Viðskipti innlent

Kaup Advania á Tölvumiðlun samþykkt

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ægir Már Þórisson, nýr forstjóri Advania. Advania hefur eignast allt hlutafé í Tölvumiðlun.
Ægir Már Þórisson, nýr forstjóri Advania. Advania hefur eignast allt hlutafé í Tölvumiðlun. Vísir/Advania
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Advania á öllu hlutafé í Tölvumiðlun. Samkeppniseftirlitinu var tilkynnt um kaupin um miðjan ágúst mánuði. 

Bæði fyrirtæki starf á upplýsingatæknimarkaði. Hins vegar kemur fram í úrskurðinum að Samkeppniseftirlitið telji ekki að kaupin séu til þess fallin að hafa skaðleg áhrif á samkeppni á Íslandi. 

Í lok úrskurðarins kemur fram „Að öllu framansögðu virtu og með hliðsjón af gögnum málsins og upplýsingum frá keppinautum er það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna samruna Advania og Tölvumiðlunar á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×