæsnari ofbeldissögum. Sakleysinginn Mjallhvít keypti í ógáti lífstykki sem kæfði hana. Morðóð drottning var neydd til að dansa í rauðglóandi járnskóm. Galdranorn matreiddi börn og var fyrir rest bökuð til dauða í geysistórum ofni. Örlög vondrar stjúpu voru að rúlla niður brekku, kviknakin í tunnu fylltri nöglum. Fékk virkilega að vaða eldinn þegar kom að lesefni. Sást samt ekki utan á mér. Var hrekklaust og guðhrætt barn, smámælt á gammósíum. Las grafískar morðlýsingar og horfði á Bangsímon til skiptis. Ofan í allan ofbeldislesturinn datt sem betur fer engum í hug að gefa mér leikfangabyssu eða lásboga úr plasti. Geislasverðum var fórnað á altari mjúku bangsanna. En hugsið ykkur ef ég hefði bæði átt dótahníf og lesið Grimms-ævintýrin. Ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Varð óvart vitni að prívatsamtali tveggja manneskja á götuhorni um daginn. Setningarnar sem flugu á milli voru upp á líf og dauða. – Hvað gerist ef ég sting þessu í hjartað á þér? – Ég dey! Ég dey strax. Þetta voru tvö börn. Annað þeirra þungvopnað. Lúffuklæddar hendur kreistu risavaxið grýlukerti. Var tvístígandi yfir því hvort þarna væri á ferðinni forhert ofbeldisbarn. Augnabliki síðar kútveltust þau hlæjandi um í snjóskafli og engin illska sveif yfir vötnum. En barnæskan er auðvitað ekki dans á dúnmjúkum rósablöðum. Þótt þú bannir barninu þínu að horfa á ofbeldismyndir mun það finna leiðir til að kanna myrkari lendur hugans. Sem barn reyndi ég að horfa reglulega á bannaðar myndir. Forvitnilegt að spá í þann tvískinnung að ofbeldi á spólu var forboðið en ef það var í bók var það dúndurfínt. Þess vegna mátti ég lesa Grimms-ævintýrin þótt leitun sé að svæsnari ofbeldissögum. Sakleysinginn Mjallhvít keypti í ógáti lífstykki sem kæfði hana. Morðóð drottning var neydd til að dansa í rauðglóandi járnskóm. Galdranorn matreiddi börn og var fyrir rest bökuð til dauða í geysistórum ofni. Örlög vondrar stjúpu voru að rúlla niður brekku, kviknakin í tunnu fylltri nöglum. Fékk virkilega að vaða eldinn þegar kom að lesefni. Sást samt ekki utan á mér. Var hrekklaust og guðhrætt barn, smámælt á gammósíum. Las grafískar morðlýsingar og horfði á Bangsímon til skiptis. Ofan í allan ofbeldislesturinn datt sem betur fer engum í hug að gefa mér leikfangabyssu eða lásboga úr plasti. Geislasverðum var fórnað á altari mjúku bangsanna. En hugsið ykkur ef ég hefði bæði átt dótahníf og lesið Grimms-ævintýrin. Ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun