Viðskipti innlent

Íslenskt app í sýningu hjá National Portrait Gallery

Samúel Karl Ólason skrifar
National Portrait Gallery í London.
National Portrait Gallery í London. Vísir/EPA
Smáforrit eða app frá íslenska fyrirtækinu Locatify stýrir gestum um sýningarsvæði National Portrait Gellery í London. Appið veitir hljóðleiðsögn á ákveðnum stöðum í sýningunni þar sem það nemur „bluetooth“ merki frá sendum um safnið og virkjar leiðsögnina fyrir framan valdar myndir.

Sama tækni er notuð í Eldheimum í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Locatify. Samstarf Locatify og sýningarstjóra NPG hófst eftir að fyrirtækið tók þátt í Útstími Íslandsstofu. Markaðsstofa í Bretlandi var fengin til að bjóða safnafólki á kynningu í sendiráði Íslands í London.

Sýningin sem um ræðir byggir á nýútgefinni bók sagnfræðingsins Simon Schama. Hún er um þekkt andlit í Bretlandi. Smáforritið er notað í fimm herbergjum á þremur hæðum en hægt er að finna appið á bæði Google Play og í App store.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×