Viðskipti innlent

Vilja afnema skatt á tekjur af íbúðaleigu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dæmi eru um að námsmenn hafi framleigt út íbúðir sínar til erlendra ferðamanna. Þegar upp komst var samningi við námsmennina sagt upp af Félagsstofnun stúdenta.
Dæmi eru um að námsmenn hafi framleigt út íbúðir sínar til erlendra ferðamanna. Þegar upp komst var samningi við námsmennina sagt upp af Félagsstofnun stúdenta. Vísir
Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt með það að markmiði að auka framboð leiguhúsnæðis verulega. Snýr aðgerðin að því að afnema fjármagnstekjuskatt hjá leigusölum sem leigja út íbúðir til tólf mánaða eða lengur.

Þrjú skilyrði þarf að uppfylla til að komast hjá því að greiða fjármagnstekjuskatt. Leigusamningurinn þarf að vera skriflegur, þinglýstur og í samræmi við húsaleigulög. Þá þarf hann að vera annaðhvort ótímabundinn með tólf mánaða uppsagnarfresti eða tímabundinn til a.m.k. tólf mánaða. Auk þess má umsamið leiguverð á fermetra íbúðarhúsnæðis ekki vera hærra en meðalleiguverð á svæðinu.

Í greinagerð með frumvarpinu er fjallað um þá erfiðu stöðu sem sé á íslenskum leigumarkaði og þá tilhneigingu eigenda til að leigja íbúðir frekar í skemmri tíma til ferðamanna en til lengri tíma á almennum leigumarkaði.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Andri Marinó
Hvetjandi fyrir fólk að breyta stórum húsum

Lagt er til að leiga á einni íbúð í langtímaleigu verði skattfrjáls og þannig verði þeim ívilnað sem leigja íbúðir út til raunverulegrar búsetu og fleiri þannig hvattir til að gera slíkt hið sama.“

Segir í greinagerðinni dæmu um að fólk sem á lausar íbúðir eða herbergi leigi þau ekki út þar sem lítið fáist upp úr því. Ástandið bitni á þeim sem þurfa á leiguhúsnæði að halda. Bent er á að ekki önnur jákvæð áhrif skattaafsláttarins séu að hann gæti reynst hvati til að breyta stórum húsum þannig að hluti þeirra geti farið í útleigu sem leiði til betri nýtingar á húsnæði og meiri þéttleika byggðar.

Frumvarpið má lesa hér.


Tengdar fréttir

Leigir þessi af þér á Airbnb?

Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra.

Einfalda regluverk við útleigu íbúða

"Þarna eru raunverulega aðilar sem þekkja ekki að vera í rekstri og hafa engan áhuga á að vera í rekstri og kannski finnst flækjustigið mikið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×