Stýrivextir óbreyttir Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2015 08:59 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri vísir/gva Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5% eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Greiningadeildir bankanna og IFS greining höfðu búist við að vextir yrðu lækkaðir um 0,25 prósentustig. Þar segir að samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands var hagvöxtur nokkru minni á fyrstu þremur ársfjórðungum síðasta árs en spáð var í nóvemberhefti Peningamála. Vísbendingar séu um að bráðabirgðatölurnar kunni að fela í sér vanmat, en í uppfærðri spá Seðlabankans er eigi að síður gert ráð fyrir að hagvöxtur í fyrra hafi verið minni en bankinn spáði í nóvember eða 2% í stað 2,9%. Hins vegar er búist við meiri hagvexti í ár en þá var spáð eða 4,2% í stað 3,5%. „Verðbólga hefur hjaðnað enn frekar frá síðustu vaxtaákvörðun. Í desember og janúar mældist hún aðeins 0,8% og lítils háttar lækkun verðlags mælist sé horft fram hjá áhrifum húsnæðiskostnaðar. Horfur eru á að verðbólga verði undir 2% fram á næsta ár, sem er minni verðbólga en spáð var í nóvember. Lítil alþjóðleg verðbólga og stöðugt gengi krónu halda aftur af verðbólgu og vega á móti áhrifum töluverðra launahækkana innanlands. Verðbólguvæntingar hafa einnig lækkað á undanförnum mánuðum og eru nú á helstu mælikvarða við verðbólgumarkmiðið,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir einnig að efnahagshorfur séu að ýmsu leyti tvísýnni en oft áður. „Lækkun eldsneytisverðs hefur haft mikil áhrif á verðlagsþróun bæði á Íslandi og á heimsvísu, en óvíst er hve langvinn þessi þróun verður. Launavöxtur hefur verið töluverður á Íslandi, ólíkt flestum viðskiptalöndum, og vaxandi óróa gætir á vinnumarkaði sem gæti teflt í tvísýnu stöðugleikanum sem áunnist hefur.“ Raunvextir bankans hafa hækkað að undanförnu sökum hjöðnunar verðbólgu og verðbólguvæntinga. Þeir eru nokkuð háir í ljósi stöðu hagsveiflunnar og nærhorfa. „Lækkun alþjóðlegs eldsneytisverðs er hins vegar utan áhrifasviðs peningastefnu hér á landi auk þess sem sú minnkun verðbólgu sem af henni leiðir er tímabundin. Við ákvörðun vaxta er því ekki hægt að taka fullt tillit til hjöðnunar verðbólgu sem af henni stafar. Þá ríkir mikil óvissa um horfur á vinnumarkaði á sama tíma og vísbendingar eru um öflugan hagvöxt á næstu misserum. Af þessum sökum telur peningastefnunefndin rétt að staldra við uns efnahagshorfur skýrast frekar, einkum varðandi launaþróun.“ Framvinda nafnvaxta ræðst eins og alltaf af þróun eftirspurnar og verðbólgu. „Haldist verðbólga undir markmiði og verði launahækkanir í komandi kjarasamningum í samræmi við verðbólgumarkmið gætu skapast forsendur fyrir frekari lækkun nafnvaxta. Miklar launahækkanir og vöxtur eftirspurnar gætu hins vegar grafið undan nýfengnum verðstöðugleika og valdið því að hækka þurfi vexti á ný.“ Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5% eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Greiningadeildir bankanna og IFS greining höfðu búist við að vextir yrðu lækkaðir um 0,25 prósentustig. Þar segir að samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands var hagvöxtur nokkru minni á fyrstu þremur ársfjórðungum síðasta árs en spáð var í nóvemberhefti Peningamála. Vísbendingar séu um að bráðabirgðatölurnar kunni að fela í sér vanmat, en í uppfærðri spá Seðlabankans er eigi að síður gert ráð fyrir að hagvöxtur í fyrra hafi verið minni en bankinn spáði í nóvember eða 2% í stað 2,9%. Hins vegar er búist við meiri hagvexti í ár en þá var spáð eða 4,2% í stað 3,5%. „Verðbólga hefur hjaðnað enn frekar frá síðustu vaxtaákvörðun. Í desember og janúar mældist hún aðeins 0,8% og lítils háttar lækkun verðlags mælist sé horft fram hjá áhrifum húsnæðiskostnaðar. Horfur eru á að verðbólga verði undir 2% fram á næsta ár, sem er minni verðbólga en spáð var í nóvember. Lítil alþjóðleg verðbólga og stöðugt gengi krónu halda aftur af verðbólgu og vega á móti áhrifum töluverðra launahækkana innanlands. Verðbólguvæntingar hafa einnig lækkað á undanförnum mánuðum og eru nú á helstu mælikvarða við verðbólgumarkmiðið,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir einnig að efnahagshorfur séu að ýmsu leyti tvísýnni en oft áður. „Lækkun eldsneytisverðs hefur haft mikil áhrif á verðlagsþróun bæði á Íslandi og á heimsvísu, en óvíst er hve langvinn þessi þróun verður. Launavöxtur hefur verið töluverður á Íslandi, ólíkt flestum viðskiptalöndum, og vaxandi óróa gætir á vinnumarkaði sem gæti teflt í tvísýnu stöðugleikanum sem áunnist hefur.“ Raunvextir bankans hafa hækkað að undanförnu sökum hjöðnunar verðbólgu og verðbólguvæntinga. Þeir eru nokkuð háir í ljósi stöðu hagsveiflunnar og nærhorfa. „Lækkun alþjóðlegs eldsneytisverðs er hins vegar utan áhrifasviðs peningastefnu hér á landi auk þess sem sú minnkun verðbólgu sem af henni leiðir er tímabundin. Við ákvörðun vaxta er því ekki hægt að taka fullt tillit til hjöðnunar verðbólgu sem af henni stafar. Þá ríkir mikil óvissa um horfur á vinnumarkaði á sama tíma og vísbendingar eru um öflugan hagvöxt á næstu misserum. Af þessum sökum telur peningastefnunefndin rétt að staldra við uns efnahagshorfur skýrast frekar, einkum varðandi launaþróun.“ Framvinda nafnvaxta ræðst eins og alltaf af þróun eftirspurnar og verðbólgu. „Haldist verðbólga undir markmiði og verði launahækkanir í komandi kjarasamningum í samræmi við verðbólgumarkmið gætu skapast forsendur fyrir frekari lækkun nafnvaxta. Miklar launahækkanir og vöxtur eftirspurnar gætu hins vegar grafið undan nýfengnum verðstöðugleika og valdið því að hækka þurfi vexti á ný.“
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira