Viðskipti innlent

Íslandsbanki lánar Icelandair 9 milljarða

ingvar haraldsson skrifar
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. vísir/gva
Icelandair Group hf. hefur gengið frá samningi um lánalínu upp á 70 milljónir dollara, eða sem jafngildir 9 milljörðum íslenskra króna, við Íslandsbanka til fimm ára.

Icelandair segir að dregið verður á línuna eftir þörfum til að jafna árstíðarsveiflur í rekstri félagsins, styðja við áframhaldandi vöxt og fjármagna að hluta væntanlegar fjárfestingar í flugvélum sem félagið hafi þegar tilkynnt um.


Tengdar fréttir

Afkoma Icelandair umfram væntingar

"Afkoma á fyrsta ársfjórðungi var umfram áætlanir okkar og töluvert umfram afkomu fyrsta ársfjórðungs 2014. Helstu skýringar eru mikil aukning farþega í millilandaflugi og góð nýting bæði í fluginu og á hótelum félagsins,“ segir Björgólfur Jóhannsson.

Virði Icelandair Group margfaldast

Forstjóri Icelandair Group telur að fyrirtækið geti enn vaxið. Markaðsvirðið hefur aukist um 507 prósent á fimm árum. Vöxtinn má einkum rekja til aukinna flutninga. Áfangastöðum félagsins hefur fjölgað úr 27 í 39, en leiguflug dregst saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×