Þvinganir gætu komið Íslandi verst Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. ágúst 2015 07:00 Rússar hafa bætt fimm ríkjum á bannlista sinn. nordicphotos/AFP „Ef um er að ræða algert bann við innflutningi matvæla til Rússlands, þar með talið sjávarfangs, þá eru það mjög alvarleg tíðindi fyrir okkur Íslendinga,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Í gær bætti Rússland Íslandi á lista yfir þjóðir sem falla undir viðskiptabann þeirra. Albaníu, Svartfjallalandi, Úkraínu og Liechtenstein var einnig bætt á listann. Rússland setti síðast viðskiptabann á Ísland árið 1949 þegar Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið. Það bann varði í fimm ár. Á þessum tímapunkti eru stjórnvöld að afla upplýsinga um eðli bannsins og munu leita allra leiða til að bregðast við því. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Anton V. Vasilíjev, sendiherra Rússlands, ræddust við á óformlegum fundi í gær.Bjarni BenediktssonBjarni segir að líklega muni bannið koma Íslendingum mun verr en nokkurri annarri Evrópuþjóð sem stendur að banninu enda sé hlutfall útfluttra matvara til Rússlands hæst hjá Íslendingum. Rússar hafa beitt Evrópusambandið, Bandaríkin og önnur ríki banni í rúmlega ár en viðskiptabannið er tilkomið vegna þvingunaraðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi. Ýmis ríki hafa tekið upp á því að veita þeim fyrirtækjum sem verða fyrir skaða vegna viðskiptabannsins aðstoð. ESB hefur til að mynda í rúmt ár veitt bændum innan sambandsins sérstaka fjárhagsaðstoð vegna viðskiptabanns Rússlands. Framkvæmdastjórn ESB hefur varið rúmlega 155 milljónum evra í aðstoð til framleiðenda vegna viðskiptabannsins. Bjarni útilokar ekki slíkar aðgerðir á Íslandi. „Það er ólíku saman að jafna þegar Evrópusambandið deilir úr digrum sjóðum sínum vegna þess takmarkaða tjóns sem verður fyrir einstaka aðildarríki eða fyrir okkur Íslendinga að taka á okkur allt höggið sjálf,“ segir hann. „Bæði kann tjónið að vera meira hér ef við erum að ræða algert innflutningsbann og við erum ekki að deila því með neinum, heldur værum við að taka það allt á okkur sjálf,“ segir Bjarni og bendir á að Ísland sé í einkennilegri stöðu þar sem þvingunaraðgerðirnar sem Ísland taki þátt í með ESB útiloki makrílútflutning á Rússlandsmarkað en á sama tíma sé ESB með átján prósenta toll á innflutning á makríl frá Íslandi. „Það hlýtur að vera eitthvað sem þarf að skoða.“ Viðskiptabann Rússlands hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þjóðir sem stunda fiskútflutning en útflutningur á fiski frá Noregi til Rússlands fór úr 97 þúsund tonnum árið 2013 í 42 þúsund tonn ári seinna eftir að viðskiptabann var sett á Noreg síðla árs 2014. „Ég hef ávallt verið hugsi yfir þessum þvingunaraðgerðum,“ segir Bjarni. „Í fyrsta lagi finnst mér það álitamál hvort þær séu óaðskiljanlegur hluti af því að fordæma framferði Rússa í Úkraínu sem við höfum gert með skýrum hætti. Í öðru lagi má hafa efasemdir hvaða virkni viðskiptaþvinganir hafa haft í sögulegu samhengi og hverju þær skila í þessu tilviki. Í þriðja lagi þá finnst mér að við getum með ýmsum öðrum hætti komið á framfæri okkar sjónarmiðum varðandi framferði Rússa og eftir atvikum gert það þannig að efnahagslegir hagsmunir séu hafðir til hliðsjónar í því samhengi.“ Þrátt fyrir þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi eru þær afskaplega takmarkaðar af Íslands hálfu. Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
„Ef um er að ræða algert bann við innflutningi matvæla til Rússlands, þar með talið sjávarfangs, þá eru það mjög alvarleg tíðindi fyrir okkur Íslendinga,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Í gær bætti Rússland Íslandi á lista yfir þjóðir sem falla undir viðskiptabann þeirra. Albaníu, Svartfjallalandi, Úkraínu og Liechtenstein var einnig bætt á listann. Rússland setti síðast viðskiptabann á Ísland árið 1949 þegar Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið. Það bann varði í fimm ár. Á þessum tímapunkti eru stjórnvöld að afla upplýsinga um eðli bannsins og munu leita allra leiða til að bregðast við því. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Anton V. Vasilíjev, sendiherra Rússlands, ræddust við á óformlegum fundi í gær.Bjarni BenediktssonBjarni segir að líklega muni bannið koma Íslendingum mun verr en nokkurri annarri Evrópuþjóð sem stendur að banninu enda sé hlutfall útfluttra matvara til Rússlands hæst hjá Íslendingum. Rússar hafa beitt Evrópusambandið, Bandaríkin og önnur ríki banni í rúmlega ár en viðskiptabannið er tilkomið vegna þvingunaraðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi. Ýmis ríki hafa tekið upp á því að veita þeim fyrirtækjum sem verða fyrir skaða vegna viðskiptabannsins aðstoð. ESB hefur til að mynda í rúmt ár veitt bændum innan sambandsins sérstaka fjárhagsaðstoð vegna viðskiptabanns Rússlands. Framkvæmdastjórn ESB hefur varið rúmlega 155 milljónum evra í aðstoð til framleiðenda vegna viðskiptabannsins. Bjarni útilokar ekki slíkar aðgerðir á Íslandi. „Það er ólíku saman að jafna þegar Evrópusambandið deilir úr digrum sjóðum sínum vegna þess takmarkaða tjóns sem verður fyrir einstaka aðildarríki eða fyrir okkur Íslendinga að taka á okkur allt höggið sjálf,“ segir hann. „Bæði kann tjónið að vera meira hér ef við erum að ræða algert innflutningsbann og við erum ekki að deila því með neinum, heldur værum við að taka það allt á okkur sjálf,“ segir Bjarni og bendir á að Ísland sé í einkennilegri stöðu þar sem þvingunaraðgerðirnar sem Ísland taki þátt í með ESB útiloki makrílútflutning á Rússlandsmarkað en á sama tíma sé ESB með átján prósenta toll á innflutning á makríl frá Íslandi. „Það hlýtur að vera eitthvað sem þarf að skoða.“ Viðskiptabann Rússlands hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þjóðir sem stunda fiskútflutning en útflutningur á fiski frá Noregi til Rússlands fór úr 97 þúsund tonnum árið 2013 í 42 þúsund tonn ári seinna eftir að viðskiptabann var sett á Noreg síðla árs 2014. „Ég hef ávallt verið hugsi yfir þessum þvingunaraðgerðum,“ segir Bjarni. „Í fyrsta lagi finnst mér það álitamál hvort þær séu óaðskiljanlegur hluti af því að fordæma framferði Rússa í Úkraínu sem við höfum gert með skýrum hætti. Í öðru lagi má hafa efasemdir hvaða virkni viðskiptaþvinganir hafa haft í sögulegu samhengi og hverju þær skila í þessu tilviki. Í þriðja lagi þá finnst mér að við getum með ýmsum öðrum hætti komið á framfæri okkar sjónarmiðum varðandi framferði Rússa og eftir atvikum gert það þannig að efnahagslegir hagsmunir séu hafðir til hliðsjónar í því samhengi.“ Þrátt fyrir þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi eru þær afskaplega takmarkaðar af Íslands hálfu.
Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira