Steinull hlýtur umhverfisverðlaun atvinnulífsins Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2015 10:59 Páll Erland, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Steinullar. Mynd/SA Forseti Íslands afhenti í morgun umhverfisverðlaun atvinnulífsins á umhverfidegi atvinnulífsins. Steinull hf. á Sauðárkróki hlaut verðlaun sem umhverfisfyrirtæki ársins 2015 og uppbygging Orku náttúrunnar á hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla var valið framtak ársins 2015 á sviði umhverfismála. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Steinull sé rótgróið og stundi framleiðslu á vörum sem séu í alþjóðlegri samkeppni. „Fyrirtækið nýtir að mestu innlent hráefni til framleiðslunnar sem engin hætta er á að gangi til þurrðar. Öndvert við flesta keppinauta sína erlendis nýtir fyrirtækið einungis innlenda endurnýjanlega raforku til framleiðslunnar og útstreymi gróðurhúsalofttegunda er minna en hjá keppinautunum. Kolefnisspor framleiðsluvörunnar er því lægra en hjá samkeppnisaðilunum. Undanfarin ár hefur verið lagt kapp á að draga úr úrgangi og stór hluti hans er nú endurnýttur í framleiðsluferlinu. Einnig hefur verið unnið að áhættugreiningum, forvörnum og úrbótum í vinnuumhverfinu. Framleiðsluvörur fyrirtækisins hafa hlotið vottanir erlendra úttektaraðila fyrir gæði og að uppfylla staðla sem um þær gilda. Fyrirtækið hefur hlotið vottun fyrir gæðakerfi samkvæmt ISO 9001 staðlinum. Það hefur einnig fengið vottun samkvæmt umhverfisstaðlinum ISO 14001 og stefnt er að því að ljúka vottun samkvæmt vinnuverndarstaðlinum OSHAS 18001 á næsta ári. Fyrirtækið hóf starfsemi sína fyrir réttum 30 árum og hefur í mörg ár hlotið viðurkenningu Creditinfo sem fyrirmyndarfyrirtæki,“ segir í rökstuðningnum.Framtak ársinsÍ rökstuðningi dómnefndar um Orku náttúrunnar og framtak ársins segir meðal annars að fyrirtækið hafi byggt upp aðstöðu sem gagnist víða og nýtist mörgum. „Það hefur tekið þeirri áskorun sem felst í því að ein besta leiðin til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda er að rafvæða samgöngurnar. Eitt af því sem stendur í vegi rafvæðingunni er skortur á innviðum. Fyrirtækið bendir á að þrátt fyrir að eldsneytisnotkun bifreiða hafi dregist saman þá hafi hlutfall eldsneytisnotkunar bifreiða af heildareldsneytisnotkun ekki minnkað. Nýleg þróun rafbíla hafi gert þá að raunhæfum kosti fyrir almenning. Aðgerðir stjórnvalda styðji einnig við þá þróun. Talið er að það sem fólk setji helst fyrir sig sé vegalengdin sem unnt er að komast á einni hleðslu. Nú eru um 500 rafbílar á landinu en rafbílar nýta orkuna betur en hefðbundnir bílar. Drifbúnaðurinn er frekar einfaldur, varmatap vegna bruna er ekkert og hemlunarorkan gjarnan nýtt til að endurhlaða rafhlöðurnar. Fyrirtækið sem hlýtur viðurkenningu fyrir umhverfisframtak ársins hefur að undanförnu byggt upp net hraðhleðslustöðva á Suðvesturlandi frá Borgarnesi til Selfoss og hefur uppi áform um frekari uppbyggingu slíkra stöðva.“ Dómnefndina skipuðu Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfismála hjá verkfræðistofunni Eflu, formaður, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Að umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Forseti Íslands afhenti í morgun umhverfisverðlaun atvinnulífsins á umhverfidegi atvinnulífsins. Steinull hf. á Sauðárkróki hlaut verðlaun sem umhverfisfyrirtæki ársins 2015 og uppbygging Orku náttúrunnar á hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla var valið framtak ársins 2015 á sviði umhverfismála. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Steinull sé rótgróið og stundi framleiðslu á vörum sem séu í alþjóðlegri samkeppni. „Fyrirtækið nýtir að mestu innlent hráefni til framleiðslunnar sem engin hætta er á að gangi til þurrðar. Öndvert við flesta keppinauta sína erlendis nýtir fyrirtækið einungis innlenda endurnýjanlega raforku til framleiðslunnar og útstreymi gróðurhúsalofttegunda er minna en hjá keppinautunum. Kolefnisspor framleiðsluvörunnar er því lægra en hjá samkeppnisaðilunum. Undanfarin ár hefur verið lagt kapp á að draga úr úrgangi og stór hluti hans er nú endurnýttur í framleiðsluferlinu. Einnig hefur verið unnið að áhættugreiningum, forvörnum og úrbótum í vinnuumhverfinu. Framleiðsluvörur fyrirtækisins hafa hlotið vottanir erlendra úttektaraðila fyrir gæði og að uppfylla staðla sem um þær gilda. Fyrirtækið hefur hlotið vottun fyrir gæðakerfi samkvæmt ISO 9001 staðlinum. Það hefur einnig fengið vottun samkvæmt umhverfisstaðlinum ISO 14001 og stefnt er að því að ljúka vottun samkvæmt vinnuverndarstaðlinum OSHAS 18001 á næsta ári. Fyrirtækið hóf starfsemi sína fyrir réttum 30 árum og hefur í mörg ár hlotið viðurkenningu Creditinfo sem fyrirmyndarfyrirtæki,“ segir í rökstuðningnum.Framtak ársinsÍ rökstuðningi dómnefndar um Orku náttúrunnar og framtak ársins segir meðal annars að fyrirtækið hafi byggt upp aðstöðu sem gagnist víða og nýtist mörgum. „Það hefur tekið þeirri áskorun sem felst í því að ein besta leiðin til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda er að rafvæða samgöngurnar. Eitt af því sem stendur í vegi rafvæðingunni er skortur á innviðum. Fyrirtækið bendir á að þrátt fyrir að eldsneytisnotkun bifreiða hafi dregist saman þá hafi hlutfall eldsneytisnotkunar bifreiða af heildareldsneytisnotkun ekki minnkað. Nýleg þróun rafbíla hafi gert þá að raunhæfum kosti fyrir almenning. Aðgerðir stjórnvalda styðji einnig við þá þróun. Talið er að það sem fólk setji helst fyrir sig sé vegalengdin sem unnt er að komast á einni hleðslu. Nú eru um 500 rafbílar á landinu en rafbílar nýta orkuna betur en hefðbundnir bílar. Drifbúnaðurinn er frekar einfaldur, varmatap vegna bruna er ekkert og hemlunarorkan gjarnan nýtt til að endurhlaða rafhlöðurnar. Fyrirtækið sem hlýtur viðurkenningu fyrir umhverfisframtak ársins hefur að undanförnu byggt upp net hraðhleðslustöðva á Suðvesturlandi frá Borgarnesi til Selfoss og hefur uppi áform um frekari uppbyggingu slíkra stöðva.“ Dómnefndina skipuðu Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfismála hjá verkfræðistofunni Eflu, formaður, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Að umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira