Stýrivextir Seðlabankans óbreyttir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2015 09:04 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. vísir/gva Stýrivextir Seðlabanka Íslands haldast óbreyttir og verða því áfram 5,5 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir jafnframt að verðbólga sé enn undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sérstaklega ef litið er framhjá húsnæðislið vísitölu neysluverðs. Verðbólga hefur þar að auki aukist hægar en gert var ráð fyrir í síðustu verðbólguspá bankans. Kemur fram í tilkynningu að það stafi að nokkru leyti af hærra gengi krónu þó sveiflukenndir liðir eigi þar einnig hlut að máli. „Verðbólguhorfur til lengri tíma litið hafa því ekki breyst umtalsvert þótt nærhorfur séu betri. Niðurstaða kjarasamninga og tiltölulega háar verðbólguvæntingar benda eftir sem áður til þess að verðbólga muni aukast á næstu misserum. Á móti kemur lækkun alþjóðlegs vöruverðs og tæplega 4% hækkun á gengi krónunnar frá síðustu vaxtaákvörðun þrátt fyrir mikil gjaldeyriskaup Seðlabankans. Aukist verðbólga í framhaldi af kjarasamningum svipað og spár benda til mun peningastefnunefndin þurfa að hækka vexti frekar eigi verðbólgumarkmiðið að nást til lengri tíma litið. Hve mikið og hve hratt ræðst af framvindunni og því hvernig greiðist úr þeirri óvissu sem nú er til staðar. Sterkari króna og alþjóðleg verðlagsþróun hefur gefið svigrúm til að hækka vexti aðeins hægar en áður var talið nauðsynlegt en breytir ekki þörf fyrir aukið aðhald á næstu misserum. Vaxtaferillinn mun einnig ráðast af því hvort öðrum stjórntækjum verður beitt til þess að halda aftur af eftirspurnarþrýstingi á komandi misserum,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Þá hefur peningastefnunefnd ákveðið að auka bindiskyldu úr 2 prósentum í 4 prósent frá og með 21. október en þá hefst næsta bindiskyldutímabil. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Stýrivextir Seðlabanka Íslands haldast óbreyttir og verða því áfram 5,5 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir jafnframt að verðbólga sé enn undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sérstaklega ef litið er framhjá húsnæðislið vísitölu neysluverðs. Verðbólga hefur þar að auki aukist hægar en gert var ráð fyrir í síðustu verðbólguspá bankans. Kemur fram í tilkynningu að það stafi að nokkru leyti af hærra gengi krónu þó sveiflukenndir liðir eigi þar einnig hlut að máli. „Verðbólguhorfur til lengri tíma litið hafa því ekki breyst umtalsvert þótt nærhorfur séu betri. Niðurstaða kjarasamninga og tiltölulega háar verðbólguvæntingar benda eftir sem áður til þess að verðbólga muni aukast á næstu misserum. Á móti kemur lækkun alþjóðlegs vöruverðs og tæplega 4% hækkun á gengi krónunnar frá síðustu vaxtaákvörðun þrátt fyrir mikil gjaldeyriskaup Seðlabankans. Aukist verðbólga í framhaldi af kjarasamningum svipað og spár benda til mun peningastefnunefndin þurfa að hækka vexti frekar eigi verðbólgumarkmiðið að nást til lengri tíma litið. Hve mikið og hve hratt ræðst af framvindunni og því hvernig greiðist úr þeirri óvissu sem nú er til staðar. Sterkari króna og alþjóðleg verðlagsþróun hefur gefið svigrúm til að hækka vexti aðeins hægar en áður var talið nauðsynlegt en breytir ekki þörf fyrir aukið aðhald á næstu misserum. Vaxtaferillinn mun einnig ráðast af því hvort öðrum stjórntækjum verður beitt til þess að halda aftur af eftirspurnarþrýstingi á komandi misserum,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Þá hefur peningastefnunefnd ákveðið að auka bindiskyldu úr 2 prósentum í 4 prósent frá og með 21. október en þá hefst næsta bindiskyldutímabil.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira