Stýrir fjárhagssviði Seðlabankans Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. september 2015 10:01 Erla Guðmundsdóttir hefur gaman af hestamennsku og er búin að kaupa sér hesthús. Fréttablaðið/GVA Erla Guðmundsdóttir var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri á fjárhagssviði Seðlabanka Íslands. Þar ber hún meðal annars ábyrgð á heildaruppgjöri bankans og er einnig með ábyrgð á öllum greiðslum bankans. Erla er viðskiptafræðingur og lauk cand. oceon.-prófi árið 2005. „Sviðið skiptist í tvær einingar, bakvinnslu og reikningshald. Baksviðið sér um greiðslur bankans bæði innlendar og erlendar. Og einnig fyrir hönd ríkissjóðs og félög í eigu bankans,“ segir Erla. Reikningshald sér svo aftur um allar daglegar færslur og mánaðarleg uppgjör fyrir bankann og fyrir félög í eigu bankans, en það eru Eignasafn Seðlabanka Íslands og Greiðsluveitan. Starfsmenn sviðsins eru fimmtán. Erla er ekki ókunnug fjárhagssviði bankans, en hún hefur starfað þar í fimm ár. „Ég tók við sem forstöðumaður reikningshalds og aðstoðarframkvæmdastjóri á sama ári og ég byrjaði. Og svo er ég nú bara yfir þessu öllu núna,“ segir Erla. Hún segir það hafa marga kosti að vinna hjá bankanum og vinnan þar sé mjög skemmtileg. „Maður hefur kynnst þessu samstæðuuppgjöri, einhverju sem maður bjóst ekki við þegar maður byrjaði hjá Seðlabankanum,“ segir Erla. Að auki sé mikil þekking í bankanum úr ýmsum áttum. Áður starfaði Erla í MP-banka sem sérfræðingur í fjárhagsdeild og einnig hefur hún starfað í reikningshaldi og samstæðueiningu fjárhagsdeildar Íslandsbanka. Hún segir starfið hjá Íslandsbanka hafa verið töluvert frábrugðið þar sem Íslandsbanki sé mun stærri banki og starfið þar mun afmarkaðra. „En þegar ég færði mig yfir í MP þá var það mjög skemmtilegur tími. Þá var hann fjárfestingabanki þegar hann byrjaði en ég tók svo þátt í að gera hann að viðskiptabanka. Það er miklu minni eining en þar hafði maður heildaryfirsýnina sem nýttist mér vel þegar maður kom yfir til Seðlabankans.“ Mestum tíma utan vinnu ver Erla með fjölskyldunni. „Svo reynir maður að tvinna sín áhugamál inn. Áður en ég stofnaði fjölskyldu var ég mikið í hestamennsku. Það er draumur sem á að kveikja aftur,“ segir Erla. Hún á afa sem var bóndi og fékk að fara á hestbak hjá honum þegar hún var yngri. „Ég er komin hálfa leið. Ég er búin að fjárfesta í hesthúsi. Þannig að ég er komin hálft skref í rétta átt,“ segir hún en viðurkennir að það sé mikil fjárfesting að eignast hesthús. „En eru ekki öll áhugamál dýr í dag?“ spyr hún. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Erla Guðmundsdóttir var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri á fjárhagssviði Seðlabanka Íslands. Þar ber hún meðal annars ábyrgð á heildaruppgjöri bankans og er einnig með ábyrgð á öllum greiðslum bankans. Erla er viðskiptafræðingur og lauk cand. oceon.-prófi árið 2005. „Sviðið skiptist í tvær einingar, bakvinnslu og reikningshald. Baksviðið sér um greiðslur bankans bæði innlendar og erlendar. Og einnig fyrir hönd ríkissjóðs og félög í eigu bankans,“ segir Erla. Reikningshald sér svo aftur um allar daglegar færslur og mánaðarleg uppgjör fyrir bankann og fyrir félög í eigu bankans, en það eru Eignasafn Seðlabanka Íslands og Greiðsluveitan. Starfsmenn sviðsins eru fimmtán. Erla er ekki ókunnug fjárhagssviði bankans, en hún hefur starfað þar í fimm ár. „Ég tók við sem forstöðumaður reikningshalds og aðstoðarframkvæmdastjóri á sama ári og ég byrjaði. Og svo er ég nú bara yfir þessu öllu núna,“ segir Erla. Hún segir það hafa marga kosti að vinna hjá bankanum og vinnan þar sé mjög skemmtileg. „Maður hefur kynnst þessu samstæðuuppgjöri, einhverju sem maður bjóst ekki við þegar maður byrjaði hjá Seðlabankanum,“ segir Erla. Að auki sé mikil þekking í bankanum úr ýmsum áttum. Áður starfaði Erla í MP-banka sem sérfræðingur í fjárhagsdeild og einnig hefur hún starfað í reikningshaldi og samstæðueiningu fjárhagsdeildar Íslandsbanka. Hún segir starfið hjá Íslandsbanka hafa verið töluvert frábrugðið þar sem Íslandsbanki sé mun stærri banki og starfið þar mun afmarkaðra. „En þegar ég færði mig yfir í MP þá var það mjög skemmtilegur tími. Þá var hann fjárfestingabanki þegar hann byrjaði en ég tók svo þátt í að gera hann að viðskiptabanka. Það er miklu minni eining en þar hafði maður heildaryfirsýnina sem nýttist mér vel þegar maður kom yfir til Seðlabankans.“ Mestum tíma utan vinnu ver Erla með fjölskyldunni. „Svo reynir maður að tvinna sín áhugamál inn. Áður en ég stofnaði fjölskyldu var ég mikið í hestamennsku. Það er draumur sem á að kveikja aftur,“ segir Erla. Hún á afa sem var bóndi og fékk að fara á hestbak hjá honum þegar hún var yngri. „Ég er komin hálfa leið. Ég er búin að fjárfesta í hesthúsi. Þannig að ég er komin hálft skref í rétta átt,“ segir hún en viðurkennir að það sé mikil fjárfesting að eignast hesthús. „En eru ekki öll áhugamál dýr í dag?“ spyr hún.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira