Viðskipti innlent

Latibær tapaði 1,5 milljörðum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Á síðasta ári var ákveðið að flytja stóran hluta starfsemi LazyTown frá Íslandi til Bretlands.
Á síðasta ári var ákveðið að flytja stóran hluta starfsemi LazyTown frá Íslandi til Bretlands. Vísir/Vilhelm
Latibær tapaði 11,5 milljónum dollara á síðasta ári, andvirði tæpum 1,5 milljörðum íslenskra króna. Tapið var minna en árið 2013 þegar það nam 13,4 milljónum dollara. Eignir félagsins námu 12,5 milljónum dollara í árslok 2014 samanborið við 25,8 milljónir dollara í árslok 2013. Eigið fé nam 9,4 milljónum dollara.

Hlutafé nam 37 milljónum dollara í árslok 2014. Hlutaféð er allt í eigu Turner Broadcasting System Iceland hf.

Á síðasta ári var ákveðið að flytja stóran hluta starfsemi LazyTown frá Íslandi til Bretlands. Dótturfélög Latabæjar, LazyTown Management ehf., LazyTown International B.V., 380°Studios ehf og LazyTown Production 2013 hættu starfsemi í lok árs 2014. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×