Í tilkynningu frá félaginu segir að starfsfólk hafi valið úr fjölmörgum tillögum varðandi nýtt útlit flugvélanna og hafi niðurstaðan verið afgerandi.
„Nú um miðjan janúar fer fyrsta Bombardier Q400 flugvélin í málningu í Bretlandi en vélin er svo væntanleg til Íslands í febrúar 2016. Bombardier Q400 flugvélar Flugfélags Íslands eru hljóðlátari, sparneytnari og taka fleiri farþega en Fokker vélarnar. Alltaf er gert ráð fyrir að lágmarki 4 ferðum milli Reykjavíkur og Akureyrar, en suma daga vikunnar og á ákveðnum tímabilum ársins verður sætaframboð enn meira en nú er á flestum áfangastöðum. Þá verða að lágmarki 3 ferðir daglega milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Á álagstímum verður þess jafnframt gætt að auka sætaframboð,“ segir í tilkynningunni.
