Viðskipti innlent

AGR og Reynd sameinast

Haukur Hannesson
Haukur Hannesson
AGR og Reynd sameinuðust nýlega og bjóða nú Dynamics NAV viðskiptalausnir samhliða vörustjórnunarlausnum AGR á innlendan og erlendan markað. Sameinað félag verður með starfsemi í Bretlandi og Danmörku en öll þróun fer fram hérlendis. Haukur Þór Hannesson, framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu, segir að meirihluti tekna fyrirtækisins komi frá útlöndum,  í gegnum fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Fyrirtækið þjónustar meðal annars alþjóðlega viðskiptavini á borð við Le Creuset, BoConcept, IKEA í Saudí Arabíu, Best Denki í Singapore ásamt meirihluta þeirra skemmtiferðaskipa sem koma til landsins.

AGR hefur í átján ár sérhæft sig í hugbúnaðargerð og ráðgjöf á sviði aðfangastýringar en hugbúnaðurinn er í notkun hjá mörgum af öflugustu fyrirtækjum landsins. Sérstaða Reyndar byggir á Dynamics NAV viðskiptakerfinu ásamt verslunarlausnum frá LS Retail. Sameinað fyrirtæki mun því geta á einum stað boðið ráðgjöf, innleiðingu og þjónustu á NAV viðskiptakerfinu, samhliða lausnum og ráðgjöf í vörustjórnun gegnum AGR hugbúnaðinn.

„Með stofnun AGR-Reyndar erum við að sameina helstu sérfræðinga landsins í vörustjórnun við einhverja reynslumestu sérfræðinga landsins í innleiðingu og þjónustu á NAV viðskiptahugbúnaðnum. Sérstaða okkar byggir á því að bjóða fyrsta flokks vörustjórnunarþekkingu til viðbótar við öfluga þjónustu á Dynamics NAV,“ segir Haukur Hannesson, framkvæmdastjóri hjá AGR-Reynd ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×