Advania aðstoðar við rauntímaeftirlit með jörðinni Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2015 14:30 Gestur G. Gestsson forstjóri Advania. vísir/gva Bandaríska hátæknifyrirtækið Planet Labs hefur valið Advania sem hýsingaraðila fyrir safn háskerpumynda sem floti gervihnatta fyrirtækisins tekur stöðugt af jörðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Advania. Planet Labs rekur flota 71 gervihnattar sem eru á sporbaug um jörðina og vakta ástand hennar. Hver gervihnöttur er aðeins um meter að lengd, tíu sentimetrar að breidd og vegur aðeins um fjögur kíló. Gervihnettirnir skanna allt yfirborð jarðarinnar einu sinni á hverjum sólarhring og við þetta verður til gríðarlegt magn af gögnum sem sýnir glöggt ástand og þróun umhverfismála á jörðinni. Á meðal þeirra fjölmarga þátta sem Planet Labs fylgist með er ástand ræktarlands, vatnsforði og vöxtur þéttbýlis. Hýsing, flokkun og öruggur aðgangur að hinu gríðarstóra myndasafni Planet Labs er í gegnum Advania Open Cloud tölvuský Advania. Þessi lausn byggir á Qstack hugbúnaðinum frá Greenqloud og fullkomnum gagnaverum Advania hér á landi. Þau eru knúin með endurvinnanlegri orku og nýta hið íslenska kalda og vindasama loftslag til að kæla tölvubúnað með einfaldari, ódýrari og umhverfisvænni hætti en víðast hvar er mögulegt. „Við hjá Planet Labs vonum að myndir af okkar af jörðinni veiti öllum innblástur til að hugsa betur um plánetuna. Hin umhverfisvæna upplýsingatækni Advania gerir fyrirtækið að fullkomnum samstarfsaðila. Gagnaver fyrirtækisins eru knúin með hreinni orku, eru hagkvæm í rekstri og það er auðvelt að kæla búnaðinn þar. Þetta er þrefaldur ávinningur fyrir okkur,“ segir Troy Toman, framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Planet Labs. „Það er spennandi að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni sem snýst um að fylgjast grannt með ástandi jarðarinnar. Það er vaxandi áhugi meðal viðskiptavina okkar að huga að umhverfismálum en því miður er það þannig að stór hluti upplýsingatækniþjónustu er knúin áfram af jarðefnaeldsneyti sem veldur töluverðri losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Gestur G. Gestsson forstjóri Advania. Planet Labs hannar, smíðar og rekur stóran flota af gervihnöttum sem mynda yfirborð jarðarinnar oftar en áður en hefur þekkst. Planet Labs hefur það að markmiði að gefa alhliða aðgang að gögnum um hina síbreytilegu jörð í hagnaðar- og góðgerðarskyni. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 af vísindamönnum sem áður störfuðu hjá NASA. Á meðal starfsmanna fyrirtækisins eru forritarar, verkfræðingar og áhættufjárfestar. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Bandaríska hátæknifyrirtækið Planet Labs hefur valið Advania sem hýsingaraðila fyrir safn háskerpumynda sem floti gervihnatta fyrirtækisins tekur stöðugt af jörðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Advania. Planet Labs rekur flota 71 gervihnattar sem eru á sporbaug um jörðina og vakta ástand hennar. Hver gervihnöttur er aðeins um meter að lengd, tíu sentimetrar að breidd og vegur aðeins um fjögur kíló. Gervihnettirnir skanna allt yfirborð jarðarinnar einu sinni á hverjum sólarhring og við þetta verður til gríðarlegt magn af gögnum sem sýnir glöggt ástand og þróun umhverfismála á jörðinni. Á meðal þeirra fjölmarga þátta sem Planet Labs fylgist með er ástand ræktarlands, vatnsforði og vöxtur þéttbýlis. Hýsing, flokkun og öruggur aðgangur að hinu gríðarstóra myndasafni Planet Labs er í gegnum Advania Open Cloud tölvuský Advania. Þessi lausn byggir á Qstack hugbúnaðinum frá Greenqloud og fullkomnum gagnaverum Advania hér á landi. Þau eru knúin með endurvinnanlegri orku og nýta hið íslenska kalda og vindasama loftslag til að kæla tölvubúnað með einfaldari, ódýrari og umhverfisvænni hætti en víðast hvar er mögulegt. „Við hjá Planet Labs vonum að myndir af okkar af jörðinni veiti öllum innblástur til að hugsa betur um plánetuna. Hin umhverfisvæna upplýsingatækni Advania gerir fyrirtækið að fullkomnum samstarfsaðila. Gagnaver fyrirtækisins eru knúin með hreinni orku, eru hagkvæm í rekstri og það er auðvelt að kæla búnaðinn þar. Þetta er þrefaldur ávinningur fyrir okkur,“ segir Troy Toman, framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Planet Labs. „Það er spennandi að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni sem snýst um að fylgjast grannt með ástandi jarðarinnar. Það er vaxandi áhugi meðal viðskiptavina okkar að huga að umhverfismálum en því miður er það þannig að stór hluti upplýsingatækniþjónustu er knúin áfram af jarðefnaeldsneyti sem veldur töluverðri losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Gestur G. Gestsson forstjóri Advania. Planet Labs hannar, smíðar og rekur stóran flota af gervihnöttum sem mynda yfirborð jarðarinnar oftar en áður en hefur þekkst. Planet Labs hefur það að markmiði að gefa alhliða aðgang að gögnum um hina síbreytilegu jörð í hagnaðar- og góðgerðarskyni. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 af vísindamönnum sem áður störfuðu hjá NASA. Á meðal starfsmanna fyrirtækisins eru forritarar, verkfræðingar og áhættufjárfestar.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira