Þvinganir gætu komið Íslandi verst Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. ágúst 2015 07:00 Rússar hafa bætt fimm ríkjum á bannlista sinn. nordicphotos/AFP „Ef um er að ræða algert bann við innflutningi matvæla til Rússlands, þar með talið sjávarfangs, þá eru það mjög alvarleg tíðindi fyrir okkur Íslendinga,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Í gær bætti Rússland Íslandi á lista yfir þjóðir sem falla undir viðskiptabann þeirra. Albaníu, Svartfjallalandi, Úkraínu og Liechtenstein var einnig bætt á listann. Rússland setti síðast viðskiptabann á Ísland árið 1949 þegar Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið. Það bann varði í fimm ár. Á þessum tímapunkti eru stjórnvöld að afla upplýsinga um eðli bannsins og munu leita allra leiða til að bregðast við því. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Anton V. Vasilíjev, sendiherra Rússlands, ræddust við á óformlegum fundi í gær.Bjarni BenediktssonBjarni segir að líklega muni bannið koma Íslendingum mun verr en nokkurri annarri Evrópuþjóð sem stendur að banninu enda sé hlutfall útfluttra matvara til Rússlands hæst hjá Íslendingum. Rússar hafa beitt Evrópusambandið, Bandaríkin og önnur ríki banni í rúmlega ár en viðskiptabannið er tilkomið vegna þvingunaraðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi. Ýmis ríki hafa tekið upp á því að veita þeim fyrirtækjum sem verða fyrir skaða vegna viðskiptabannsins aðstoð. ESB hefur til að mynda í rúmt ár veitt bændum innan sambandsins sérstaka fjárhagsaðstoð vegna viðskiptabanns Rússlands. Framkvæmdastjórn ESB hefur varið rúmlega 155 milljónum evra í aðstoð til framleiðenda vegna viðskiptabannsins. Bjarni útilokar ekki slíkar aðgerðir á Íslandi. „Það er ólíku saman að jafna þegar Evrópusambandið deilir úr digrum sjóðum sínum vegna þess takmarkaða tjóns sem verður fyrir einstaka aðildarríki eða fyrir okkur Íslendinga að taka á okkur allt höggið sjálf,“ segir hann. „Bæði kann tjónið að vera meira hér ef við erum að ræða algert innflutningsbann og við erum ekki að deila því með neinum, heldur værum við að taka það allt á okkur sjálf,“ segir Bjarni og bendir á að Ísland sé í einkennilegri stöðu þar sem þvingunaraðgerðirnar sem Ísland taki þátt í með ESB útiloki makrílútflutning á Rússlandsmarkað en á sama tíma sé ESB með átján prósenta toll á innflutning á makríl frá Íslandi. „Það hlýtur að vera eitthvað sem þarf að skoða.“ Viðskiptabann Rússlands hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þjóðir sem stunda fiskútflutning en útflutningur á fiski frá Noregi til Rússlands fór úr 97 þúsund tonnum árið 2013 í 42 þúsund tonn ári seinna eftir að viðskiptabann var sett á Noreg síðla árs 2014. „Ég hef ávallt verið hugsi yfir þessum þvingunaraðgerðum,“ segir Bjarni. „Í fyrsta lagi finnst mér það álitamál hvort þær séu óaðskiljanlegur hluti af því að fordæma framferði Rússa í Úkraínu sem við höfum gert með skýrum hætti. Í öðru lagi má hafa efasemdir hvaða virkni viðskiptaþvinganir hafa haft í sögulegu samhengi og hverju þær skila í þessu tilviki. Í þriðja lagi þá finnst mér að við getum með ýmsum öðrum hætti komið á framfæri okkar sjónarmiðum varðandi framferði Rússa og eftir atvikum gert það þannig að efnahagslegir hagsmunir séu hafðir til hliðsjónar í því samhengi.“ Þrátt fyrir þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi eru þær afskaplega takmarkaðar af Íslands hálfu. Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Ef um er að ræða algert bann við innflutningi matvæla til Rússlands, þar með talið sjávarfangs, þá eru það mjög alvarleg tíðindi fyrir okkur Íslendinga,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Í gær bætti Rússland Íslandi á lista yfir þjóðir sem falla undir viðskiptabann þeirra. Albaníu, Svartfjallalandi, Úkraínu og Liechtenstein var einnig bætt á listann. Rússland setti síðast viðskiptabann á Ísland árið 1949 þegar Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið. Það bann varði í fimm ár. Á þessum tímapunkti eru stjórnvöld að afla upplýsinga um eðli bannsins og munu leita allra leiða til að bregðast við því. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Anton V. Vasilíjev, sendiherra Rússlands, ræddust við á óformlegum fundi í gær.Bjarni BenediktssonBjarni segir að líklega muni bannið koma Íslendingum mun verr en nokkurri annarri Evrópuþjóð sem stendur að banninu enda sé hlutfall útfluttra matvara til Rússlands hæst hjá Íslendingum. Rússar hafa beitt Evrópusambandið, Bandaríkin og önnur ríki banni í rúmlega ár en viðskiptabannið er tilkomið vegna þvingunaraðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi. Ýmis ríki hafa tekið upp á því að veita þeim fyrirtækjum sem verða fyrir skaða vegna viðskiptabannsins aðstoð. ESB hefur til að mynda í rúmt ár veitt bændum innan sambandsins sérstaka fjárhagsaðstoð vegna viðskiptabanns Rússlands. Framkvæmdastjórn ESB hefur varið rúmlega 155 milljónum evra í aðstoð til framleiðenda vegna viðskiptabannsins. Bjarni útilokar ekki slíkar aðgerðir á Íslandi. „Það er ólíku saman að jafna þegar Evrópusambandið deilir úr digrum sjóðum sínum vegna þess takmarkaða tjóns sem verður fyrir einstaka aðildarríki eða fyrir okkur Íslendinga að taka á okkur allt höggið sjálf,“ segir hann. „Bæði kann tjónið að vera meira hér ef við erum að ræða algert innflutningsbann og við erum ekki að deila því með neinum, heldur værum við að taka það allt á okkur sjálf,“ segir Bjarni og bendir á að Ísland sé í einkennilegri stöðu þar sem þvingunaraðgerðirnar sem Ísland taki þátt í með ESB útiloki makrílútflutning á Rússlandsmarkað en á sama tíma sé ESB með átján prósenta toll á innflutning á makríl frá Íslandi. „Það hlýtur að vera eitthvað sem þarf að skoða.“ Viðskiptabann Rússlands hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þjóðir sem stunda fiskútflutning en útflutningur á fiski frá Noregi til Rússlands fór úr 97 þúsund tonnum árið 2013 í 42 þúsund tonn ári seinna eftir að viðskiptabann var sett á Noreg síðla árs 2014. „Ég hef ávallt verið hugsi yfir þessum þvingunaraðgerðum,“ segir Bjarni. „Í fyrsta lagi finnst mér það álitamál hvort þær séu óaðskiljanlegur hluti af því að fordæma framferði Rússa í Úkraínu sem við höfum gert með skýrum hætti. Í öðru lagi má hafa efasemdir hvaða virkni viðskiptaþvinganir hafa haft í sögulegu samhengi og hverju þær skila í þessu tilviki. Í þriðja lagi þá finnst mér að við getum með ýmsum öðrum hætti komið á framfæri okkar sjónarmiðum varðandi framferði Rússa og eftir atvikum gert það þannig að efnahagslegir hagsmunir séu hafðir til hliðsjónar í því samhengi.“ Þrátt fyrir þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi eru þær afskaplega takmarkaðar af Íslands hálfu.
Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira