Haukar lögðu Breiðablik að velli 86-63 í Dominos deild kvenna í körfubolta í kvöld á heimavelli.
Eftir jafnan fyrsta leikhluta stungu Haukar af í öðrum leikhluta og voru 15 stigum yfir í hálfleik 48-33.
Breiðablik átti aldrei möguleika á að vinna sig inn í leikinn í seinni hálfleik og Haukar lönduðu öruggum sigri.
Mikill munur er á liðunum en Breiðablik er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig en Haukar í þriðja sæti með 24 stig líkt og Grindavík.
LeLe Hardy var að vanda atkvæðamikil hjá Haukum. Hún skoraði 20 stig, tók 17 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Dagbjört Samúelsdóttir var stigahæst hjá Haukum með 25 stig.
Arielle Wideman var atkvæðamest hjá Breiðabliki með 23 stig og 13 fráköst.
Haukar kláruðu Breiðablik
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti





Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn


Sex hafa ekkert spilað á EM
Fótbolti
